Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Page 65

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Page 65
15. júní 2018 FRÉTTIR - EYJAN 65 E f eitrað verður fyrir Vladi­ mir Kara­Murza í þriðja sinn verður ekki hægt að bjarga honum. Þetta segja læknar honum. Þriðja eitrunin mun ein­ faldlega drepa hann. Hann lifði naumlega af tvær morðtilraunir þar sem eitrað var fyrir honum. Lækn­ ar segja að líkurnar á að lifa af hafi aðeins verið fimm prósent í hvort sinn. Síðast var eitrað fyrir honum í febrúar á síðasta ári en þá voru liðin tvö ár frá fyrri morðtilrauninni. Nokkrum mánuðum fyrir fyrri morðtilraunina var vinur hans og viðskiptafélagi, Boris Nemtsov, skotinn til bana á götu úti nærri Kreml í Moskvu. Murzas komst til meðvitundar eftir fyrri morðtil­ raunina nokkrum vikum eftir að honum var byrlað eitur. Læknar vita ekki hvaða eitur var notað en eru ekki í vafa um að eitrað var fyr­ ir honum. Í síðara skiptið voru ein­ kennin þau sömu, líktust hjarta­ áfalli en Murza vissi að hann væri ekki að fá hjartaáfall. Honum var haldið sofandi í tvær vikur. Þegar hann vaknaði yfirgaf hann Rúss­ land ásamt fjölskyldu sinni. Murza er ekki í neinum vafa um hverjir stóðu á bak við morð­ tilræðin. Sterk öfl meðal rússnesku elítunnar vilja gjarnan losna við hann á sama hátt og margir póli­ tískir andstæðingar þeirra og gagn­ rýnendur hafa dáið. Murza veit einnig vel af hverju hann er svona óvinsæll hjá elítunni. Hann er einn af helstu talsmönnum hinna svokölluðu Magnitskij­laga sem falla ekki vel í kramið hjá elítunni. Magnitskij­lögin beinast gegn valdamestu mönnum Rússlands og hitta á þann stað sem þá svíður mest, veskið og möguleikann á að ferðast út fyrir Rússland. Bandarík­ in tóku fyrst ríkja slík lög upp en það var 2012 eftir að rússneskur lögmað­ ur lést í fangelsi á meðan hann beið réttarhalda. Lögmaðurinn, Sergej Magnitskij, hafði skömmu áður komið upp um umfangsmikil skatt­ svik og spillingu meðal rússneskra ráðamanna og yfirvalda. En afhjúp­ un hans leiddi ekki til rannsókna á málunum heldur var Magnitskij sakaður um skattsvik. Nokkrum dögum áður en hann átti að mæta fyrir dómara fannst ungi lögmaður­ inn látinn í fangaklefa sínum. Sam­ kvæmt skýrslum lést hann af völd­ um hjartastopps og blóðeitrunar af völdum lifrarbólgu sem hann smitaðist af í fangelsinu. Niður­ staða rannsóknar rússneska mann­ réttindaráðsins var að hann hefði verið pyntaður og beittur miklu of­ beldi áður en hann lést. Þetta varð til að Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, innleiddi hin svokölluðu Magnitskij­lög í desem­ ber 2012. Lögin náðu þá til 18 Rússa. Rússar svöruðu þessu með refsiaðgerðum gegn nafngreind­ um bandarískum ríkisborgurum og lokuðu á ættleiðingar frá Rúss­ landi til Bandaríkjanna. Einnig var dómur kveðinn upp yfir hinum látna lögmanni og hann sakfelldur fyrir skattsvik. Fleiri ríki hafa innleitt útgáfur af Magnitskij-lögunum Fram að þessu hafa Kanada, Bret­ land, Eistland, Lettland og Lit­ háen innleitt sínar eigin útgáfur af Magnitskij­lögunum. Breska lög­ gjöfin er sérstaklega áhrifamikil að mati Muzar þar sem Lundúnir hafa lengi verið uppáhaldsstaður þeirra skúrka sem olígarkar eru að hans sögn. Bresk stjórnvöld inn­ leiddu lögin þó ekki fyrr en nú í maí í kjölfar erfiðra samskipta þeirra við Rússa eftir að eitrað var fyrir Skripal­feðginunum fyrr á árinu. Bretar hafa lengst af lokað augunum fyrir umsvifum Rússa í Lundúnum enda hafa rússnesku auðmennirnir komið með mikið fjármagn til borgarinnar. Rússar hafa gagnrýnt lögin og segja þau vera dóm, sem kveðinn er upp án réttarhalda, yfir rúss­ neskum ríkisborgurum fyrir meint afbrot sem voru framin í Rússlandi. Murza segir að eins og staðan sé í dag sé eina leiðin sem fær er að Vesturlönd beiti þeim refsiaðgerð­ um gegn Rússlandi sem Magnit­ skij­lögin eru. Ekki sé hægt að láta alvöru réttarhöld fara fram í Rúss­ landi eins og staðan sé þar í dag. „Refsingin fyrir pyntingar, morð, ólöglegar handtökur og umfangsmikla spillingu eiga ekki að vera aflýst sumarfrí eða að inni­ stæður á breskum bankareikning­ um séu frystar. Það eiga að vera alvöru réttarhöld hjá alvöru dóm­ stól.“ Bandaríkjamaðurinn Bill Browder hefur einnig unnið ötul­ lega að því að fá fleiri ríki til að samþykkja Magnitskij­lög en það var Browder sem réð Sergej Magn­ itskij á sínum tíma til að rann­ saka skattsvik, rannsókn sem varð honum að bana. Browder segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé einn reiðasti og illgjarnasti ein­ ræðisherra heims, þjóðarleiðtogi sem hefji stríð, eitri fyrir óvinum sínum, svindli á ólympíuleikunum og blandi sér í kosningar í öðrum ríkjum. „Hann er ógn við heiminn og hann hefur aðeins áhuga á einu: Peningunum sínum. Hann á mikið af peningum og þá peninga geym­ ir hann á Vesturlöndum. Hann vill ekki að þessi lög ógni peningun­ um hans.“ Segir Browder. Hann segir einnig að það sýni hinn mikla siðferðisskort sem hrjáir Pútín að þegar Banda­ ríkin innleiddu Magnitskij­lög­ in hafi Pútín bannað ættleiðingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. Það sýni innræti hans að svarið við refsiaðgerðum gegn glæpamönn­ um, spilltum embættismönnum og mönnum sem brjóta mannréttindi sé að banna ættleiðingar. Eitthvað sem bitnar á börnum. Það er einmitt af því að Magn­ itskij­lögin koma illa við pyngju rússnesku elítunnar sem þau eru sterkasta vopnið gegn henni að mati Browder. Rússar eru ósáttir við Browder og hafa margoft reynt að láta hand­ taka hann og fa hann framseldan til Rússlands. n Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Refsingin fyrir morð á að vera meira en bara aflýst frí n Kara-Murza hefur lifað af tvær morðtilraunir með eitri n Mun ekki lifa þá þriðju af Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Vladimir Kara-Murza á sjúkrahúsi eftir morðtilræði. Bill Browder, óvinur Pútíns númer 1.„Murza er ekki í neinum vafa um hverjir stóðu á bak við morðtilræðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.