Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 34
Humarpitsa Þegar ég spyr fólkið mitt hvað það vilji í matinn þá fæ ég mjög oft, „viltu gera humarpitsuna þína“. Svarið auðvelt, JÁ. Pitsan er fín tilbreyting frá öllum jólamatnum. Pitsuna geri ég frá grunni, botninn er leynitrixið en hann þarf að vera sætur og stökkur. Ég geri aldrei rauða sósu á pitsuna, pensla hana með hunangi, sírópi og ólífuolíu. Botn 500 g hveiti 3 dl volgt vatn 1½ tsk. þurrger 2 tsk. sykur eða hunang 1 tsk. sjávarsalt 3 tsk. ólífuolía Gerið er leyst upp í volgu vatninu. Svo er öllu blandað saman í stóra skál, hnoðað vel. Setjið svo olíu í botninn á skálinni og svolítið yfir deigið. Hyljið skálina og látið hefast í 4-5 klst. Að sjálfsögðu er hægt að gera það í styttri tíma en botninn verður léttari og betri svona. Úr þessu nást 3-4 botnar. Humar Humar 1 poki (á um 3-4 pitsur ) ⅓ rauður chili 1 hvítlaukur (þessi í körfunum) Hnefafylli af basilíku 2 dl hvítvín (nota það í sparitil- fellum) Síróp Steikið hvítlauk og chili á pönnu. Bætið humrinum út í, saltið og piprið og setjið síróp yfir, um 1 msk. Hellið hvítvíni yfir og sjóðið humarinn í víninu. Bætið basilíku við. Takið af pönnunni og geymið til hliðar. „Sósan“ Síróp Hunang Ólífuolía Þessu er öllu blandað saman í jöfnun hlutföllum. Skiptið deiginu í nokkra parta og fletjið út. Ég forbaka botnana alltaf. Setjið þá á bökunarpappír, bakið á 180°C í um 8 mínútur, takið út. Penslið kantana á pitsunni með sírópsblöndunni, setjið svo ólífu- olíu á miðja pitsuna. Því næst er mozzarella-ostur settur á pitsuna. Takið nú humar- inn og raðið á pitsuna. Ég set svo heil basilíkublöð á pitsuna, hún gefur extra gott bragð. Pitsuna baka ég svo á háum hita og blæstri þar til osturinn hefur bráðnað og að endingu set ég á undirhita. Pitsuna krydda ég svo með sjávar- salti og pipar og ríf vænan skammt af parmesanosti yfir. Jólanammi fyrir og eftir mat. Þetta er einstaklega gott nammi og svakalega fallegt. 100 g hvítt súkkulaði 100 g suðusúkkulaði Bismark-brjóstsykur Myljið brjóstsykurinn og geymið til hliðar. Bræðið hvíta súkkulaðið og dreifið þunnu lagi á smjörpappír, kælið. Bræðið þvínæst suðusúkkulaðið og dreifið yfir það hvíta. Sáldrið brjóstsykrinum yfir og þrýstið örlíð ofan á hann svo að hann festist við súkkulaðið. Kælið. Brjótið súkulaðið svo og berið fram eða geymið í kæli. Ég held að innst inni hafi ég alltaf haft áhuga á matargerð. Pabbi er frábær kokkur og hefur alltaf verið mikill sæl-keri. Hann eldar alltaf „gourmet“ mat en mamma bakaði,“ segir Kristín Björk Þorvaldsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair. Hún býr með Leifi Welding og á tvo drengi, Sólon Breka og Óliver Mána, frá- bæra tengdadóttur, Ásgerði Diljá og svo er það hundurinn Theodór sem stelur jafnan athyglinni. „Ég fékk oft að hjálpa til í eldhúsinu og á ófáar matarminningar að heiman og úr æsku og þar spila hefðirnar stóran sess. Hins vegar eru ekki mörg ár síðan ég fór virkilega að njóta mín í eldhúsinu og er það uppáhalds- staðurinn minn á heimilinu og án efa hjarta heimilisins.“ Hún segir að ítölsk matargerð höfði mest til sín og fátt toppi pitsu sem elduð er af ást og heima- gert pasta. „Ég er svo lánsöm með að elska eiginlega allan mat, ég er matargat. Ég er kannski ekki hrifin af lirfum frá Suður-Kóreu en flest finnst mér gott. Það er hins vegar allt fallegt við ítalska matargerð og ástina á bak við matinn.