Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 8

Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 8
Alþingi er komið í jólafrí en þingfundum var frestað í gær. Hefur Alþingi ekki lokið störfum svo snemma fyrir jól síðan 2007. Kemur þingið aftur saman til funda í nefndum 15. janúar en fyrsti þingfundur næsta árs verður samkvæmt starfsáætlun þann 21. janúar. Fréttablaðið tók saman yfirlit um fjögur stór mál sem bíða Alþingis og stjórnmálaumræðunnar á nýju ári. Stóru málin sem bíða l Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna um áramót- in og hafa viðræður um endur- nýjun samninga staðið yfir um nokkurt skeið. l Þótt stjórnvöld séu ekki beinn aðili að samningunum er ljóst að verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til þess að liðka fyrir samningum. l Kröfur verkalýðshreyfingarinnar til Samtaka atvinnulífsins snúa meðal annars að umtalsverðri hækkun lægstu launa, styttingu vinnuvikunnar og auknum rétt- indum á vinnumarkaði. l Starfsgreinasambandið, VR og Samiðn hafa einnig beint sér- stökum kröfum til stjórnvalda. Þær lúta meðal annars að breyt- ingum á skattkerfinu og átaki í húsnæðismálum. l Nýlega var skipaður átakshópur stjórnvalda og aðila vinnu- markaðar um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Einnig er að störfum hópur sem vinnur að endurskoðun tekju- skattkerfisins. Kjaramálin l Samgönguáætlun var lögð fram í haust og gerði ráð fyrir að tæpir 192 milljarðar færu til samgöngu- mála á næstu fimm árum. Þar af færu tæpir 106 milljarðar í fram- kvæmdir á vegakerfinu. l Samkvæmt nýsamþykktum fjár- lögum verður tæpum 41 milljarði varið til samgöngumála á næsta ári. l Áætlunin olli töluverðum von- brigðum þar sem ekki væri verið að verja nægum fjármunum í samgöngukerfið. Þá voru sveitar- félög víða um land óánægð með forgangsröðun verkefna. l Til stóð að afgreiða áætlunina fyrir jólahlé þingsins en tillögur Jóns Gunnarssonar, setts for- Samgönguáætlun l Evrópusambandið samþykkti ýmsar lagabreytingar á sviði orkumála árið 2009 og mynda þessar lagagerðir þriðja orku- pakka sambandsins. l Umræddar breytingar sneru að innri markaði ESB fyrir raforku og jarðgas. Gerður var enn skýr- ari aðgreiningur milli eignarhalds flutningskerfis raforku og ann- arrar orkutengdrar starfsemi. l Einnig var lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett á fót samstarfsstofnun eftirlits- stofnana sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja. l Á síðasta ári ákvað sameiginlega EES-nefndin að taka þriðja orku- pakkann upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en hún tekur ekki gildi fyrr en Ísland hefur gert það líka. l Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra hugðist leggja fram þingsályktunartillögu um inn- leiðingu þriðja orkupakkans í febrúar næstkomandi. l Töluverð gagnrýni hefur komið fram á þau áform stjórnvalda að ætla að innleiða þriðja orkupakk- ann. Hafa gagnrýnendur meðal annars sagt að með samþykkt til- skipunarinnar væru Íslendingar að afsala sér hluta fullveldisins og yfirráðum yfir innlendum orku- málum. l Þeir sem styðja innleiðinguna benda hins vegar á að Ísland sé þegar hluti af hinum evrópska orkumarkaði og að EES-samn- ingurinn sé í húfi. l Ríkisstjórnin ákvað í kjölfar gagn- rýninnar að fresta því fram á vor að koma með málið inn í þingið. Tíminn verði notaður til að sér- fræðingar geti farið betur yfir málið. Þriðji orkupakkinn l Í haust voru lögð fram drög að nýjum heildarlögum um þung- unar rof. Byggðu þau meðal ann- ars á vinnu starfshóps sem skilaði tillögum í mars 2016. l Í umræddum drögum var lagt til að þungunarrof yrði heimilað fram að lokum 18. viku þung- unar og einungis eftir þann tíma ef lífi þungaðrar konu væri stefnt í hættu eða ef fóstur teldist ekki lífvænlegt til frambúðar. l Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerði talsverðar athugasemdir við að með þessu væri verið að skerða rétt kvenna frá því sem nú gildi. Tekið var tillit til þessara ítrekuðu athugasemda og gerir frumvarpið ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram að lokum 22. viku án takmarkana eins og starfshópur- inn hafði raunar lagt til. l Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í vikunni. Þar komu fram þau sjónarmið að þar sem gildandi lög væru komin til ára sinna væri nauðsynlegt að setja nýjan lagaramma um málefnið. l Hins vegar er ákvæðið með heim- ild til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar umdeilt. Er málið nú komið til meðferðar hjá vel- ferðarnefnd þingsins sem hefur sent út umsagnarbeiðnir. Þungunarrof Mér finnst þetta frumvarp lítilsvirð- ing við lífið. Það virðist engu máli skipta hvaða ástæður liggja að baki núna, fram að 23. viku. Það hefur ekkert með það að gera lengur hvort fóstrið sem nú er orðið að ófullburða barni í móður- kviði sé heilbrigt eða ekki. Inga Sæland á Alþingi 11. desember Það mál sem hér er til umfjöllunar er þegar kona tekur þá þung- bæru og erfiðu ákvörðun að binda enda á þungun vegna þess að hún hefur tekið þá ákvörðun með sjálfri sér eða þeim aðilum sem hún ákveður að treysta og reiða sig á, hver svo sem ástæðan er fyrir þeirri ákvörðun. Ég spyr því, hver er betur til þess fallinn að meta sínar aðstæður en konan sjálf? Svandís Svavarsdóttir á Alþingi 11. des- ember Það þykir afar mikilvægt að ákvarðanir um frekari launahækkanir þeirra sem eru í þessum efstu lögum stjórnkerfisins verði ekki til þess að valda frekari spennu á viðkvæmum tímum í kjarasamningum á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði. Bjarni Benedikts- son á Alþingi 7. desember Í stuttu máli eru stjórnvöld lítið að gera til að létta róðurinn í kjarasamningaviðræðunum sem nú standa yfir og ljóst að auka þarf þrýstinginn verulega til hagsbóta fyrir vinnandi fólk. Róttækar tillögur þurfa að koma út úr skatta- og húsnæðisnefndum sem nú eru að störfum, tillögur sem raunverulega skipta sköpum fyrir almenn- ing. Drífa Snædal í viku- legum pistli 14. desember Við hljótum eftir öll þessi ár sem ráð- herrann nefndi að vera komin í aðstöðu til þess að kveða skýrt upp úr um það hvernig íslensk stjórnvöld ætla að nálgast þetta mál, hvort þau ætli að hleypa þessu öllu í gegn og halda áfram að veita upplýsingar um hvers vegna þurfi að gera það, eða fara í þá baráttu við EES-samninginn sem ráð- herrann nefndi eða einfald- lega nálgast þetta á skynsam- legan hátt og innleiða ekki þennan pakka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi 8. nóvem- ber Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameigin- legu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er enn þá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Fréttablaðinu 13. nóvember Við gerum mjög alvarlegan fyrir- vara við þetta enda um stórfellda skattahækkun að ræða ef af verður. Fyrir utan að þarna eru alls konar töfralausnir boðaðar en enginn kostnaður nefndur. Runólfur Ólafsson í Fréttablaðinu 12. desember Nú liggur fyrir tillaga um breytingar á samgönguáætlun. Hún snýst um þetta, hún snýst um það að stíga stórstíg skref til styrkingar byggðum í landinu, eflingar á þjónustu við landsbyggðina, eflingar á samgöngum fyrir höfuðborgarsvæðið og landsmenn alla, aukins umferðaröryggis, færri slysa, minna tjóns fyrir samfélagið. Er þá ekki verið að setja verðmiða á mannlegan harmleik. Jón Gunnarsson á Alþingi 12. desember manns umhverfis- og samgöngu- nefndar, um upptöku veggjalda ollu miklu uppnámi á Alþingi. l Hugmyndirnar gengu út á að veg- gjöld yrðu tekin upp á stofnleið- um inn og út úr höfuðborginni, í öllum jarðgöngum landsins og vegna einstaka framkvæmda. Markmiðið var að skapa tekjur upp á 76-77 milljarða á 15 ára tímabili í því skyni að flýta sam- gönguframkvæmdum. l Hörð gagnrýni frá stjórnarand- stöðunni sem mótmælti bæði hugmyndum um vegggjöld og málsmeðferðinni varð til þess að samkomulag náðist um að fresta afgreiðslu samgönguáætlunar til 1. febrúar næstkomandi. 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -1 C 1 0 2 1 C F -1 A D 4 2 1 C F -1 9 9 8 2 1 C F -1 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.