Skírnir - 01.04.2011, Page 200
198
HULDAR BREIÐFJORÐ
SKÍRNIR
gætu ekki gert við sjálfir. Heldur þætti hroki og framhleypni að
reyna það og stíga þannig inn á svið einhvers annars. Slíkt gerði
maður ekki í Danmörku. Hinsvegar, á Islandi, kipptu konur gjarnan
með sér biluðum raftækjum á fæðingardeildina og dunduðu sér við
að laga þau á meðan þær væru að fæða.
16.
R hrýtur.
17.
Flíspeysa, gallabuxur, ullarsokkar og töflur.
Þannig sýnist mér meirihluti fólks á landsbyggðinni klæða sig.
Utan á körlunum dinglar stundum lyklakippa en konurnar eru oft
með veski hangandi á öxlinni. Bæði kyn eiga það til að klemma
blikkandi heyrnartól á annað eyrað. Reyndar held ég að þessi
klæðnaður sé ekki sérstaklega bundinn við landsbyggðina, svona
klæða Islendingar sig. Þessi þægilegi fatnaður — sem við skulum
kalla svo — hefur fengið mig til að hugsa um fagurfræði, Evrópu,
Bandaríkin og í hvora áttina við horfum.
I Evrópu kemur fegurðin fyrst og notagildið svo en í Banda-
ríkjunum snýst þetta við. Hönnun — hún reynir oft að sameina
þetta tvennt, fegurð og notagildi. I raun þarf ekki annað en skoða
ítalska stóla — sem eru fallegir en líklega óþægilegir — og stilla þeim
upp við hliðina á hinum forljóta og þægilega Lazy-Boy til að sjá
hvernig forgangsröðin birtist. Það má líka bera saman stærri heildir,
eins og skipulag Barcelona og Manhattan. I Bandaríkjunum kemur
praktíkin á undan fegurðinni en í Evrópu reynir praktíkin að elta
fegurðina.
Islendingar klæða sig í hallærisleg föt sem virka; flíspeysur sem
anda, gallabuxur sem þola margt, hlýja ullarsokka en töflur svo
manni verði ekki of heitt. Reyndar, ef þessi fatnaður er skoðaður
betur, sést að þetta er einhverskonar útivistarfatnaður manneskj-
unnar sem fer aldrei út. Nema þegar hún hleypur á milli hússins og
bílsins. Praktískur og ljótur „útvistarfatnaður“ sem er ekki of hlýr.
Af framangreindu sést að við erum amerísk í klæðaburði.