Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 50
50 MENNING 15. júní 2018 S. 565 2217 - pappir@pappir.is - Kaplahraun 20 - 220 Hanarfjörður Breyttu úr plasti yfir í pappír Er fyrirtækið þitt umhverfisvænt ? Eigum allar stærðir á lager I ngibjörg Elsa Björnsdóttir hefur undanfarin ár ver- ið viðloðandi bók- menntalífið með smásagnabirting- um og þýðingum úr rússnesku, til dæm- is á dæmisögum Tol- stojs. Ingibjörg stund- ar núna doktorsnám í þýðingarfræðum. Fyrir nokkrum mánuðum sendi Ingibjörg frá sér smá- sagnasafnið Smásögur að hand- an. Það er alltaf gaman þegar smásögur í safni hafa sameigin- legt þema, meðal annars vegna þess að það gefur bókunum heildarsvip. Eins og titillinn gefur til kynna kemur hér framhalds- líf til við sögu en einnig er með margvíslegum öðrum hætti leik- ið sér með samspil raunheims og handanheims. Í sumum sögun- um skín í gegn þekking á sagn- fræði og lista- og bókmennta- sögu, sem og áhugi höfundar á ýmsum málefnum, allt frá dul- speki til náttúruverndar. Besta saga bókarinnar heitir Húsið í eilífðinni, ljómandi skýr og falleg saga með einfaldri og beinskeyttri hugmynd. Stíllinn á þeirri sögu er í senn einfaldur og ljóðrænn. Saga um Drakúla greifa sem dúkkar upp í reykvísk- um tíma og harmræn örlög hans er einnig vel hugsuð og frumleg. Því miður tekst ekki alltaf svona vel til. Sumar sögurnar hafa til að bera hugmyndir sem gam- an er að velta fyrir sér að loknum lestri þeirra en lesturinn sjálfur er ekki eins ánægjulegur. Eitt dæmi er sagan Bókasafnarinn þar sem tekist er á við þá heillandi hug- mynd að bækur sem hafa glat- ast, til dæmis í bruna, eigi sér til- vist engu að síður. Í sömu sögu gref- ur bókasafnarinn völundarhús und- ir Grímsstaðar- holtið í Vestur- bænum og útbýr þar hið ógnarstóra safn hinna glötuðu bóka. Nú er það svo að í raunveruleik- anum kæmist enginn upp með slíkar aðgerðir en í fantasíunni er allt leyfilegt. En þegar blaðamenn taka að forvitnast um neðan- jarðarbókasafnið er hugmyndin komin út í vitleysu. Í raunheimi fara blaðamenn ekki að spyrja um risastórt neðanjarðarbóka- safn undir Grímsstaðarholtinu vegna þess að slík framkvæmd gæti aldrei orðið, hún yrði stöðv- uð í fæðingu. Víða ber á slíkum árekstrum fantasíu og raunsæis. Það er ekk- ert að því að fara með handan- heim inn í raunheiminn en að taka um leið skynsemina úr raun- heiminum óháð handanheim- inum er barnaskapur sem spillir mjög lestraránægjunni og kem- ur í veg fyrir að lesandinn gangist fantasíunni á hönd. Annað dæmi um þetta er fyrsta saga bókarinn- ar, Morðsaga að handan, saga um baráttu myrtrar konu fyrir réttlæti (góð hugmynd!). Rann- sóknarlögreglumaðurinn í þeirri sögu er fyrrverandi ljóðskáld en af því að ljóðin hans seldust svo illa þá ákvað hann bara að vippa sér í lögregluna og verða rann- sóknarlögreglumaður! Eins og það sé ekkert mál, eins og rann- sóknarlögreglustarf sé bara auð- veld leið út úr því öngstræti að ná ekki frama sem ljóðskáld. Ein sagan greinir frá rosk- inni konu hverrar börn telja vera komna með Alzheimer og vilja koma henni á hjúkrunarheim- ili, að sögn söguraddarinnar eingöngu til þess að komast yfir arfinn. Nú er ég ekki löglærður maður en síðast þegar ég vissi tæmist erfingjum arfur við að sá er þeir erfa deyr, ekki við það að viðkomandi fari á hjúkr- unarheimili! Í um margt áhugaverðri sögu sem ber heitið Dagurinn með Leonardo gengur snillingurinn Leonardo Da Vinci aftur í nútím- anum og vingast við 12 ára stelpu á Selfossi með Asperger. Da Vinci segir stúlkunni meðal annars frá sögu eftir Oscar Wilde en sá mað- ur var ekki uppi fyrr en nokkrum öldum á eftir Da Vinci. Þessi furðulega markleysa sem birtist víða á síðum bókarinnar gefur sögunum næfan (naív) blæ sem stingur í stúf við það yfir- bragð þekkingar og hámenningar sem annars er á sögunum. Alla orku þarf að beisla og líka hugmyndaflugið. Skynsemin hefði mátt beisla hugmyndaflug- ið betur við ritun þessara smá- sagna. Í bókinni er þó að finna góðar sögur og góða söguhluta. Bókin er falleg í útliti og kápa smekklega hönnuð. Þetta fram- tak er dæmi um fjölbreytnina í ís- lenskri bókaútgáfu