Skírnir - 01.04.2011, Page 219
SKÍRNIR
BJÖRK í MYND
217
Villikonuvúdúömmuhekl. Eftir Gjöm-
ingaklúhbinn (Eirúnu Sigurðardóttur,
Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfs-
dóttur), 2007. Ljósmynd: Inez van
Lamsweerde og Vinoohd Matadin,
teknar fyrir umslag Volta, plötu
Bjarkarfrá árinu 2007.
verið lýst sem samsetningu tónlistarframleiðslu og sjónrænnar túlk-
unar.5 Tónlist Bjarkar á sér rætur í reykvískri pönkmenningu sem
hefur verið skilgreind sem útópísk í eðli sínu.6 Þannig birtist hún í
heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk íReykjavík (1982).
Myndin er fyrst og fremst byggð á tónleikaupptökum frá vetrinum
1981 og viðtölum við tónlistarmenn, en hún varpar ljósi á það umrót
sem varð á þessum árum þegar ný kynslóð ungra listamanna brást á
gagnrýninn hátt við táknum sem höfðu lengi verið lykilatriði í þjóð-
legri byggingu sjálfsmyndar á 20. öld.
Björk kemur fram í myndinni sem söngkona hljómsveitarinnar
Tappa Tíkarrass. Hún er klædd kanarígulum prinsessukjól og kinn-
arnar eru málaðar trúðslega rauðar. Hún er bæði trúðurinn og
prinsessan, í senn Pierrot og Columbine. Hún slær þekktustu per-
5 Webb og Lynch 2010: 313: „practice or assemblage of music production, lyrical
composition, music performance (live and recorded), visual interpretation (through
video and film), and audience reception and consumption, as a creative engagement
with the themes the artist presents and the reflexive interpretations of her own
work.“
6 Martin 2002:166. „If this music was meant to have some relationship to punk, how-
ever, at least in its rawness, it was a generally happy, trippy, and even utopian punk.“