Skírnir - 01.04.2011, Síða 215
SKÍRNIR
THOR VILHJÁLMSSON
213
Síðasta kvöldið sem hann lifði var hann í Kvikmyndasafninu í
Bæjarbíói í Hafnarfirði að horfa á mynd eftir Eisenstein.
Síðasta ferðalag hans til útlanda var til Parísar, hann sneri upp-
tendraður úr þeirri ferð.
Það segir talsvert mikið um Thor að síðasta útvarpsviðtalið sner-
ist um stuðning hans við níumenningana, síðasti textinn sem birtist
í dagblaði var Öðlingstexti svonefndur, stuðningur við jafnréttis-
baráttu og síðustu skilaboðin í nýju viðtali við Sagenhaftes-vefinn
voru: „Ég held að við þurfum á skáldskap og list að halda, og hug-
myndaflugi og vitsmunum ... ef við eigum að komast út úr fárinu
... “ og síðar vitnaði hann í Kjarval sem sagði: „Fólk sem lyftir aldrei
neinu í samtaki verður aldrei þjóð ... “
Hér í upphafi sá ég fyrir mér eik í garði Thors með eiginleika birkis,
eftir á að hyggja er ólífutréð kannski best til þess fallið að lýsa Thor
Vilhjálmssyni. Ólífutréð, einkennistré Miðjarðarhafslanda, kræk-
lótt, harðast allra trjátegunda, brýtur allar sagir sem beitt er á það,
ekkert dugir nema demantasög, verður allra trjáa elst, þegar það er
gróðursett tekur það sér góðan tíma að bera fyrsta ávöxtinn en svo
getur það gefið af sér tugi kílóa af ólífum í nokkur hundruð ár. Ég
spái því að þannig muni textar Thors endast.
Islenskir listamenn og íslenskir lesendur kveðja í dag einn
dýrmætasta mann sem Island hefur alið. Hann setti markið hátt,
það er heilög skylda okkar að reyna að halda áfram verki hans, verki
sköpunar og miðlunar. Við erum þakklát fyrir allt sem Thor skildi
eftir handa okkur, sorgmædd að kveðja hann, dýpstu samúð vottum
við Margréti Indriðadóttur og færum henni þakkir fyrir ómetan-
lega hlutdeild hennar í ævintýrinu sem ber nafnið Thor Vilhjálms-
son, ennfremur afkomendum hans öllum.
Other echoes
Inhabit the garden. Shall we follow?
Ræða flutt við útför Thors Vilhjálmssonar í Dómkirkjunni, 11. mars 2011.