Skírnir - 01.04.2011, Page 224
222
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
lega vegna þess að það er framleitt með þarfir markaðarins í huga;
hlutverk þess er að kynna og selja tónlist samkvæmt reglum tónlist-
ariðnaðarins. Vegna þessarar sterku markaðstengingar varð tónlist-
armyndbandið snemma vettvangur þverfaglegrar samvinnu á milli
listgreina víða um heim og það af umfangi sem þá var óhugsandi
innan liststofnananna. Það varð vettvangur tilraunastarfsemi þar sem
listform sköruðust og allar helstu tækninýjungar voru reyndar. Þótt
staða tónlistarmyndbandsins innan listheimsins sé enn óviss, þá eru
áhrif þess á frásagnarhátt og fagurfræði samtímans nú almennt viður-
kennd. Það hefur mótað knappar frásagnaraðferðir vídeólistamanna
og ýtt undir þverfaglega samvinnu listgreina og markaðsmiðla.18
Val Bjarkar á tónlistarmyndbandinu sem leið til að koma tónlist
sinni á framfæri var snilldarbragð listamanns úr jaðarsamfélagi. Þar
valdi hún miðil sem flökti á milli kvikmyndagerðar, tilraunastarfsemi
og nýtækni og var í nánum tengslum við markaðssetningu popptón-
listar. Jafnframt þjónaði það þörfum áhrifamestu tónlistarsjón-
varpsstöðvanna eins og MTV sem hóf útsendingar árið 1981.19 Aðferð
Bjarkar við að samþætta tónlist og mynd var unnin í samvinnu við
framsæknustu listamenn á þessu sviði og svo nýstárleg að mörg tón-
listarmyndbönd hennar hafa síðan ratað inn í listrýmið, til að mynda
örsagan um ástarsamband vélmennanna, All is full of Love (1999), sem
hlaut fjölda verðlauna og hefur yfirburðastöðu innan þessa listforms.
Samstarf Bjarkar við franska kvikmyndagerðarmanninn Michel
Gondry er á þessu gráa svæði milli myndlistar og markaðssetningar.
Gondry hefur verið lýst sem þeim kvikmyndagerðarmanni sem
hefur einbeitt sér að því að kanna sjónræn tengsl myndlistar og tón-
listar. Hann vann alls sjö myndbönd í samstarfi við Björk og á hann
stóran þátt í að skapa með henni þennan sérstæða myndheim sem
byggist á rómantísku náttúrumyndmáli, orðræðunni um óspillta
náttúru Islands í nýtæknilegum myndbræðingi.20
18 Keazor og Wiibbena 2010.
19 Yfirlit yfir eldri tónlistarmyndbönd Bjarkar er að finna í grein Ulfhildar Dags-
dóttur (2001).
20 Human Bebavior (1993), Army of Me (1995), Isobel (1995), Hyper-Ballad (1996),
Jóga (1997), Bachelorette (1997), Declare Independence (2007). Um Michel
Gondry, sjá Gabrielli 2010.