Skírnir - 01.04.2011, Síða 208
206
SIGURÐUR PÁLSSON
SKÍRNIR
Thor sameinaði kynslóðir, alltaf spenntur fyrir því sem var að
gerast hjá ungu fólki, hann sameinaði fólk sem hafði trú á listum
sem kjarna lífs og samfélags.
Hann var aldrei flokkspólitískur, alltaf menningarpólitískur.
Hann trúði á mikilvægi, öllu heldur lífsnauðsynlegt hlutverk lista
fyrir samfélagið sem heild og hvern einstakan, einan og stakan.
Listir voru ekki skrautjurt í hans huga heldur óhjákvæmilegur
kjarni mennskunnar. Menning var líf og stöðugar breytingar, þró-
un, umbylting, myndbreytingar. Menning var daglegt líf, ekki tylli-
dagaföndur. Og reyndar alveg örugglega aldrei föndur, alltaf iðkun,
vinna, einbeiting, alvara, lífsins alvara.
Thor þoldi ekki þá sem voru bara að þykjast, vildu einungis
jákvæðu hliðar listamannslífsins, ekki raunveruna.
En jafnhliða þessum mögnuðu hæfileikum til þess að sameina
hið tvístraða og ósamstæða, þá gat hann sundrað hinu einsleita.
Þessi hæfileiki er sjaldgæfur.
Hann var fremstur þeirra sem sköpuðu íslenskar nútímabók-
menntir frá og með miðri öldinni og æ síðan. Bókmenntir sem voru
alþjóðlegar. Viðfangsefnið var ekki auðvelt.
Engu líkara en maður á leið í ferðalag þyrfti fyrst að smíða farar-
tækið, svo að leggja veginn. Og farartækið varð hans eigin texti, texti
Thors er farar-tæki, tæki til að ferðast, fyrr en varir breytast myndir
textans í hreyfimyndir.
Megintemun eru stór, sammannleg. Leiksvið mannlegs sam-
félags er vettvangurinn, leikur okkar með andlitið og grímuna,
þjóðfélagsgrímuna. „To prepare a face to meet the faces that you
meet...“ eins og Eliot orti. I verkunum er ekki einn og einfaldur
söguþráður, þræðirnir eru margir, verkin eru sambland af fúgu og
mósaíkverki. Það er mikilvægara að persóna í bók sé manneskja en
hitt, hvaða nafn og kennitölu hún ber. Að tilheyra mannkyninu er
númer eitt, heimurinn er einn, guð er einn, maðurinn er einn, mann-
kynið er eitt.
En í einverunni og einni mannveru birtast allar mannverur. Allt
höfundarverk Thors virðist mér stöðugt fylgja úthafstilfinningu,
þeirri vissu að við séum öll á sama báti, mannkynið. Ekkert minna
en allur heimurinn er bakland textanna, vitund um samábyrgð