Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Page 4
4 15. júní 2018FRÉTTIR
H
eimsmeistaramótið í
knattspyrnu er skollið á
af fullum þunga. Hvort
sem þið elskið leikinn eða
fyrir lítið hann þá er alveg ljóst að
keppnin mun hafa margvíslega
áhrif á samfélagið. Blaðamenn DV
rifu upp símann og hringdu í all-
ar áttir til þess að reyna að gera sér
betur grein fyrir þessum áhrifum.
Hér eru helstu niðurstöður.
Íslendingar fyrirhyggjusamir:
„Engar athafnir bókaðar á
laugardaginn“
Fregnir af aflýstum brúðkaupum í
Dómkirkjunni vöktu forvitni blaða-
manna um hvort hópafpantan-
ir hafi átt sér stað í kirkjum lands-
ins. Svo virðist ekki vera samkvæmt
óvísindalegri rannsókn blaðsins.
Íslendingar virðast einfaldlega hafa
verið fyrirhyggjusamir hvað þetta
varðar. Séra Hildur Eir Bolladóttir
tjáði DV að engar athafnir hafi ver-
ið skipulagðar í Akureyrarkirkju á
laugardaginn enda Norðlendingar
framsýnir með eindæmum. Engin
prestur athafnar í kirkjunni og
Hildur ætlar því að sjálfsögðu að
fylgjast með knattspyrnunni.
„Ég bauð þeim sem voru með
mér í ræktinni í morguntíma á
laugardaginn ef einhverjir vildu og
lofaði þeim langri og góðri predik-
un. Fólk gat valið tíma og ég skyldi
vera með mjög guðfræðilega og
djúpa ræðu. En það var bara hleg-
ið. Það er allt sett í biðstöðu og það
er fallegt. Við verðum ein stór fjöl-
skylda á laugardaginn.“
Sömu sögu er að segja í
Laugarneskirkju þar sem séra
Davíð Þór Jónsson þjónar sínum
söfnuði.
„Hún kom mér svolítið á óvart
fréttin um að athöfnum í Dóm-
kirkjunni hafi verið frestað. Hér
í Laugarneskirkju voru engar
athafnir bókaðar á laugardaginn.
Þannig að þeir sem vildu gifta sig í
Laugarneskirkju höfðu fyrirhyggju
til þess að athuga hvenær leik-
urinn væri. Sóknarpresturinn og
félagsstarfið er komið í sumarfrí
í júnímánuði en við verðum með
messu sunnudaginn 17. júní.“
„Pípurnar munu halda en í hálf-
leik og eftir leikinn gæti komið
gott skot“
Hvað gerist þegar blásið verð-
ur til hálfleiks í leikjum Íslands
og spenntir íþróttaunnendur
létta af sér samtímis um allt land.
„Pípurnar munu halda en í hálf-
leik og eftir leikinn gæti komið gott
skot,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veit-
um ohf., sem sér um fráveitukerfi
fyrir um helming landsmanna, í
samtali við DV.
„Við munum auðvitað fylgjast
vel með notkuninni þennan dag
og skoða hvort og hvernig hún er
öðruvísi en á venjulegum laugar-
dögum. Við búumst við misjöfnu
rennsli og ekki miklu á meðan
leiknum sjálfum stendur.“
Mikið hefur verið rætt um
álag á fráveitukerfi þegar á stór-
um íþróttaviðburðum stendur, til
dæmis í Bandaríkjunum meðan
á Super Bowl-leiknum stendur.
Ólíkt amerískum ruðningi þá eru
hins vegar engin auglýsingahlé
meðan á knattspyrnuleik stendur
og því algengt að þeir sem geta
ekki slitið sig frá skjánum vegna
spennu þurfi að bíða þangað til í
hálfleik eða eftir leik til að sinna
grunnþörfunum.
„Þetta hefur ekki skapað
vandamál hingað til og kerfið okk-
ar mun ráða við þetta. Við mæld-
um rennslið þegar Evrópumótið
stóð yfir fyrir tveimur árum. Þá
var hægt að lesa vel hegðun þeirra
sem búa á veitusvæði Veitna út úr
tölunum, spennustigið í leikjun-
um og annað slíkt. Við munum
ábyggilega senda frá okkur ein-
hver gögn á sunnudaginn, línurit
og fleira, sem sýnir rennslið.“
Nýbakaðir foreldrar hafa annað
að gera
Blaðamenn DV voru sammála
um að ef þeir væru nýbakaðir feð-
ur eða mæður þá hefði fæðingar-
orlofið verið skipulagt með HM til
hliðsjónar. Fáir virðast hafa verið á
þeim buxum.
