Skírnir - 01.04.2011, Page 228
226
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Annað dæmi um verk sem flakkar úr einu samhengi í annað er
TheWildWomanWoodooGrannyDoilyCrochet (Villikonuvúdú-
ömmuhekl) sem Gjörningaklúbburinn, þær Sigrún Hrólfsdóttir,
Jóní Jónsdóttir, og Eirún Sigurðardóttir, vann fyrir Björk árið 2007.
Björk pantaði verkið, sem er heklaður búningur, fyrir Volta, en það
skyldi túlka „íslenska neónljósaheimilisnáttúrugleði“.28 Búningur-
inn er sjálfstætt framhald af gjörningnum Creation-Corruption-
Celebration (2005) sem klúbburinn hafði framkvæmt í nokkrum
útfærslum og er dæmi um verk sem virkar eins og rísóm sem færist
úr einum stað í annan, umbreytist, endurnýjast eins og leikþáttur
sem er settur á svið í nýjum útfærslum.
Ljósmyndir þeirra Inez van Lamsweerde og Vinoodh Matadin29
af Björk þar sem hún klæðist verkinu TheWildWomanWoodoo-
GrannyDoilyCrochet (Villikonuvúdúömmuhekl) sýna vel hvernig
búningurinn rennur ekki einungis á milli miðla, heldur einnig frá
einum höfundi til annars. Verkið sjálft er hamur, og sjálft tekur það
hamskiptum frá því að vera upprunalega hluti af gjörningi yfir í að
vera sviðsbúningur Bjarkar sem aftur verður hluti af öðru verki, þ.e.
ljósmynd hollenska listparsins. Það sem skiptir máli er í raun ekki
heklið sjálft, heldur möguleiki þess að flæða úr einu merkingarrými
yfir í annað, úr listheimi Gjörningaklúbbsins yfir í poppheiminn,
þar sem það í meðförum Bjarkar verður hluti af yfirsjálfi hennar
sem töframanns.
Vinnuaðferðir Hrafnhildar og Gjörningaklúbbsins eru á margan
hátt sambærilegar því að þær endurspegla staðbundin markmið sem
um leið falla fullkomlega að hugmyndinni um krosstengsl og þenslu
listrýmisins á skjön við hefðbundin mörk listgreina langt út fyrir
athafnasvæði liststofnana. Þegar Gjörningaklúbburinn auglýsti í
28 „an electro neon Icelandic domestic joyous force of nature". Sótt 9. febrúar 2011
á http://www.ilc.is/Site_10/bjork.html
29 Ljósmyndaverk þeirra Inez van Lamsweerde og Vinoodh Matadin eru annað
dæmi um hvernig myndir geta flökta á milli þess að vera tískuljósmyndir,
sjálfstæð myndverk, eða einfaldlega auglýsingar. Eins og margir listamenn sem
Björk hefur unnið með þá vinna þau á jaðri listgreina og tóku að nota stafræna
tækni snemma á ferlinum. Þau eru í hópi þeirra sem beita nýjustu tölvutækni í
myndsköpun eins og sést í tónlistarmyndbandinu Hidden Place sem þau unnu í
samstarfi við Björk.