sem er í mót- sögn við minnkandi bóklestur og bóksölu. n Handanheimur mætir raunheimi Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Smásögur að handan Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Útgefandi: Lafleur 112 bls. O ft veit maður ekki hversu dýrmætt fyrirbæri lífið er fyrr en móðir náttúra ákveður að láta til sín taka í stórri sveiflu. Í hamfarasögunni Adrift er rekin sönn lífsreynslusaga Tami Oldham Ashcraft og unnusta hennar. Árið er 1983 og halda þau saman í skútusiglinu frá Tahíti til San Diego en á miðri leið lenda þau í fjórða stigs fellibyl og fer allt í rúst. Þegar Tami vaknar er bát- urinn ónýtur, maðurinn horfinn og litlar líkur á björgun. Þá verður Tami að nota eðlishvötina, vonina, mátt minninganna og grjótharðan baráttuvilja til að hafa sigur þrátt fyrir dvínandi lífslíkur á sjó. Það er aldrei sjálfsagt mál að stórbrotin raunasaga verði áreynslulaust að stórbrotinni kvikmynd og þar siglir Adrift ein- hvers staðar á milli bitlausrar, rómantískrar vasaklútamynd- ar og meiriháttar sterkrar ófara- sögu. Stundum er jafnvel eins og aðstandendur séu ekki alveg viss- ir um hvorn fótinn á að stíga í, því myndin gengur ekki upp sem hvort tveggja. Hún er í flesta staði vönduð á yfirborðinu (og sérstakt hrós til förðunardeildar og kvik- myndatökuliðs) þó grunn sé og skilur álíka mikið eftir sig og síð- degissápa á blautum sunnudegi. Ólínulegur strúktúr spillir fyrir Adrift er fyrst og fremst frábært sýni- dæmi um leikgetu ungu leikkon- unnar Shailene Woodley. Það er nánast ómögulegt fyrir áhorfand- ann að finnast hana ekki trúverðug í krefjandi aðalhlutverkinu og henn- ar baráttu. Þau Sam Claflin ná vel saman en verða í sameiningu fyrir bölvun stirðra samtala, yfirleitt í at- riðum með kraft að markmiði sem enda í melódramatík. Meira geisp heldur en gasp, því miður. Hand- ritið minnir reglulega á það hvað Woodley og Claflin elska hvort ann- að og eru ástfangin, en myndin skautar svolítið yfir dýptina í sam- bandinu þeirra. Oft skrifast þetta á ólínulegan strúktúr myndarinnar. Myndin fær svo sannarlega prik fyrir að segja stóran hluta sögunnar í tættum endurlitum, en heildin græðir lítið á dýnamískum strúktúr þegar hann hefur áhrif á dramabyggingu og er mestmegnis notaður í þágu stórrar sögufléttu. Stundum eru skiptingar milli sena truflandi og eru kostir og gallar við að nota fellibylinn aftar lega í sögunni. Oft er líka meira sagt upphátt en þörf er á og gengur stóra fléttan ekki alveg upp eða hvernig spilað er með hana. Kjarnakona í blíðu og stríðu Adrift er tólfta kvikmynd Baltasars í fullri lengd og fylgir henni ögn meiri áhersla á blíðu og von en hefur yfirleitt örlað fyrir í kvik- myndum Baltasars. Leikstjórinn nær hins vegar að græja eins mik- inn náttúrulegan blæ og hann get- ur. Þegar leikstjórar kippa með sér færasta kvikmyndatökumanni heims (sem sagt Robert Richard- son – sem unnið hefur reglu- lega með Scorsese, Stone og Tar- antino) er lítill séns á týpískum Hollywood-glansi yfir áferðinni. Að mati undirritaðrar hefur Claflin í raun og veru meiri skjá- tíma en þurfti, enda bestu senurn- ar oftast þær sem sýna Woodley algjörlega berskjaldaða gegn nátt- úrunni og þróun hennar, drífanda og áskoranir. Adrift segir í rauninni og gerir fátt betur en var ekki miklu betur tæklað í til dæmis háskamyndun- um All is Lost eða Life of Pi jafnvel á vissan hátt. Annars er alveg skiljan- legt að margir sjái þessa mynd sem „Cast Away fyrir Fault in Our Stars eða Titanic-kynslóðina.“ Þá væri vissulega Sam Claflin blakboltinn í þessu tilfelli, en hann nær ómögu- lega sama sjarma og Wilson heitinn gerði á sínum tíma. n Adrift hvorki sekkur né siglir: Þrautseigja og geispi með golunni Tómas Valgeirsson tomas@dv.is NÝTT Í BÍÓ Adrift Leikstjóri: Baltasar Kormákur Framleiðendur: Shailene Woodley Handrit: Aaron Kandell, Jordan Kandell, David Branson Smith Kvikmyndataka: Robert Richardson Aðalhlutverk: Shailene Woodley, Sam Claflin Í stuttu máli: Shailene Woodley kemur vel út í mynd sem auðvelt er að dást að en erfiðara að sogast að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.