Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 42
Skagafjörður 15. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Veitingastofan Sólvík fullkomnar góða stund á Hofsósi Þeir sem eiga leið um Skagafjörð í sumar ættu endilega að koma við á Hofsósi, fallegu litlu þorpi, þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfir fjörðinn, Drangey og Þórðarhöfða. Fyrir utan að njóta náttúrufegurðar- innar er gaman að skoða hið einstaka og stórfróðlega Vesturfarasetur og það er líka tilvalið að bregða sér í margrómaða sundlaugina á staðn- um. Það er ekki síður gaman að snæða á Hofsósi, nánar tiltekið á veitinga- staðnum Sólvík. Staðurinn hefur verið í rekstri í aldarfjórðung, meira og minna í höndum Dagmarar Ásdísar. Árið 2016 eignaðist Dagmar Ásdís (Dídí) ásamt sambýlismanni sínum, Ragnari Þór Jónssyni, Sólvík. Síðan þá hefur Ragnar tekið húsið í gegn að utan og er sannkölluð prýði af því eins og myndin ber með sér. „Þetta er myndarhús og það mátti vel við andlitslyftingu,“ segir Dagmar. Fyrir utan huggulegan veitingasal inni í húsinu býður Sólvík líka upp á veitingasvæði utandyra sem er vel þegið á góðviðrisdögum og er þá oft þétt setinn bekkurinn. Meirihluti gesta í Sólvík er erlendir ferðamenn en Íslendingum fjölgar er líður á sumarið. „Þetta eru hvort tveggja ferðamenn sem gista í plássinu, ýmist á gistiheimilum eða á tjaldsvæðinu, og aðrir sem eiga leið um. Margir sem hingað koma eru á leiðinni til Siglufjarðar og má því með sanni segja að við höfum notið góðs af allri uppbyggingunni þar,“ segir Dídí. Á hverjum einasta morgni bakar Dídí fullan disk af pönnukökum sem fylla húsið af unaðslegri angan. Þó að pönnukökurnar standi vissulega fyrir sínu þá eru vinsælustu réttirnir á matseðlinum í Sólvík skagfirskt fjalla- lamb og spriklandi ferskur þorskur. Óhætt er að segja að úrvalið sé fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sumaropnun hefur nú tekið gildi í Sólvík og er opið frá 10 á morgnana til 22 á kvöldin. „Við erum ekki hörð á lokunartímanum og höfum bara opið lengur ef gestir eru á staðnum sem sýna ekki á sér fararsnið,“ segir Dídí. Nánari upplýsingar á Facebook- -síðunni Veitingastofan Sólvík. SYÐRA-SKÖRÐUGIL: Lítið fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu, hestaleigu og hestaferðir Í hjarta Skagafjarðar reka þau hjónin Elvar Einarsson og Fjóla Viktors-dóttir hestatengda ferðaþjónustu á bænum Syðra-Skörðugili. „Hestaleigan er bara opin á sumrin hjá okkur, en gistingin allt árið,“ segir Elvar Einarsson. „Á veturna höfum við hins vegar opið fyrir minni hópa í kennslu og reiðtúra sem bókað er fyrirfram í. Við eigum mikið af góðum hestum sem nýtast bæði fyrir byrj- endur og lengra komna, en allt að 18 manns geta farið á bak í einu.“ Boðið er upp á nokkrar tegundir af styttri ferðum í hestaleigunni, sem dæmi Forsetahringinn en það er stutt ferð hér í kringum bæinn sem við fórum með Guðna forseta og fjölskyldu fyrir nokkrum árum, sú ferð tekur bara 45 mínútur og er fín fyrir byrjendur. Einnig er hægt að bóka 12 og þriggja klukkustunda ferðir. Einnig er boðið upp á dagsferðir. „Við gerum bara það sem fólk langar til að gera. Sem dæmi má taka að ef ég er með 20 manna hóp þar sem allir eru byrjendur þá fer ég með þá Forseta- hringinn sem tekur um eina klukku- stund á feti.“ Það fer vel um alla í Ömmubæ Afi og amma Elvars byggðu upphaf- lega húsið sem nú er gistihús í húsinu og síðan bjuggu Elvar og hans fjöl- skylda þar í nokkur ár. „Síðan byggði ég nýtt hús og þá bjó vinnufólkið okk- ar í gamla húsinu. Húsið var orðið svo illa farið að það var annaðhvort að rífa það eða gera það upp. Við tókum ákvörðun um að gera það alveg upp. Tókum gólf, veggi og endurskipulögð- um.“ Ákveðið var að leigja húsið út til að framkvæmdin myndi borga sig. Í húsinu eru fimm herbergi, eitt þriggja manna, tvö fjögurra manna og tvö tveggja manna og geta alls 15 manns sofið í húsinu. Þar er einnig heitur pottur sem er vinsæll og mikið notað- ur og flott útsýni yfir fjörðinn. „Þetta er fjórða árið okkar í ferða- þjónustunni,“ segir Elvar, en bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn koma að Syðra-Skörðugili, þó að meira sé af erlendum ferðamönnum yfir sumartímann. „Við erum með gistinguna í boði á booking. com og flestar bókarnir koma í gegnum þá síðu. Síðan eru margir að koma aftur sem hafa verið áður,“ segir Elvar. Sé booking.com skoðuð má sjá að um- mæli viðskiptavina eru góð. Á sumrin er einnig boðið upp á lengri hestaferðir , 5–6 daga, þar sem farið er í Merkigil og fleiri staði og fjórar ferðir eru fram undan í sumar. „Einnig fáum við til okkar skólahópa í maí til að fylgjast með sauðburði og fara á hestbak og það hefur verið mjög vinsælt,“ segir Elvar, sem er reiðkennari og tamningamaður líka, en hann var að sýna á kynbótasýn- ingu fyrir helgi fjögur hross sem fengu öll fyrstu verðlaun. Syðra-Skörðugil er í Varmahlíð, síminn er 893-8140 og netfangið er info@sydraskordugil.is. Heimasíða: sydraskordugil.is. Facebooksíða: Syðra-Skörðugil – horseback riding.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.