Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Qupperneq 28
28 FÓLK - VIÐTAL 15. júní 2018 Á níunda áratugnum voru sí- fellt fleiri að koma út úr skápnum sem samkynhneigðir menn og lentu margir í skelfilegum fordóm- um, upphrópunum og jafnvel of- beldi. En Vignir og Tóti, sem starf- aði í banka, sluppu blessunarlega við það. Það var hins vegar önnur vá sem steðjaði að þeim líkt og svo mörgum samkynhneigðum karl- mönnum á níunda áratugnum, HIV-veiran. Árið 1992 greindist Tóti með HIV. Þetta var fyrir tíma hinna öfl- ugu lyfja sem halda einkennunum niðri og því nánast ígildi dauða- dóms að fá greiningu. Alvarlegur í bragði segir Vignir: „Hann varð mjög veikur og missti tiltölulega snemma alla hreyfigetu. Síðan sjónina. Þetta var rosalega erfitt en allir í kring- um okkur, bæði vinir og fjölskylda, sýndu okkur gríðarlega mikinn stuðning og voru ávallt reiðubúnir að hjálpa. Hann þurfti mikla um- önnun, sérstaklega síðustu dag- ana, og þegar ég þurfti á hvíld að halda komu fjölskyldumeðlimir og leystu mig af.“ Tóta leið svo illa yfir að hafa misst sjónina og vera svo algjör- lega upp á aðra kominn að hann reyndi í tvígang að fyrirfara sér með viskíi og svefntöflum. Í annað skiptið náði Vignir að koma í veg fyrir það en í seinna skiptið var Tóti sofnaður og þurfti að dæla upp úr honum. Tóti var kominn í öng- stræti og sá ekki fram á neina fram- tíð. Aðrir HIV-smitaðir vinir þeirra úr samfélagi samkynhneigðra voru líka að veikjast og deyja. Þetta var eiginlegur faraldur. En Vignir hugsaði hins vegar ekki um fram- tíðina og hvort Tóti mundi deyja. Hann leyfði sér það ekki. Ekki áfall að greinast Þegar Tóti greindist fór Vignir ekki strax og lét prófa sig heldur liðu einhverjir mánuðir þangað til. Þá mánuði hugsaði hann varla um annað en hvort hann væri smitað- ur. Var ekki viss en bjóst alveg eins við því. Hann var mjög leitandi á þessum tíma og leitaði meðal annars í trúarleg rit, bæði kristin og önnur. „Það var mikil hræðsla almennt við HIV og þetta sást til dæmis í dagblöðunum þar sem fyrirsögn- um um alvarleika fársins var sleg- ið upp. Þetta var svolítið rosalegur tími til að upplifa.“ Fannstu fyrir fordómum og hræðslu fólks í kringum ykkur? „Nei, aldrei neinu slíku. Hvorki frá fjölskyldu né vinum okkar. Þau voru vissulega hrædd um okkur, að við myndum veikjast og deyja. En ekki við að smitast af okkur eða sjúkdóminn sjálfan.“ Varstu hræddur um líf þitt? „Nei. Þegar ég loksins fór í pruf- una og fékk að vita að ég væri smit- aður þá var það einhvern veginn ekki áfall eða stórar fréttir. Ég var búinn að hafa svo langan tíma til að velta þessu fyrir mér og undir- búa mig. Alla daga hugsaði ég stanslaust um hvort ég væri smit- aður eða ekki. Eftir að ég greindist breyttist ekki mjög mikið hvað varðaði mína heilsu til að byrja með en seinna meir varð ég mjög veikur.“ Eitt af helstu persónuleika- einkennum Vignis er jafnaðar- geðið og var það rætt í sameigin- legu viðtali hans og Kolbrúnar. Vignir getur aðlagað sig flestum aðstæðum og verið sáttur í að- stæðum sem flestir aðrir yrðu ekki. Sennilega hefur þetta jafnaðar- geð hjálpað honum að takast á við þessa miklu erfiðleika og greiningu. Á þessum tíma stakk faðir Vign- is upp á því að þeir feðgar færu norður í land til að heimsækja systur Vignis og fjölskyldu henn- ar. Þeir stoppuðu margsinnis á leiðinni norður og Vignir hafði þá tilfinningu að faðir hans væri að kveðja hann því á þessum tíma var HIV ígildi dauðadóms. Þeir ræddu það þó ekki heldur keyrðu saman tveir og áttu góða stund. Búinn undir að kveðja jarðlífið Eftir greininguna fór Vignir strax á lyf en þau voru ófullnægjandi. Í október árið 1993 lést Tóti síðan af sínum sjúkdómi en hann og Vignir höfðu þá verið saman í sjö ár. Það var ekki til nein áfallahjálp fyrir fólk til að takast á við slíkan missi og Vignir vissi þá að hann gæti farið sömu leið. Hann sótti samkomur sem kallaðar voru Snæfellsásmótin, sem Guðlaugur og Guðrún Berg- mann í Karnabæ stýrðu. Þeirri reynslu hefur hann lýst áður í við- tali við Rauða borðann, blað HIV- -samtakanna. Á þessum andlegu samkomum gat fólk talað um sín vandamál og á einum fyrirlestri, þar sem kona lýsti makamissi, brotnaði Vignir niður og grét svo mikið að hann kom ekki upp orði. Hann var algerlega bugaður af harmi og var lagður á dýnu af öðr- um fundargestum. Lýsti hann því sem nokkurs konar uppgjöri við þennan mikla missi. Eftir það fór Vignir sjálfur að veikjast alvarlega og lá lengi á spít- ala. Hann hefur verið með psoriasis- húðsjúkdóminn síðan hann var átján ára gamall og HIV-veiran braut niður ónæmið fyrir honum. „Í eitt sinn var ég þrjá mánuði á spítalanum og var næstum búinn að yfirgefa þetta jarðlíf. Ég fékk slæma psoriasis-sýkingu, fékk slæm hitaköst og öll húðin þakin, var eins og hraun. Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna. Ég fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja.“ Í kringum árið 1997 komu hinir nýju HIV-lyfjakokteilar til sögunn- ar sem Vignir lýsir sem kraftaverki. Allt í einu gátu HIV-smitaðir gert ráð fyrir að lifa í lengri tíma, en fram að því höfðu allar slíkar hugs- anir þurft að víkja. Sumir voru búnir að búa sig undir dauðann en aðrir settu öll framtíðarplön einfaldlega á bið. Lyfin gáfu líf en Vignir hefur þó verið óheppinn að því leyti að venjuleg HIV lyf virka illa á hann og þarf hann því á meiri lyfjagjöf að halda en flestir HIV-smitaðir því hans veira er fljótari að mynda ónæmi gagnvart lyfjum en flestra annarra. Auk þess hefur hann þurft að kljást við erfiðar auka- verkanir lyfjanna svo sem bólgur, magaverki, ofsjónir og ranghug- myndir. Um tíma þurfti hann að hafa stóra gashylkjabyssu á sér. Hann hefur verið á lyfjum sem talin hafa verið svo erfið að spít- alinn krafðist þess að hann skrif- aði undir pappíra um að spítalinn bæri ekki ábyrgð á aukaverkunun- um. Eini Ljósálfur landsins Margir kynnu að velta því fyrir sér þessu sérstaka millinafni Vignis, Ljósálfur, en hann er sá eini á Ís- landi sem ber það. Rétt fyrir fimm- tugsafmælið árið 2006 hringdi Karen Áslaug í pabba sinn og sagði að hann yrði að gera eitt- hvað virkilega villt áður en hann yrði settlegur karl. Þá fór hann fyrir mannanafnanefnd og fékk þetta nafn samþykkt. Af hverju Ljósálfur? „Þetta var leyninafn sem ég notaði í veikindum mínum. Ég gat ekki unnið en heldur ekki setið auðum höndum. Þannig að ég safnaði saman lista yfir 25 krakka í fjölskyldunni minni, frá sex upp í tólf ára aldur, og nokkrum full- orðnum manneskjum í bland. Síðan skrifaði ég þeim póstkort í hverri viku með framhaldssögu um regnbogalitina sem fóru að rífast um hver þeirra væri mikil- vægastur. Undir þessi kort skrif- aði ég alltaf Ljósálfur. Ég klippti og teiknaði þessi póstkort og sendi þau á þeim tíma að þau bærust á hverjum mánudegi heilt sumar. Þetta voru alls ellefu kort, eitt um rauða litinn, annað um gula og svo framvegis. Auðvitað end- ar þetta allt vel og allir litirnir hjúfra sig saman í regnboga. Í síð- asta kortinu bauð ég öllum í regn- bogapartí og var líka búinn að panta stæði í Gay Pride-göngunni fyrir þennan hóp. Af hverju þetta tiltekna nafn man ég ekki,“ segir Vignir og brosir breitt. Vignir segir að það hafi heil- mikil umræða skapast um nafnið eftir að þær fréttir bárust að það hafði verið samþykkt af nefndinni. Fyrirsögn DV frá þessum tíma var: „Nú má heita Ljósálfur“. „Í umræðum á Barnalandi voru margir sem gerðu athugasemdir við nafnið og sögðu að nefndar- menn í mannanafnanefnd hlytu að vera á einhverjum lyfjum. Til dæmis hvernig hægt væri að taka einhvern alvarlega sem bæri þetta nafn. Annar sagði að nafnið hent- aði vel á fyrirliða í Gay Pride- -göngu. Í dag er þetta nafn orðið partur af mér og börnunum í skól- anum finnst skemmtilegt að fá að kalla mig þetta.“ Kattavinur Vignir hefur verið með manni sín- um, Marteini Tausen, í meira en tuttugu ár en Marteinn var góð- ur vinur Vignis og Tóta þegar þeir voru saman. Þeir kynntust í raun- inni í gegnum sameiginlegt áhuga- mál sem voru kettir og kattarækt en Vignir og Marteinn halda enn þá ketti. Árið 1997 voru þeir með fyrstu samkynhneigðu pörunum til að fara í staðfesta samvist, sem var undanfari hjúskaparlaganna frá ár- inu 2010. Vignir er enn kennari í Laugarnesskóla og mjög vinsæll meðal krakkanna. Hann er mikill handverksmaður, föndrari og hef- ur meðal annars skreytt búðar- glugga og haldið origami-nám- skeið fyrir krakka. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem hér er lýst er hann ákaflega sáttur við lífið í dag. „Ég er hér enn og er eins sáttur og HIV- -smitaður maður getur verið.“ n Smiðjuvegur 4C 202 Kópavogur Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is hagblikk.isHAGBLIKK Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Brotna ekki Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkrautt Smiðjuvegur 4C • 202 Kópavogur • Sími 587 2202 • hagblikk@hagblikk.is • hagblikk.is Álþakren ur og niðurföll Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt & dökkrautt Brotna ekki HAGBLIKK HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu „Nei. Þegar ég loks- ins fór í prufuna og fékk að vita að ég væri smitaður þá var það ein- hvern veginn ekki áfall eða stórar fréttir. Ég var búinn að hafa svo langan tíma til að velta þessu fyrir mér og undirbúa mig. Alla daga hugsaði ég stanslaust um hvort ég væri smitaður eða ekki. Eftir að ég greindist breyttist ekki mjög mikið hvað varðaði mína heilsu til að byrja með en seinna meir varð ég mjög veikur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.