„Nei, við höfum ekki orðið vör
við neina aukningu,“ segir starfs-
maður Fæðingarorlofssjóðs í sam-
tali við DV. Vitað er að margir hafa
skipulagt sumarfríin sín í takt við
HM en það á greinilega ekki við
um íslenska foreldra.
Á skrifstofu Fæðingarorlofs-
sjóðs á Hvammstanga hafði
spurningin um HM þegar verið
viðruð þegar DV hafði samband
en þar hafði enginn tekið eftir því
að foreldrar væru frekar að fara í
fæðingarorlof í kringum HM en í
venjulegum júnímánuði. Nýbak-
aðir foreldrar hafa líklegast nóg
annað að gera en að fylgjast með
boltanum.
Notar tækifærið til að leyfa sér
Færri komust til Rússlands en
vildu og það virðist hafa þau áhrif
að margir nota tækifærið og kaupa
sér gott sjónvarp. „Tilfinning okkar
er að fólk sé að koma sér upp góð-
um græjum og góðu sæti heima
í stofu,“ segir Auður Jónsdóttir,
markaðsfulltrúi Elko, í samtali við
DV. Er þá sérstaklega um að ræða
stór sjónvörp, 55 til 65 tomma
tæki.
Elko býður einnig upp á afslátt
á heimabíóum þegar sjónvörp eru
keypt og er verslunin með sérstakt
horn þar sem farið er yfir stillingar
á tækjunum til að láta fótboltann
njóta sín sem best, þjónusta sem
sjónvarpseigendur eru duglegir
að nýta sér. „Við höfum alltaf fund-
ið fyrir svona toppum í kringum
stóra viðburði. Þetta hefur alltaf
verið í kringum Eurovision og auð-
vitað EM. Þetta er það sem tíðkast,
fólk notar tækifærið til að leyfa sér.
Það kaupir kannski ekki miða á
HM en splæsir í nýtt sjónvarp.“ n
Kim Larsen
Kim Kardashian
Kim Jong-Un
Kim Basinger
Hitta alla fræga
sem heita Kim
„Ég sá
þetta
allt
fyrir“
Ó
hætt er að segja að erlend-
ir knattspyrnuunnend-
ur trúi ekki eigin augum
þegar kemur að afrekum
íslenska karlalandsliðsins í fót-
bolta. Það sama gildir ekki um
ítalska háskólakennarann Gi-
anguglielmo Lozato sem hef-
ur verið í miklum samskiptum
við blaðamann DV undanfarna
viku. Tilefni þessara samskipta
er myndband frá árinu 2013
þar sem Lozato lýsir því yfir að
íslenska landsliðið sé ógnar-
sterkt og eigi sér bjarta framtíð.
Fullyrðingar Lozato hafa vak-
ið athygli annarra miðla og þar
á meðal hafa tyrkneskir miðlar
fjallað um Lozato í kjölfarið af
slælegu gengi tyrkneska lands-
liðsins gegn okkar mönnum.
Lozato er hógværðin upp-
máluð í spjalli við blaðamann
DV en þess má geta að hann
kom upplýsingum sjálfur á
framfæri við blaðið. „Ég sá þetta
allt fyrir árið 2013,“ segir hann
og vísar í áðurnefnda umfjöll-
un. Hann segir að 4-4 jafntefli
Íslands við Sviss hafi sannfært
hann um gæði íslensku leik-
mannanna og bjarta framtíð
liðsins. Árangurinn hingað til
komi honum því ekki óvart.
Sýn Lozatos er skýr varð-
andi riðlakeppnina sem er
fram undan hjá íslenska liðinu
í Rússlandi. „Staðan verður 0-0
í hálfleik gegn Argentínu en svo
munu Messi og félagar hans
vinna leikinn,“ segir Lozato.
Hann segir að íslenska þjóð-
in þurfi þó ekki að örvænta því
sigrar gætu orðið staðreynd í
hinum tveimur leikjunum. „[Al-
freð] Finnbogason gæti skorað
tvö mörk gegn Nígeríu og [Gylfi]
Sigurðsson skorar gegn Króat-
íu,“ segir Lozato. Eftirlætisleik-
maður hans er þó með sterk
tengsl við Ítalíu. „Það er [Emil]
Hallfreðsson. Hann er stórkost-
legur en vanmetinn leikmaður,“
segir okkar maður.
Höfundur: Konráð Jónsson
Teiknari: Guðfinna Berg
MARKMIÐ BANDARÍKJAFORSETA FYRIR KJÖRTÍMABILIÐ:
Skólplagnir ættu að halda
Kristinn Haukur Guðnason
Ari Brynjólfsson
kristinn@dv.is / ari@dv.is
Áhrif HM á samfélagið