Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Qupperneq 69

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Qupperneq 69
FÓLK 6915. júní 2018 R ithöfundurinn og leik- skáldið Lilja Sigurðardóttir fékk Grímuverðlaunin árið 2014 fyrir leikrit ársins, Stóru börnin. Árið 2009 sendi hún frá sér fyrstu bók sína, Spor, sem fékk góðar viðtökur hér heima. Þríleikur hennar um Sonju, ein- stæða móður sem stundar eit- urlyfjasmygl, hlaut góðar við- tökur hér heima og vakti áhuga erlendra útgefenda. Í ár er fyrsta bók þríleiksins, Gildran, tilnefnd til virtustu glæpasagnaverðlauna heims, Gullna rýtingsins. Og í gær, fimmtudaginn 14. júní, fékk Lilja Blóðdropann, íslensku glæpa- sagnaverðlaunin fyrir Búrið, loka- bókina í þríleiknum. En hvaða bækur ætli séu í uppá- haldi hjá Lilju? Hvaða barnabók er í eftirlæti? „Það er svo svaðalega erfitt að velja á milli barnabóka þar sem það er svo margar góðar sög- ur greyptar í barnsminnið. Ég var sjúk í bækur Enid Blyton, sem mamma átti í kassavís, og þó að þær væru þegar orðnar mjög gam- aldags þegar ég las þær þá fannst mér heillandi að lesa um börn sem leystu ráðgátur og komu upp um illmenni. Trúlega kemur dá- læti mitt á glæpasögum þaðan. En ef ég ætti að velja eina uppá- haldsbarnabók þá verður það að vera eitthvað eftir Guðrúnu Helga- dóttur. Skjótum bara á Jón Odd og Jón Bjarna. Þar er allt sem prýð- ir góða sögu, drama, húmor og spenna.“ Hvaða bók er uppáhalds? „Það er auðvitað bók bókanna: Snorra Edda. Það er bók sem sem ég leita aftur og aftur í, sérstak- lega Gylfaginninguna. Ég hef verið heilluð af norrænni goðafræði frá unga aldri og það er einhvern veg- inn orðinn hluti af mér eins og svo mörgum Íslendingum. Sögurn- ar af gömlu goðunum okkar eru stór hluti af íslenskri menningu og tungumálinu fyrir utan hvað þær eru skemmtilegar, dramatískar og fyndnar.“ Hvaða bók mundirðu mæla með fyrir aðra? „Ég myndi mæla með glæpa- sögum fyrir þá sem ekki hafa próf- að þær. Það er mjög algengt að ég hitti fólk sem segist ekki lesa glæpasögur og oft er sú ákvörðun tekin á grunni einhvers konar misskilnings. Glæpasagan á svo marga undirflokka og gerðir að all- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis má nefna ráð- gátusögur, kósí-glæpó, hasarbæk- ur, spennusögur og svo má lengi telja. Norræna glæpasagan er fræg fyrir að spegla ýmis samfélagsleg mál svo að hún getur gefið mikil- væga sýn en síðan er það bara al- veg sérstök ánægja sem fylgir því að lesa glæpasögur, sem er öðru- vísi en ánægja sem fylgir annars konar lestri.“ Hvaða bók hefurðu lesið oftast? „Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er trúlega sú bók sem ég hef lesið oftast. Ég las hana fyrst sem unglingur þegar ég bjó er- lendis og ég fylltist ást á öllu ís- lensku við lesturinn. Samúðin með forfeðrunum og formæðrun- um sem lifðu af í þessu landi við harðindin og svo sýnin á samfé- lagið okkar og íslensku þjóðarsál- ina. Ég sé alltaf eitthvað nýtt þegar ég les þetta magnaða verk.“ Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig? „Ég verð að segja að sú bók sem hefur raunverulega breytt lífi mínu er Gildran eftir sjálfa mig! Velgengnin sem hún hefur not- ið á erlendri grundu hefur gert það að verkum að ég hef svo til búið í ferðatösku undanfarið árið á kynningarferðalögum með bók- ina. Íslenskar glæpasögur njóta mikilla vinsælda víða um heim og þar hafa Yrsa og Arnaldur aldeilis rutt brautina fyrir okkur hin. Nú er svo komið að við Íslendingar eig- um þónokkra höfunda sem eru vel á pari við það besta sem gerist í út- löndum og það er hreint ævintýri að taka þátt í þessari útrás.“ Hvaða bók bíður þín næst til lestrar? „Ég er að byrja á mjög vel skrif- aðri bók eftir írskan glæpasögu- höfund, Catherine Ryan Howard, sem heitir Distress Signals. Þetta er fyrsta bók höfundarins og er al- deilis mögnuð bók.“ Hverjum líkist þú mest? Setninguna „þú ert eins og snýttur úr nösinni á pabba þínum“ hef ég heyrt nokkuð oft um ævina þannig að er ekki best að segja Noah Wyle (John Carter í E.R.) Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Það halda mjög margir að ég sé hrokafullur, leiðinlegur og merkilegur með mig. Ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti sem sagt hefur verið við mig „ég hélt að þú værir algjör fáviti“ þá ætti ég sirka 180 krónur í dag aukalega. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Ég er ótrúlega góður í að reima skó. Ég tel mig vera betri en allir aðrir í að reima skó. Svo er ég geggjaður í að dreyma. Mig dreymir betur en aðrir. Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Væri það ekki bara Costco. Þar fengi ég mest fyrir peninginn. Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? „Allt í plati, ég er ekki hérna!! Ég var brenndur.“ Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Líklegast Rocky III. Sá hana svona 1.200 sinnum þegar pabbi sýndi hana í Tónabíói í gamla daga. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Buffalo-skór, vasadiskó og smellubuxur (sem þú gast rifið af þér). Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Sam- antektarmyndböndum af fólki sem lendir í óhappi (fail-myndbönd). Ég fer beina leið til helvítis fyrir þetta svar. Já, og fyndnum dýramyndböndum!! Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það? Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu. Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest? Að segja eitt en meina annað. Segðu bara það sem þú meinar. Tölum saman. Hvaða áhugamál mundirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði? Sving- -partí? Sérstaklega ef mér væri ekki boðið með. Á hvern öskraðirðu síðast? Ég er bara mjög lítið fyrir það að öskra. Það er ekki samskiptamáti sem ég tem mér. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Vargurinn á Snappinu. Finnst eins og ég sé náskyldur honum. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Hljóðið í fólki sem kvartar endalaust yfir þessu og hinu. Þoli það hljóð ekki. Já, og hljóðið í þurrkaranum mínum, þarf að láta laga hann. Hver er mest kynæsandi teiknimynda- persónan? Ööööööö, ætli það sé ekki Jessica Rabbit (Who framed Roger Rabbit?). Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Muse í Höllinni og Foo Fighters á Solstice. Hver er fyndnasta „pick-up“ línan sem þú hefur heyrt? Ég man svo fáar „pick-up“ línur en það var ein sem mér fannst fyndin og það var held ég bara út af aðstæðum og árstíma. Strákur segir við stelpu „viltu senda mér mynd af þér, ætla að setja hana út í glugga svo sveinki viti hvað ég vil fá í jólagjöf.“ Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? Veistu af hverju heita vatnið heitir heita vatnið? Nú, eitthvað verður það að heita vatnið! Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér? Að hundategundin Golden Red River héti í alvörunni „Golden Retriever.“ (NB ég var 11 ára) Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Stelpurnar mínar tvær eru mitt stærsta afrek, líkamlegt og andlegt. Ekkert annað í mínu lífi stenst samanburð. Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir? Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Það væri samt fyndið að sjá einhvern mölvaðan í pílu. Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna? Hún er villt og segir: „Fyrirgefðu, en ég á að vera á línudansnám- skeiði. Er ég í Mjóddinni?“ Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Að finna hamingjuna alveg sama í hvaða formi hún er. Finndu það sem veitir þér ham- ingju og njóttu þess svo þegar það gerist. Taktu höggunum sem lífið gefur þér, dragðu lærdóm af þeim og haltu áfram. Mundu svo eftir að hafa sjálfstraust, það hefur enginn annar sjálfstraust fyrir þig. Útvarpsmaðurinn og markaðsfulltrúinn Heiðar Austmann er á meðal reyndustu útvarpsmanna landsins, en hann hefur verið í útvarpi í 20 ár. Í dag tekur hann síðustu vaktina virka daga á K100 frá kl. 18–22. Heiðar sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“ HIN HLIÐIN Bókin á náttborði Róberts „Ég er með þó nokkrar bækur á náttborðinu sem bíða þess að vera byrjað á eða kláraðar. Þar á meðal er hin umdeilda bók Fire and Fury Inside Trump’s White House. Þetta er ekki beint skemmtilestur, en gefur ágæta innsýn í firringuna í kringum Bandaríkjaforseta. Önnur bók sem ég er að lesa er Heiðra skal ég dætur mínar eftir Lene Wold sem er blaðamaður. Hún varði löngum tíma í Jórdaníu og ræddi við föður sem reyndi að endurheimta heiður fjölskyldunnar með því að drepa móður sína og aðra af tveimur dætrum sínum. Enginn skemmtilestur þar á ferð heldur. Skemmtilesturinn er Rangstæð- ur í Reykjavík eftir Gunnar Helgason, sem ég les fyrir krakkana mína fyrir háttinn.“ Lilja Sigurðardóttir: „Það er sérstök ánægja sem fylgir því að lesa glæpasögur“ Hvað segir eiginkonan? „Jói er frábær dansfélagi í gegnum lífið“ L eikarinn, leikstjórinn og handritshöfundur- inn Jóhann G. Jóhanns- son hefur leikið jafnt á sviði, sem í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Á meðal nýj- ustu verka hans eru Rig45, Víti í Vestmannaeyjum og Icelandic Sagas – The Greatest Hits, sem sýnd er í Hörpu. DV heyrði í eiginkonu Jóa, Guðrúnu Kaldal, fram- kvæmdastjóra frístundamið- stöðvarinnar Tjarnarinnar í Reykjavík og spurði: Hvað segir eiginkonan um mann sinn? „Jói minn er einstaklega gef- andi og góð manneskja fyrir utan hvað hann er sætur. Jói er sérlega skemmtilegur og alltaf stutt í glens og grín og hann er oft með heilu leikþættina fyrir mig um hin hversdagslegustu málefni. Hann er frábær pabbi sem fylgir strákunum sínum vel eftir, styður þá og styrkir í lífsins ólgusjó. Við erum búin að vera saman í 22 ár og á þeim tíma búin að ferðast víða með strákunum okkar, Jóa og Krumma Kaldal. Jói skipulegg- ur alls konar ævintýri fyrir okk- ur og er frábær fararstjóri, víð- lesinn og fróður um heiminn. Jói er sérlega góður kokkur og mjög flinkur að velja góða þætti á Netflix. Hann er besti jógafé- laginn minn og frábær dansfé- lagi í gegnum lífið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.