Skírnir - 01.04.2011, Page 206
SIGURÐUR PÁLSSON
Thor Vilhjálmsson
in memoriam
Other echoes
Inhabit the garden. Shall we follow?
„Garðurinn. Það er einhver garður, hann hefur vaxið og vaxið.
Kannski hann sé kominn í órækt. Þótt mér finnist það ekki sjálfum.
En hann hefur vaxið villt í hug mér þessi garður bernsku minnar eða
hvað hann er, þessi garður.
Þetta er einskonar útópía. Staðleysa. Hann er nefnilega hvergi.
Nema í hugsun minni og er þessvegna raunveruleiki.“
Þetta er blábyrjunin á endurminningabókinni Raddir í garðinum
eftir Thor Vilhjálmsson. Ljóðlínurnar sem ég las í upphafi eru eftir
T.S. Eliot, þetta eru einkunnarorð skáldsögunnar Fljótt fljótt, sagði
fuglinn.
Garðurinn, tilfinningin fyrir garðinum kemur fyrst sem bernsku-
minning frá fæðingarborg hans, Edinborg, en þar fæddist hann 12.
ágúst 1925, elstur fimm systkina. Hin eru Helga, Guðmundur,
Margrét og Hallgrímur sem dó ungur piltur 1945, Thor tregaði
hann alla ævi. Systkini Thors voru honum afar kær og nákomin alla
tíð. Faðirinn var Guðmundur Vilhjálmsson, sonur þeirra Vilhjálms
Guðmundssonar frá Brettingsstöðum sem einatt var kenndur við
Hliðskjálf á Húsavík og Helgu Isaksdóttur, og móðirin Kristín
Thors, dóttir Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar.
Thor sameinaði svo margt. Hann sameinaði veraldarvanan
heimsborgara og stoltan Þingeying, blandan var gjörsamlega mag-
ísk. Ef við hugsum okkur tré, hvaða tré væri Thor Vilhjálmsson?
Mér dettur fyrst í hug eik, tré sem vex ekki hér um slóðir, getur ekki
Skírnir, 185. ár (vor 2011)