Skírnir - 01.04.2011, Page 201
SKÍRNIR
MEÐ R f BÍLNUM
199
18.
Hlutir sem ég hef náð að stela úr sjoppum á leiðinni: snjóskafa,
vinnuhanskar, tvö Nizza, harðfiskur, krossgátublað, frisbídiskur, 6
lítrar af rúðuvökva og lítið ferðagrill.
19.
I eitt skiptið — af mörgum í dag — þegar R kom aftur inn í bíl,
dæsti hann og sagðist ekki vera orðinn nógu gamall til að taka mynd
af ekki neinu. Eg spurði hvað hann ætti við. R sagðist vera of eirðar-
laus, hefði ekki öðlast nægan þroska til að taka mynd „af engu“,
eins og hann orðaði það. Ég spurði hvort hann teldi að það yrði
mikill munur á ljósmynd sem hann tæki í dag og mynd sem hann
tæki eftir fimm ár — þótt ramminn og innihaldið væri hið ná-
kvæmlega sama á báðum myndum. Algjörlega, svaraði R. Hann
sagði að ljósmyndarinn setti orkuna þá stundina í hverja mynd og
hún væri aldrei eins. Þessvegna gæti hann ekki kóperað sjálfan sig,
hvað þá aðra. Hvert augnablik væri einstakt. Á meðan ég ók áfram
eftir þjóðveginum velti ég fyrir mér hvort það væri með þessum
hætti sem sköpun kemur inn í ljósmyndum. Hvort að sköpunin í
ljósmyndun væri einmitt allt það sem ekki sést á myndinni.
20.
Af hverju er íslensk tónlist svona sorgleg? Getur íslenska landsliðið
eitthvað í fótbolta ? Hvernig hirtist kreppan á íslandi? Ég svaraði
síðustu spurningunni þannig að kreppan herti að sjálfsmynd Is-
lendinga. Við ættum varla lengur fyrir henni. Til dæmis hefðum við
ekki lengur efni á að framleiða íslenskar kvikmyndir. I staðinn
sætum við heima á kvöldin og horfðum á amerískt sjónvarpsefni;
amerísk viðmið, gildi og húmor. Þótt ameríski herinn væri löngu
farinn réðust Kanarnir inn í íslenskar stofur á hverju kvöld og yfir-
tækju heimilin. Fyndnir Ameríkanar, örvæntingarfullir Amerík-
anar, klókir Ameríkanar, sorgmæddir Ameríkanar — en allt
Ameríkanar. Það væri ekki skrýtið að Islendingar klæddu sig eins og
þeir gera. Það væri ekki skrýtið að íslenskir unglingar töluðu betri