Skírnir - 01.04.2011, Page 227
SKÍRNIR
BJÖRK í MYND
225
leikjarými með hjálp myndlistar-
manna og tískuhönnuða.
Vegna stöðu sinnar í alþjóð-
legum listheimi og samvinnu við
nokkra framsæknustu lista- og
tæknimenn samtímans, stökk Björk
á sjömílnastígvélum inn í stafrænu
tíunda áratugarins, langt fram úr
þeim íslensku listamönnum sem
reyndu að fóta sig í samruna tón-
listar og myndar. Það var ekki fyrr
en kom fram yfir aldamót að for-
sendur mynduðust fyrir nýju sam-
starfi. Krosstengsl á milli lista-
mannahópa og tónlistarfólks voru
endurnýjuð í samvinnu Bjarkar og
Gabríelu Friðriksdóttur fyrir Feneyjatvíæringinn 2005 þar sem
Gabríela sýndi innsetninguna Versations Tetralogia.2i Gabríela
stýrði síðan tónlistarmyndbandi Bjarkar Wbere is the Line'í (2005),
en áður hafði hún hannað umgjörðina um safndiskinn Family Tree
(2002).
Á þessum árum kallaði Björk í auknum mæli á íslenska mynd-
listarmenn til samvinnu. Fírafnhildur Arnardóttir hannaði kjóla og
fléttaði fjölda hárskúlptúra sem Björk krýndist meðal annars í
tengslum við kynningu á tónlist Medúllu (2004).26 Flest verk Flrafn-
hildar fjalla um hégómleikann og óræða stöðu listarinnar. Þau eru
á mörkum þess að vera myndlist, leikmunir eða skraut, og hár-
skúlptúrarnir eru einmitt á þessu gráa svæði milli listar, tísku og
gjörnings.27
Björk, Medúlla 2004. Hárskúlp-
túr: Hrafnbildur Arnardóttir aka
Shoplifter. Ljósmyndarar: Inez
van Lamsweerde & Vinoodh
Matadin.
25 Versations Tetralogia var tónverk og innsetning sem Gabríela vann sérstaklega
fyrir Feneyjatvíæringinn 2005 í samvinnu við Daníel Ágúst Haraldsson, Björk
Guðmundsdóttur, Borgar Þór Magnússon, Jónas Sen, Sigurð Guðjónsson og
Ernu Ómarsdóttur dansara.
26 Yfirlit yfir samvinnu Hrafnhildar og Bjarkar er að finna á vefsíðu Hrafnhildar,
http://www.shoplifter.us/
27 Van Meter 2005. Sótt 9. febrúar 2011 á http://www.shoplifter.us/index.php?/
press/the-new-york-times/