Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Síða 45
17. ágúst 2018 45FRÉTTIR - ERLENT boys sem stunda vændi eru um margt öðruvísi hópur en vændiskonur því að þær eru frekar áhyggjulausar og frjálsar og ekki með mann og börn á bakinu. Líf ladyboys er þó sannarlega ekki dans á rósum og þær þurfa að kljást við miklar áskoran- ir. Sérstaklega í tengslum við ýmsar aðgerðir sem framkvæmdar eru af oft vafasömum aðilum. Þessar aðgerðir eru dýrar og erfitt að fylgja þeim eftir. Þær eru stanslaust að dæla í sig bótoxi og alls kyns efn- um sem eiga að laga hitt og þetta. Sílikon er of dýrt fyr- ir þær og sumar af þeim eru bún- ar að fara illa með líkama sinn, rass, brjóst og fleira, út af þessu. Í Taílandi eru aðgerðirnar stór markaður og alls kyns skottu- læknar sem bjóða ódýrari aðgerðir sem reynast illa. Bandaríski herinn breytti Pattaya í partíborg Strandborgin Patta- ya er vel þekkt og jafnvel alræmd fyr- ir skemmtanalífið. Pattaya var smáþorp þar til bandarísk- ir hermenn af stöð- inni U-Tapao hófu að venja þangað komur sínar á árum Víetnam stríðsins. Þegar stríðinu lauk hélt Pattaya áfram að þróast sem skemmtanaborg og er þekkt fyrir vændi. En þrátt fyrir orðspor tengt vændi, eiturlyfjaneyslu og öðrum saurlifnaði þá þykir mörg- um sem koma þangað það furðu- lega lítið áberandi. En þar er mikið umburðarlyndi gagnvart vændi og krafa um að það sé stundað, bæði frá kaupendum og seljendum. Ladyboys sem stunda vændi hafa miklu meira upp úr því en að vinna almenn störf eins og til dæmis í verslunum. Yngri vænd- iskonur eru hins vegar oft í einu eða tveimur störfum á daginn og selja sig svo um kvöldið og fram á nótt. Auk þess þurfa þær að sinna heimilinu. Flestar sem stunda vændi eru á aldrinum 18 til 25 ára. Um þrítugt minnkar eftirspurnin eft- ir þeim nema í einstökum til- vikum. Margar lenda þá í mik- illi krísu og verða alkóhólisma að bráð. Margar starfa á börum sem barstúlkur og sumar þeirra eldri vinna sig upp í að vera nokkurs konar yfirmenn eða maddöm- ur hinna. Það er þó mikill minni- hluti. Aðrir staðir sem vændi er mikið stundað á eru nuddstofur, karókístaðir og sérstök vændis- hús. Barnavændi fyrirfinnst í Patta- ya og annars staðar í Taílandi en það er litið mjög alvarlegum aug- um af yfirvöldum ef menn eru gripnir við að stunda samræði við börn undir 18 ára aldri. Upp að vissu marki er vændi unglinga, allt niður í 15 ára aldur, umbor- ið og foreldrar oft samþykkir þar sem fjölskyldan á ekki til hnífs eða skeiðar. Þó að vændi sé umborið í Taílandi þá er ekki þar með sagt að það þyki starfsvettvangur til að grobba sig af. Þvert á móti þá fylgir því skömm líkt og annars staðar. Vændiskonur starfa oft ekki á sama stað og þær búa. Sumar búa í Bangkok og vinna í Pattaya og öfugt. Margar koma frá norður- og austurhlutum lands- ins þar sem fátækasta fólkið býr. Japanir bestir en Indverjar verstir Algengur misskilningur er að kúnnahópurinn samanstandi mest megnis af vestrænum körl- um því meirihlutinn af kúnnun- um er Taílendingar. Aðeins um 20 til 30 prósent eru útlendingar og skiptir þjóðernið þá töluverðu máli. Japanir eru sagðir vera bestu kúnnarnir og eru kallaðir þrisvar sinnum þrír hópurinn. Vændis- konurnar segja þá með þriggja sentimetra langt typpi, taki að- eins þrjár mínútur að fá það og borgi 3.000 böht (um 10 þúsund íslenskar krónur) sem er mikill peningur í Taílandi. Indverjar eru hins vegar þeir sem þær vilja síst láta sjá sig með. Þeir koma oft þrír til fimm tals- ins og vilja kaupa eina vænd- iskonu saman. Fæstar af þeim samþykkja þetta en þegar hallar undan fæti hjá þeim, far- ið er að síga á nóttina og enginn kúnni sjáanlegur þá taka þær oft þessum boðum. Íslendingar hafa stundað það að fara til Taílands í þessum er- indagjörðum, oft þeir sem eiga við vandamál á borð við alkóhólisma að stríða og einmana karlmenn sem eru komnir vel á fullorðins- ár. Sumir þeirra eiga við einhverja fötlun að stríða og þá er ódýrt að lifa í Taílandi. Hægt er að kaupa svokallaða heimilisþjón- ustu sem er vændi því þar fylgja ýmiss konar greiðar með. Margar af þessum konum segjast ekki vera vændiskonur heldur aðeins barstelpur, sem hitta menn á börum, búa hjá þeim í nokkra daga, fá pening og vörur fyrir. Margir telja sér trú um að þetta sé einmitt þannig, að þetta sé ekki vændi heldur aðeins „að vera á djamminu“ eða eitt- hvað slíkt en það er aðeins sjálfs- blekking. Þessi tegund af vændi er stunduð undir öðrum for- merkjum. Sumir kúnnar eru kallað- ir ATM, hraðbankar, og vænd- iskonur eiga auðvelt með að sjá sigta þá út. Um þessa ATM-kúnna myndast oft mikil samkeppni. „Hestalyf“ vinsælasta dópið Í Taílandi er mjög áhættusamt að taka inn eiturlyf því í þau kann að vera blandað alls kyns hættuleg- um efnum. Eitt vinsælasta dópið í Taílandi er kallað yaba sem er blanda af amfetamíni og koffíni og er annaðhvort gleypt eða hitað og því andað að sér. Yaba merkir á íslensku hestalyf. Mest af því á rætur sínar að rekja til gullna þríhyrningsins sem nær yfir hluta Búrma, Kína, Laos og Taílands. Víman af yaba er sögð minna á alsælu og þetta er notað mikið af ladyboys. Yaba hefur þó mjög slæm áhrif á þær sem eru á hormónalyfjum fyrir. n LADYBOYS OG VÆNDISKONUR Í PATTAYA Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.