“ Kristínu þykir mikilvægt hvernig maturinn er borinn fram, hvort sem það er soðin ýsa með kartöflum eða stórsteik. Einnig fólkið sem maður deilir matarstundinni með. „Það er ekkert sem gleður mig meira en að gefa fólkinu mínu gott að borða, horfa á það lygna aftur augunum og segja: „Vá, hvað þetta er gott“. Þá verð ég meyr og alsæl. Ég hef sjálf einu sinni grátið yfir mat sem ég fékk en það var ofureinfalt trufflu- pasta,“ segir Kristín og hlær. „Ég, í orðsins fyllstu merkingu, grenjaði tárunum ofan í diskinn minn.“ Tímanum í eldhúsinu líkir Kristín við hugleiðslu. „Ég set alltaf góða tónlist á og oftar en ekki eitthvert gott „kántrístöff“ og ekki skemmir að fá sér gott vínglas á góðum degi. En samverustundirnar við matar- borðið eru svo dásamlegar, þar eru símar stranglega bannaðir, samtöl og samveran dásamleg og það er það mikilvægasta við matargerð. Hins vegar þarf ég að æfa mig í því að deila verkum í eldhúsinu, ég á það til að vera eigingjörn á verkin þar,“ segir hún og hlær. Instagram- síðan hennar Kristínar er kristin- bjork76. gunnthorunn@frettabladid.is Hefur grátið yfir bragðgóðum mat Litlar Mascarpone-kökur Þessar eru ljúffengar og fallegar Botn 175 g Lu kex 1 msk. púðursykur 75 g brætt smjör Krem 500 g þeyttur rjómi 1 msk. vanillusykur 250 Mascarpone 4 msk. appelsínusafi 100 g sykur Myljið kexið í blandara. Bræðið smjörið og látið kólna. Blandið saman kexi, púðursykri og smjöri. Setjið smjörpappír í lítil form og setjið mulninginn í botninn. Þeytið rjóma og vanillusykur saman. Blandið saman Mascarp- one, appelsínusafa og sykri og blandið þessu svo varlega saman við rjómann og vanillusykurinn. Setjið ostablönduna ofan á kex- botninn og kælið í a.m.k. 4 klst. Mér finnst best að frysta þetta yfir nótt. Takið kökurnar úr formunum og skreytið með t.d. bláberjum. Það er líka svakalega gott að setja kara- mellusósu ofan á toppinn. Kristín er frábær kokkur og deilir ýmsu úr eldhúsinu með fylgjendum sínum á instagram undir nafninu kristinbjork76, fyrir áhugasama. FréttaBLaðið/EyþÓr Kristín Björk Þor- valdsdóttir, flug- freyja hjá Icelandair, er sögð meistara- kokkur heima við. Hún er mikill sælkeri og elskar allan góðan mat, nema geitaost. Ég hef sjálf einu sinni grátið yfir mat sem Ég fÉkk en það var ofur einfalt trufflupasta. Roma í bíó Kvikmyndin Roma, eftir leikstjórann Alfonso Cuarón, hefur fengið ein- róma lof gagn- rýnenda og þykir með allra bestu myndum ársins. Hún er komin á Netflix en eindregið er mælt með því að fólk sjái hana í kvikmyndahúsi. Það er hægt í Bíói Paradís til 22. desember. Lauksúpa Þetta er mánuðurinn þegar svo að segja allir borða yfir sig. Þeir sem vilja aðeins draga úr átinu ættu að setjast inn á Snaps og fá sér lauksúpu. Hún er algjör dásemd! Slaka á! Að búa við alvar- lega streitu getur haft afdrifarík áhrif á  heilsuna eins og kom fram í viðamikilli úttekt í Tilveru Frétta- blaðsins í vikunni. Gerið færra og leitið allra leiða til að hafa það nota- legt í desember. Dugnaður er ofmetinn Í því sambandi þá er dugnaður ofmetinn. Fólki hættir til að vera stolt af eigin dugnaði eða barna sinna og hrósa í hástert fyrir. Hrósið frekar fyrir vandvirkni. Hefnd grasflatarinnar Hefnd gras- flatarinnar eftir Richard Braut- igan er bók með frumlegum, harmrænum og stundum fjar- stæðukenndum örsögum sem hljóta að gleðja bókmennta- unnendur. 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð helgin 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -2 1 0 0 2 1 C F -1 F C 4 2 1 C F -1 E 8 8 2 1 C F -1 D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.