Skírnir - 01.04.2011, Side 210
208
SIGURÐUR PÁLSSON
SKÍRNIR
mikilvægastur allra í útfærslu menningarlandhelginnar, úr þremur
mílum í tvöhundruð á nokkrum árum upp úr miðri öldinni.
Löngu áður en hann gekk pílagrímaveginn langa til Santiago de
Compostella, þá var hann á andlegu ferðalagi. Allt hans líf var þrot-
laus leit að andlegum verðmætum, umhugsun og lærdómur um þau,
sköpun þeirra. Þjálfun og aftur þjálfun, þrautþjálfun, ekki bara í
júdó, sem hann iðkaði tvisvar í viku fram á síðasta dag, heldur sköp-
unarstarfi. Iðkun sem sameinaði líkama og hitt sem kallað er andi,
sál, hugur.
Þess konar líkamsþjálfun er fullkomin andstæða líkamsdýrk-
unar, sem oft er sérkennilega stutt frá því að vera líkamshatur, af-
neitun á líkamanum, þótt undarlegt megi virðast.
Leit hans var andleg, líka og kannski sérstaklega þegar hún var
líkamleg. Leit og þjálfun sem er órofa sameining anda og líkama.
Hann hafði líkamsstyrk og seiglu sem verður einna helst kölluð of-
urmannleg, það er vegna þess að hann hafði óvenjulegan andlegan
styrk, viljakraft og einbeitingu.
Raunar var skynjun hans afar líkamstengd, skilningarvitin fimm
þanin í ofurnæmri skynjun, við sjáum það næmi alls staðar í textum
hans.
En samþætting skilningarvitanna fimm, til hvers var hún ætluð?
Hún var ekki markmið í sjálfu sér heldur var henni ætlað að ljúka
upp hinu sjötta skilningarviti. Það var ætlunarverkið, það sem allt
snerist um, fagnaðarundrið, hugljómunin, listin, upplifunin þegar
öllu lýstur saman í magískri uppljómun.
Einhver Fransmaður skrifaði bók sem heitir: Guð er til, ég hef
hitt hann. Á sama hátt hefði Thor getað sagt: Innblásturinn er til, ég
hef kynnst honum.
Thor kom mér fyrir sjónir sem ákaflega kurteis, fágaður, hlýr,
ofurnæmur, skapmikill, skapheitur. Hluttekningarfús. Stílgáfaður
fegurðardýrkandi. I samskiptum okkar gengum við út frá prinsipp-
inu sígilda: Never complain, never explain. Spurðum aldrei um
einkahagi að fyrra bragði, hann bar einkamál og hugsanir þeim
tengdum ekki á torg. Samt komst ég ekki hjá því að finna hvað