Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 58

Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 58
Mozart við kertaljós Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.000 / 2.000 Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju fimmtudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju föstudag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík laugardag 22. des. kl 21.00 Camerarctica Mozart by candlelight Kammertónlist á aðventu 2018 Eftir rúmlega sex ára dvöl í New York og London flutti fatahönnuðurinn Signý Þór- hallsdóttir heim til Íslands fyrr á þessu ári. Hún hefur nú stofnað vörumerkið Morra en með því er ætlun hennar að hanna vandaða fylgihluti og kvenfatnað með vís- anir í alþjóðlega mynd- og nytjalist í bland við staðbundin einkenni eins og íslenska náttúru og hand- verkshefð. „Þessa stundina er ég að klára silkislæður með blóma- mynstrum sem unnin eru upp úr jurtum í íslenskri náttúru. Ég tíndi og stúderaði jurtir, pressaði þær og vann upp úr þeim skissur og blekteikningar sem skeytt var saman í blómasveiga. Mig langaði að búa til myndmál í prenti sem sækir innblástur í nærumhverfið og hefðina. Ég fékk nýlega styrk úr Hönnunarsjóði til að koma slæðunum mínum á framfæri svo það, ásamt því að þróa Morra enn frekar, er helst á döfinni hjá mér núna. Meðfram því er ég líka að kenna í Listaháskólanum og sinna öðrum verkefnum.“ Spennandi verkefni Signý útskrifaðist sem fatahönn- uður frá Listaháskólanum árið 2011 og flutti út stuttu seinna til að fá reynslu í faginu. Fyrst var förinni heitið til New York þar sem hún var í starfsnámi í þrjá mánuði og næst flutti hún til London. „Ég fór upprunalega til London í starfs- nám á Erasmus-styrk. Upphaflega ætlaði ég að staldra stutt við en ílengdist svo, eins og gengur. Fyrst starfaði ég hjá Zöndru Rhodes og fór næst til Eley Kishimoto en bæði merkin vinna mikið með prent. Þar óx áhugi minn á prenti fyrir fatnað og ég hellti mér út í það. Ég hóf til dæmis að selja mín eigin munstur í hjáverkum og fékk svo vinnu hjá prentstúdíói sem Spennandi að vera á Íslandi Eftir sex ára dvöl í New York og London sneri Signý Þórhallsdóttir fatahönnuður heim til Íslands. Hún hannar vandaða fylgihluti og kvenfatnað undir vörumerkinu Morra. Slæðurnar eru úr silki, myndskreyttar með blómsveigum. Fyrsta lína Signýjar samanstendur af þremur klútum með prentum sem unnin eru úr blekteikningum hennar af plöntum úr íslensku sumri. MYNDIR/VALDÍS THOR „Þessa stundina er ég að klára silkislæður með blómamynstrum sem unnin eru upp úr jurtum í íslenskri náttúru,“ segir Signý Þórhallsdóttir fatahönnuður sem setti Morra á fót fyrr á þessu ári. MYND/EYÞÓR Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is heitir Owens and Kim. Þar vann ég við að rannsaka „trend“ og útbúa prent sem seld voru til markaðs- drifinna fatakeðja.“ Síðar hóf hún störf hjá hönnuðinum heimsþekkta Vivienne Westwood og vann þar í þrjú ár. „Starf mitt þar gekk út á að hanna kvenföt og prent fyrir Japansmarkað. Westwood er mjög vinsælt merki í Japan og ég og samstarfskona unnum að tveimur fatalínum árlega sem voru einungis seldar í verslunum þar í landi. Það var mjög líflegur og skemmtilegur tími en auðvitað krefjandi líka.“ Miklar hræringar Þótt hún hafi ekki starfað lengi hér á landi segir hún kosti og galla fylgja því að starfa bæði hér á landi og í erlendum stórborgum á borð við London og New York. „Mér hefur fundist mjög lærdómsríkt að vinna í London sem er algjör suðupottur þegar kemur að tísku. Sagan og menningin er svo rík og þar er mikil gróska núna. Í London eru auðvitað margir áhrifamiklir hönnuðir sem hafa áhrif á tískuna á heimsvísu og svo eru líka mjög stór og öflug markaðsdrifin „high street“ fyrirtæki þannig að breiddin í greininni þar er mikil og margt hægt að læra af því.“ Tískuiðnaðurinn í Bretlandi spilar stóran þátt í breska hagkerfinu og veltir gífurlegum fjárhæðum á meðan tískugeirinn á Íslandi er enn þá að mótast og framleiðsla lítil, segir Signý. „Aftur á móti er það áhugavert við Ísland að hér er ekki búið að fullmóta leik- reglurnar og því ákveðið rými til að skapa eitthvað nýtt frá grunni. Það eru hræringar í tískuheiminum úti og fyrirtæki eru smátt og smátt að breyta um áherslur. Mörg fyrirtæki eru til dæmis að reyna að verða umhverfisvænni, nota fjölbreyttari fyrirsætur og taka sig ekki of hátíð- lega, en iðnaðurinn er svo stór og þungur að hann virðist í heildina eiga erfitt með að laga sig að nýjum tímum. Að því leyti er spennandi að vera á Íslandi þar sem hlutirnir eru ekki eins niðurnjörvaðir. Við höfum öll tækifæri til að finna upp á nýjum hugmyndum sem falla betur að framtíðinni, hvað bæði framleiðslu og hönnunina sjálfa varðar.“ Hægt er að kynna sér vörur Morra á Instagram (morra_reykjavik) og www.morra.is. Merkið mun leggja áherslu á vandaða fylgihluti og kvenfatnað sem sækir meðal annars innblástur í staðbundin einkenni eins og íslenska náttúru og handverks- hefð. Slæðurnar koma í mismunandi lit, stærð og prenti. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -4 D 7 0 2 1 C F -4 C 3 4 2 1 C F -4 A F 8 2 1 C F -4 9 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.