Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 66
66 FÓLK 15. júní 2018 Fregnir af fræga fólkinu Jói G. leikur í sænskum spennuþáttum Fyrir viku var spennuþátta­ röðin Rig 45 frumsýnd á Viaplay í Svíþjóð. Leikar­ inn Jóhann G. Jóhannsson fer með hlutverk í þáttun­ um og var í nokkra mánuði í Dublin við tökur í fyrra. Þættirnir gerast á olíu­ borpalli í Norðursjó þar sem slys verður tveimur dög­ um fyrir jól. Olíufyrirtækið sendir Andreu, sem leikin er af Catherine Walker (Ver­ sailles, Critical) til að kanna atvikið, áhöfnin um borð er ósamvinnufús og þegar hvirfilbylur skellur á og þau verða sambandslaus við umheiminn komast þau að því að morðingi er um borð. Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Gary Lewis (Outlander, Gangs of New York), Lisa Henni (Easy Mo­ ney, Fallet) og Søren Malling (A Hijacking, A Royal Affair). Þættirnir eru sex talsins og fyrstu dómar lofa góðu, en horfa má á þættina á Viaplay. „Var hluti af dásamlegum hópi. Í frábærum leikarask­ ara með flottan leikstjóra og solid handrit. Fólk fer að deyja en hver er morðinginn. Agatha Christie mætir Alien,“ segir Jói um þættina. Fjölgun hjá Garðari – Fimma í hús Garðar Gunnlaugsson knattspyrnu kappi eignaðist nýlega sitt fimmta barn, með kærustunni Fanneyju Söndru Albertsdóttur. Myndarlegur drengur kom í heim­ inn þann 1. júní síðastliðinn og er hann fyrsta barn Fanneyjar, en það fimmta hjá Garðari, sem á fyrir þrjá syni og eina dóttur. Þau eru aldrinum 2–16 ára. 15 ára aldursmunur er á hinum nýbökuðu foreldrum, Fanney er nýorðin tvítug, en Garðar er 35 ára. Til gamans má geta þess að Fanney, sem var valin Miss Talent Iceland í Ungfrú Ísland árið 2017, er elsta dóttir Sigrúnar Elisabethar og Al­ berts, sem eiga 10 börn saman, fyrir átti Albert þrjú börn. Gæti því barnahópurinn hjá Garðari og Fanneyju stækkað enn frekar. Fjórða kynslóð á fjalirnar Hlynur Þorsteinsson útskrifaðist þann 9. júní síðastliðinn sem leikari frá Listaháskóla Íslands. Það skemmtilega við þá útskrift er að hann er fjórða kynslóð sinnar fjölskyldu til að stíga á fjalirnar. Faðir hans, Þor­ steinn Guðmundsson, og móðir hans, Helga Stephensen, eru bæði leik­ arar, sem og faðir Helgu, Þorsteinn Ö. Stephensen, sem lést árið 1991. Fékk frábæra gjöf frá goðinu Söngvarinn Raggi Bjarna hefur fylgt þjóðinni í fjölda ára og er einn af okkar ástsælustu söngvurum. Raggi á fjölmarga aðdáendur á öllum aldri og einn sá dyggasti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúns­ skóla, sem haldið hefur upp á Ragga frá barnæsku. Það voru því hæg heimatökin fyrir Sigurborgu Geirdal, eiginkonu Valdimars, að velja gjöf í tilefni af eins árs brúðkaupsafmæli þeirra: myndir af þeim fé­ lögum og bréf frá Ragga. Í bréfinu skrifar hann meðal annars: „Valdi­ mar minn, takk fyrir alla vináttuna í gegnum árin. Það var mjög gott að vita alltaf af þér með mér. Þinn vinur, Raggi Bjarna. Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir GDPR? Skoðaðu málið á Dattacalabs.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.