Skírnir - 01.04.2011, Side 212
210
SIGURÐUR PÁLSSON
SKÍRNIR
stráum, þá var hann 73. Háskóli íslands gerði hann heiðursdoktor
á yíirstandandi afmælisári, fór vel á því.
Á Ítalíu og Frakklandi kunni fólk að meta Thor, sýndi honum
meiri sóma en fólk hér heima, hann var Miðjarðarhafstengdur,
passaði aldrei inn í hið smáa snið þorpsins með tilheyrandi þorps-
móral. Frakkar slógu hann fyrst til riddara, síðar til foringja af Orðu
lista og bókmennta, veittu honum einnig Heiðursorðu franska
lýðveldisins, Italir veittu honum þrjár af sínum æðstu heiðurs-
orðum, borgir í báðum löndum gerðu hann að heiðursborgara. Ekki
voru Frakkar og Italir þeir einu sem heiðruðu Thor, hann fékk
Verðlaun Sænsku akademíunnar, stundum kölluð litli nóbelinn.
Ennfremur heiðursverðlaun sem kennd eru við Karen Blixen.
Thor Vilhjálmsson skynjaði alla hluti á magnaðan hátt, segulmagnið
í kringum hann var slíkt að stappaði nærri göldrum. En það voru
dulmögn sem leituðu alltaf í ljósið, þetta var hinn hvíti galdur sköp-
unar. Hann hafði óviðjafnanlega sílúettu, hann var lifandi skúlptúr.
Það var eiginlega alveg ótrúlegt að verða vitni að því erlendis þegar
hann mætti á vettvang, þá velktist enginn í vafa, þarna var stórmenni
á ferð. Og hann eignaðist ákaflega marga góða vini. Ég ætla að nefna
hér tvo sem ég kynntist, stórskáldið Edouard Glissant frá Martini-
que, margoft orðaður við Nóbelsverðlaun og nýsöguforingjann
Alain Robbe-Grillet, sömuleiðis einn af þeim sem oft kom til greina
hjá nefndinni. Virðingu og hlýju beggja í garð Thors verður eigin-
lega ekki lýst nema að segja einfaldlega að þeir hafi elskað Thor,
þeim þótti svo vænt um hann, þeir mátu hann svo mikils sem mann
og listamann. Ótalmarga fleiri mætti nefna en þessir tveir höfðingjar
verða að vera fulltrúar þeirra hér, Robbe-Grillet nýlega látinn 85
ára og Glissant fyrir réttum mánuði, 83ja.
Fyrir nokkrum árum var Kristín Jóhannesdóttir á ferð með fólki í
rútu áleiðis upp í Öskju og leiðin lá um úfnasta hraun sem um getur
á landinu, hraun sem enginn kjarvalskur mosi hefur mildað, og
skyndilega komu þau auga á mann úti í miðju hrauni með grátt úfið