Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Qupperneq 22
22 FÓLK - VIÐTAL 15. júní 2018 F rá því að Páll Gunnar Páls­ son tók við sem forstjóri Samkeppniseftirlitsins í júní 2005 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þá kannski helst eitt stykki efnahagshrun sem olli flóði flók­ inna verkefna fyrir stofnunina sem enn sér ekki fyrir endann á. Á bak við tjöldin er Páll Gunnar einn valdamesti maðurinn í íslensku við­ skiptalífi og nýtur lítillar hylli með­ al stjórnenda þeirra fyrirtækja sem Samkeppniseftirlitið hefur þurft að slá á fingurna á. „Nei. ég er ekki mjög vinsæll og ég væri að gera eitt­ hvað annað ef ég hefði áhyggjur af því,“ segir Páll meðal annars í viðtali við Bjartmar Odd Þey Alexanders­ son, sem settist niður með forstjór­ anum og ræddi við hann um stöðu mála. Þess ber að geta að mynd­ bandsupptaka af viðtalinu verður aðgengileg á DV.is á næstu dögum. Samrunamálin viðamest Hver eru stærstu málin sem Samkeppniseftirlitið er að vinna í? „Samkeppniseftirlitið er að fást við allt sem snýr að samkeppni og aðferðum til að koma á heil­ brigðri samkeppni í íslensku sam­ félagi. Við erum að passa upp á að menn séu ekki að brjóta þess­ ar reglur sem gilda, eins og bann við ólögmætu samráði og mis­ notkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið fylgist með samþjöppun á markaði, við erum að passa upp á að það verði ekki hér samruni sem skaðar hagsmuni almennings, til dæmis hækki verð og svo framvegis. Svo erum við líka að horfa á stjórnvöld og reyna að fá þau til liðs við okkur, því stjórnvöld eru með ýmsum hætti þátttakend­ ur í íslensku atvinnulífi og þurfa að róa í sömu átt. Við erum að tala fyrir samkeppnistækjum og samkeppn­ ishagsmunum inni í stjórnkerfinu,“ segir forstjórinn. Að hans sögn eru samrunamál­ in þau viðamestu hjá stofnuninni og hafa verið það síðustu tvö árin. „Við erum búin að skoða mjög flók­ inn, oft á tíðum, samruna og þá fyrst og fremst af stærri gerðinni á mjög mikilvægum mörkuðum. Við höfum verið að skoða fjölmiðla­ markaðinn, fjarskiptamarkaðinn, dagvörumarkaðinn oftar en einu sinni og eldsneytismarkaðinn. Þarna er ég að telja upp alla mikil­ vægustu markaðina fyrir neytend­ ur og það er mikilvægt að þarna verði ekki einhver slys, sem fela í sér að markaðirnir breytist og neyt­ endur sitji eftir með sárt ennið,“ segir Páll. Getum slökkt ljósin ef við gef- umst upp á að skapa samkeppni En sem neytandi sjálfur, er Ísland nógu stórt fyrir alvöru samkeppni? „Já, alveg klárlega. Ef við gef­ umst upp á þeirri hugsun þá er það sama dag og við ákveðum að fara héðan öll og slökkva ljósin á eftir okkur. Ef lífskjör hér versna vegna þess að það eru bara stórir aðilar með einokun á öllum mörkuðum þá fer fólk einfaldlega í burtu,“ seg­ ir Páll en bætir við að það segi sig sjálft að það sé erfiðara að tryggja heilbrigða samkeppni á litlum markaði. Að hans sögn er rauði þráðurinn í þeim málum sem Samkeppnis­ eftirlitið glímir við samspilið milli stærðarhagkvæmni og heilbrigðr­ ar samkeppni. „Í litlu samfélagi verðum við að hitta á þetta sam­ spil. Stærðarhagkvæmni er góð svo fremi að hún skaði ekki samkeppn­ ina, vegna þess að ef svo fer þá njótum við, sem búum hérna, ekki ábatans af stærðarhagkvæminni. Það er samkeppnin sem tryggir að stærðarhagkvæmin sem við náum „Ég er ekki mjög vinsæll“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, ræðir stöðuna í málaflokknum við DV. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.