Skírnir - 01.04.2011, Side 211
SKÍRNIR
THOR VILHJÁLMSSON
209
honum þótti vænt um konu sína Margréti. Og hann var stoltur, ein-
læglega stoltur af sonum sínum og barnabörnum, vitnaði í þau, ein-
hvern tíma var hann mjög ánægður með greinargerð einhvers þeirra
fyrir apparatinu iPod, sem stundum er kallað spilastokkur, ánægð-
astur var hann að frétta hvað kæmist mikið af Mozart fyrir á svona
litlum grip. Hann var einstaklega ánægður með afahlutverkið, kapp-
kostaði að rækja það með miklum sóma og gleði, afar stoltur af
sonadætrunum, stoltur af sonarsyni sínum sem iðkaði júdó, Thor
keyrði hann á æfingar hjá sínum tryggu júdóvinum, tók hann í
einkatíma, kenndi honum fágæt trix.
Hann var einstaklega uppörvandi við ungt fólk, einlægur og
hvetjandi. Eg veit allt um það, átti því láni að fagna að félagarnir í rit-
stjórn Birtings, Einar Bragi og Thor, birtu fyrstir ljóð eftir mig á
opinberum vettvangi. Uppörvun þeirra var veganesti fyrir allt lífið.
Æ síðan fannst mér hreint ótrúlegt hvað Thor fylgdist vel með, hvað
hann var síungur, öllu heldur tímalaus andi.
Okkur finnst eins og Shakespeare hafi alltaf verið stórt númer, Bach
og Vivaldi; svo er ekki, tveir hinir síðastnefndu gleymdust, Shake-
speare var afar umdeildur, vægt til orða tekið, nokkrum áratugum
eftir andlátið, til dæmis í Frakklandi meðal klassisista og afkomenda
þeirra, andstæðinga barokkhugsunar í listum; þeir sögðu, jú, það er
voða mikill kraftur í þessu hjá honum en hvar er strúktúrinn í
þessum ósköpum? Og hvað með þetta deleríum hjá manninum,
hann blandar saman tragedíu og kómedíu; í miðri tragedíu kemur allt
í einu kófdrukkinn dyravörður og röflar í tvær blaðsíður, hvað er í
gangi? Veit maðurinn ekkert hvernig á að skrifa leikrit?
Þetta minnir mig á uppnámið sem textar Thors hafa valdið í
gegnum tíðina. Og hvað með viðtökur hér á landi?
Mér finnst fálætið framan af næsta ótrúlegt, fyrstu verðlaunin
hér á landi fékk hann kominn um sextugt, það voru menningar-
verðlaun DV fyrir þýðinguna á Hlutskipti manns eftir Malraux.
Sömu verðlaun fékk hann svo þremur árum síðar fyrir Grámosann
og síðar Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sömu bók. Is-
lensku bókmenntaverðlaunin fékk hann svo fyrir Morgunþulu í