Skírnir - 01.04.2011, Page 221
SKÍRNIR
BJÖRK í MYND
219
ina.12 Nú vísar orðið almennt til fyrirbæra eða hluta sem einkenn-
ast af einhverskonar blöndu eða samsetningu ólíkra þátta, sem í
sumum tilvikum eru af fjölmenningarlegum uppruna.
Þrátt fyrir almenna notkun og víðtæka merkingu hugtaksins þá
er ástæða til að undirstrika að í íslensku samhengi liggja að baki for-
sendur sem kenna má við eftirlenduafstöðu og eiga sér rætur í
menningarlegri stöðu þjóðar á jaðrinum og þrá hennar eftir viður-
kenningu umheimsins. Af þessum sökum er hér beitt sjónarhorni ar-
gentínska mannfræðingsins Nestor García Canclini sem segir að
hugtakið feli ekki eingöngu í sér samþættingu þeirra þátta sem lúta
að inntaki og innihaldi, heldur skýri það miklu frekar nálgun, ferli
og tæknilega úrvinnslu efnis.13
Listsköpun Bjarkar, myndirnar sem hún setti saman í tónlistar-
myndböndum og kynningarefni sem hún framleiddi í samvinnu við
fjölmarga listamenn, kvikmyndagerðarfólk og hönnuði, eru einmitt
fyrirtaksdæmi um þessa skilgreiningu argentínska fræðimannsins á
hugmyndinni um hýbríð og mætti lesa sem sýnisbók í tíðaranda ald-
arlokanna. Björk leikur sér með orðræðuna og þenur tæknilega úr-
vinnslu efnisins til hins ýtrasta hverju sinni, um leið og hún endur-
skilgreinir sífellt sérstöðu sína. Hún fer í hlutverk, gerir af sér mynd.
Hún er ýmist etnískur bræðingur, samsettur af klisjukenndum tákn-
um, ósamstæðum sérkennum ólíkra menningarheima eins og í afríska-
japanska-geisuhlutverkinu, sem Alexander McQueen hannaði fyrir
Homogenic (1997), eða sæborg eins og í tónlistarmyndbandinu All is
full of Love (1999) undir stjórn Chris Cunningham. Þar rennur Björk
inn í hlutverk tæknibræðings sem lifir í einmanalegum sýndarveru-
leika vélmennisins, en í lok lagsins gefur hún sig ástinni á vald og sætt-
ist við að verða kona í nýrri gerð af erótískri stafrænu.14
„Ég vildi að Homogenic endurspeglaði hvaðan ég kem, hver ég
er“ [“I wanted Homogenic to reflect where I am from, what I am
about.”], sagði Björk um tónlistina á Homogenic,15 Sú yfirlýsing
12 Úlfhildur Dagsdóttir (2001) hefur fjallað um hin ýmsu birtingarform Bjarkar út
frá kenningu Donnu J. Haraway um sæborgina.
13 Canclini 2005: xxxiv.
14 Angerer2004.
15 Berry 2007: 504.