Skírnir - 01.04.2011, Side 214
212
SIGURÐUR PÁLSSON
SKÍRNIR
Blómaskeið íslands hafa alltaf verið skeið mikilla samskipta við
aðrar þjóðir og einangrunartímar eru niðurlægingartímabil.
Alveg frá Birtingstímanum var Thor stöðugt að miðla til al-
mennings því besta í listum og menningu heimsins.
Hann hafði sýn, hugsjón: Urvalslist fyrir alla.
Hann var mikilvægur liðsmaður í Listahátíð, frumkvöðull að
kvikmyndahátíð, frumkvöðull að Bókmenntahátíð, var árum saman
í stjórn Alliance framjaise, Rithöfundasambandsins, stjórnaði Is-
landsdeild PEN International, Ítalíufélagi Dante Alighieri, for-
maður Júdófélags Reykjavíkur, forseti Bandalags íslenskra lista-
manna og þannig mætti áfram telja.
Thor var alltaf að læra, alltaf að spyrja spurninga. Lærði mið-
aldafræði með því að þýða Umberto Eco. Það nýttist vel í pælingum
í sambandi við stórvirkin sem hann skrifaði út frá efni úr Sturlungu,
Morgunþulu í stráum og Sveig. Þýðingarstarf hans var mikilvægt,
það eitt myndi halda nafni hans á lofti, hann þýddi André Malraux,
Marguerite Yourcenar, Eugene O’Neill, Edward Albee, Isabel Al-
lende, John Osborne, Paulo Coelho og þannig mætti lengi telja.
Tónlist skipti hann alla tíð mjög miklu máli. Thor var meistari
fúguformsins í ritlist, hins pólífóníska tónsmíðaform sem byggist á
grunnstefi sem færist milli radda uns allar raddir fléttast saman en
eru þó sjálfstæðar. Svo skrifaði hann líbrettótexta fyrir Atla Heimi
Sveinsson, óratoríutexta fyrir Áskel Másson.
Tengsl hans við myndlist voru mikil og langvarandi, bæði iðkaði
hann myndlist sjálfur áratugum saman og hafði mikil tengsl við
myndlistarmenn, Kjarval og Svavar Guðnason, skrifaði bækur um
báða, vann myndlistarbókverk með Erni Þorsteinssyni og Páli á
Húsafelli.
Tengslin við kvikmyndalist voru líka náin. Hann skrifaði einna
fyrstur hér á landi um kvikmyndalist í Birting og æ síðan, mikil-
vægur miðlari kvikmyndahöfunda svo sem Fellini, Antonioni,
Bergman, Tarkovskí og ótal margra annarra. Hann fór fyrir
stuðningsmannasveit sem kom Tarkovskí til hjálpar með eftir-
minnilegum árangri þegar hann var í baráttu við yfirvöld í Sovét-
ríkjunum.