Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 226
224
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Útúrsnúningurinn á verki Mörthu Rosler hefur kannski farið
fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum MTV, á sama hátt og list-
sögulegar tilvísanir í myndheim súrrealista, sem birtist í formrænni
notkun á skuggum, auk þess sem stellingar og sviðshreyfingar
Bjarkar minna á súrrealískt myndmál bandaríska ljósmyndarans
Man Ray. Onnur myndskeið, til dæmis þar sem smjörið kraumar á
pönnunni, vísa beint í auglýsingaskot, en eggin sem Björk hand-
fjatlar áttu að minna á Sögu augans eftir George Bataille (1928).
Þannig skoppar myndin á milli popplistarinnar í litadýrð sinni, um
leið og myndmál Man Ray er fyrirmynd að erótískri myndgerð
textans, þ.e. lýsing á elskhuga sem sér fegurðina í öllu.
Myndbandið Venus as a Boy flæðir á milli poppmenningar og
framúrstefnu í anda Andys Warhol, en útúrsnúningur þess á mynd-
bandi Mörthu Rosler mætti einnig nefna sem dæmi um aðferð sem
einkenndi póstmóderníska listsköpun tíunda áratugarins og beind-
ist að því að draga tennurnar úr módernismanum og gera hann að
meinlausu gæludýri.23
Tækniframfarir hafa ætíð virkað sem hvati í listsköpun. Löngu fyrir
tíma tónlistarsjónvarpsins lýsti Walter Benjamin því hvernig kvik-
myndaformið myndi umbreyta listsköpun og miðlun framtíðar-
innar. Fræg er yfirlýsing hans um áhrif tækninnar á tilraunastarf-
semi í listum þegar hann spáði því að kvikmyndatæknin myndi
þenja út nýtt tjáningarrými sem hann nefndi leikjarými (Spiel-
Raum).24
Tónlistarmyndbönd Bjarkar eru dæmi um slíka þenslu listveru-
leikans sem endurspeglar örar tækniframfarir á sviði tölvutækni og
sýndarveruleika. I hverju nýju myndbandi kallar hún til nýtt teymi
listamanna og hönnuða á sama hátt og hún hefur alla tíð virkjað
áhugaverðustu tónlistarmenn hvers tíma og þenur sitt persónulega
23 Hér vísað til frægrar skilgreningar Fredrics Jameson (1991: 17) um póstmódern-
ískan bræðing (postmodern pastiche): „Pastiche is, like parody, the imitation of a
peculiar or unique, idiosyncratic style, the wearing of a linguistic mask, speech in
a dead language. But it is a neutral practice of such mimicry, without any of
parody’s ulterior motives, amputated of the satiric impulse, devoid of laughter.“
24 Benjamin 2008: 49.