Skírnir - 01.04.2011, Page 218
216
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
tímalist, flytja saman heima myndlistar og hönnunar og gera ís-
lenska listsköpun sýnilegri á alþjóðavettvangi.
Tilhneiging til samruna listformanna er þó ekki nýtt fyrirbæri á
Islandi og á sér nokkuð langan aðdraganda. Hún varð áberandi í
Myndlista- og handíðaskólanum eftir stofnun Nýlistardeildar skól-
ans á árunum 1975-1981 undir stjórn Magnúsar Pálssonar. Þar lagði
Magnús áherslu á að samstarf væri grundvallaratriði í allri list-
sköpun og hlutverk nýju deildarinnar væri að brjóta niður múra á
milli listgreina. Auk þess leit hann svo á að hlutverk slíkrar til-
raunadeildar væri að vinna með nýja miðla eins og „myndbönd,
hljóðupptökur, tölvur ... gerninga, kvikmyndir o.s.frv.“2 Skörun
sviðslista, tónlistar og gjörninga einkenndi þetta lokaskeið nýfram-
úrstefnunnar og birtist á Islandi í starfi fjölda myndlistarmanna, til
dæmis Brynhildar Þorgeirsdóttur, Guðjóns Ketilssonar og Finn-
boga Péturssonar, en einnig í uppákomum leik- og gjörningahópa
eins og Bruna BB (1981), Oxmá (1984) og leiklistarhópsins Svart og
sykurlaust (1983-1986).3
I bókinni Icelandic Art Today,4 sem kom út í Þýskalandi árið
2008, var gerð tilraun til að veita erlendum listáhugamönnum
innsýn í þennan sérstaka heim án þess þó að ástandið væri rætt í
stærra samhengi hugmyndafræðilegrar útþenslu listhugtaksins eða
það skilgreint samkvæmt póstkólóníal- eða svonefndum eftir-
lenduhugmyndum sem liggja að baki þessari sérstöðu. Þær eru
mikilvæg forsenda þeirrar nýsköpunar sem varð í myndlist á íslandi
á síðustu árum, og eiga sér því í raun nokkuð víðtækar forsendur.
Hér verður gerð tilraun til að beita þessu sjónarhorni og fella mynd-
sköpun Bjarkar Guðmundsdóttur að heildarsýn sem tekur mið af
þeim hræringum sem urðu í íslenskum og erlendum listheimi,
einkum á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar.
Björk Guðmundsdóttir er fyrst og fremst þekkt sem tónlistar-
maður, en listsköpun hennar nær langt út fyrir þá grein og hefur
2 Magnús Pálsson 1987: 21.
3 Brynhildur Þorgeirsdóttir var þátttakandi í Oxmá og í Svart og sykurlaust.
Guðjón Ketilsson í Svart og sykurlaust, Finnbogi Pétursson í Bruni BB.
4 Schoen og Runólfsson 2009.