Skírnir - 01.04.2011, Side 230
228
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
til umbreytinga í endalausum möguleikum úr raunheiminum yfir í
önnur form og stafræna tækni. Á móti vegur að hver höfundur eða
listhópur hefur sterk höfundareinkenni þannig að fagurfræðilega
séð er ekki um nein sameiginleg ytri einkenni að ræða, heldur mætti
fremur tala um svipað viðmót gagnvart áhorfendum.
Myndsköpun Bjarkar byggist á hlutverkaleikjum, en slíkir leikir
hafa lengi þróast í myndlist á 20. öld. Með hjálp tónlistarmynd-
bandanna tók Björk heljarstökk, gaf listheiminum langt nef og varð
að myndverki sjálf. Miðillinn skiptir þá í raun ekki lengur máli,
hvort það er ljósmynd, myndband, eða sýning, heldur fyrst og
fremst það sem sést.34 Tónlistarmyndbandið er samt áhrifamest, það
nær til flestra og færir áhorfandann nær sviðslist en tónlist eða
myndlist. Þar verður líkaminn hinn eini sanni listmiðill.
I upphafi var bent á að krosstengsl listamanna hefðu haft mikil-
væg áhrif á íslenskan listveruleika og einkennt listsköpun þeirrar
kynslóðar sem hefur sérhæft sig í skörun listheimanna. Hvörf
myndlistarinnar frá verkinu að sviðslistinni voru tekin bókstaflega
og margir íslenskir listamenn vinna nú á þessum slóðum. Þar má
nefna Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Curver Thoroddsen, Egil Sæ-
björnsson, Gjörningaklúbbinn, Gabríelu Friðriksdóttur, Ragnar
Kjartansson, Sigurð Guðjónsson og fleiri. Gagnkvæmum tengslum
þessara listamanna og verka þeirra mætti líkja við rísóm því að þau
mynda huglæga heild og mætast áreynslulaust í einu merkingarrými
á ferð yfir í annað.35
Heimildir
Angerer, Marie-Luise. 2004. „Postsexuelle Körper. The making of.Begehren,
digitales." Sótt 21. mars 2011 á http://www.medienkunstnetz.de/themen/cy-
borg_bodies/postsexuelle_koerper/print/
Auður A. Ólafsdóttir. 2008. „ímynd Islands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu
sjálf íslendingsins: Þjóðarsál íslenskrar samtímamyndlistar." Saga, 46(2), 56-
85.
Belting, Hans. 2005. „Image, medium, body: A new approach to iconology." Criti-
cal Inquiry, 31, 302-319.
34 Belting 2005.
35 Deleuze og Guattari 2002.