Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 122

Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 122
Við stöndum okkur illa í þVí að kenna þeim sem koma inn í skólann með annað tungumál en íslensku. þar Vantar fleira fólk og meiri fjármuni. Fæst í verslunum Bókin Íslenska í grunn-skólum og framhalds-skólum sem Kristján Jóhann Jónsson og Ásgrímur Angantýs-son ritstýra er afrakstur rannsókna sem fóru fram á árunum 2013-2017. Háskólaútgáfan gefur út. Höfundar efnis í bókinni, ásamt ritstjórum, eru Brynhildur Þórarinsdóttir, Dagný Kristjáns- dóttir, Finnur Friðriksson, Jón Yngvi Jóhannsson og Sigurður Konráðs- son. Ráðgjafi um skólarannsóknir var Gerður G. Óskarsdóttir. „Sjö manna rannsóknarhópur frá menntavísindasviði og hugvís- indasviði Háskóla Íslands og frá Háskólanum á Akureyri vann þessa rannsókn,“ segir Kristján Jóhann. „Við heimsóttum tíu grunnskóla og fimm framhaldsskóla, tókum viðtöl við kennara, nemendur og skólastjórnendur. Við fórum inn í bekki og sátum í 165 kennslu- stundum og skrifuðum skipulegar skýrslur yfir það hvað var verið að gera. Erindið var að reyna að átta sig á hugmyndum þeirra sem vinna í skólakerfinu við kennslu og nám í íslensku. Einnig því hvernig skóla- kerfið skilgreinir íslenska tungu og menningu. Það kann að virðast sérkennilegt en þetta er fyrsta rann- sóknin á íslenskukennslu þar sem íslenskan sem námsgrein er í sviðs- ljósinu. Við lögðum upp með hugmyndir sem voru að einhverju leyti byggðar á sögusögnum eða arfsögnum um íslensku og þekkingu á henni. Til dæmis hefur verið sagt að erfitt sé orðið að kenna á íslensku því ung- menni séu að glata orðaforða sínum og íslensk orð vanti yfir margt í nútímanum. Niðurstaðan reyndist mun betri en við héldum í upphafi.“ Kennaramiðaðar bókmenntir Er þá ekki rétt að íslenskir nemendur séu að glata orðaforða? „Það er ekki rétt nema að litlu leyti. Orðaforði þjóðarinnar hefur að vísu breyst á því mikla breytinga- skeiði sem við erum nú stödd á. Hér þyrfti hins vegar miklu meiri rann- sóknir. Meðal annars á vaxandi kyn- slóðabili í máli nemenda og kenn- ara. Það er líklega bæði vegna þess að unga fólkið glatar orðaforða og eldra fólk tileinkar sér ekki nýjan. Það þyrfti að rannsaka miklu betur. Þarna verður að ganga í takt við unga fólkið því það á tungumálið líka. Það á ekki að banna því að tala eins og það gerir heldur skoða hvernig það getur tekið á skapandi og lifandi hátt við því sem við sem eldri erum köllum menningararf og íslenska tungu. Oft heyrist roskið fólk tala um að tungan stefni í voða. Það hneykslast á því að ekki sé allt eins og var þegar það var ungt. Á breytingatímum þarf að hlúa að tungumálinu. Það þarf að lesa með nemendum bókmenntir sem eiga erindi við þá. Bókmenntir sem lesn- ar eru í skólum eru ótrúlega kenn- aramiðaðar. Nútímabókmenntir sem nemendur lesa eru upp undir fjörutíu árum eldri en þeir sjálfir og ganga verr í nemendur en Íslend- ingasögurnar.“ Hefurðu skýringu á því? „Íslendingasögurnar virðast vera nægilega langt í burtu til að vera spennandi og þar eru lífshættuleg átök. Þar er ævintýraheimur og ævintýrabragur yfir sögusviðinu. Það er erfiðari róður að fá nemend- ur til að heillast af bókum sem fjalla um tilfinningaríkan heim foreldr- anna og afa og ömmu, jafnvel þótt þær séu stórkostlegar bókmenntir. Það á ekki að byrja þar.“ Höfða bækur Laxness til þessara nemenda? „Hann virðist eiga nokkuð undir högg að sækja. Málið með Lax- ness er að ef hann er kynntur fyrir röngum aldursflokki þá fer hann illa í nemendur. Ef aldursflokkurinn er vel valinn þá er þetta allt í góðu lagi. Eitt af því mikilvægasta í sambandi við bókmenntakennslu er að ganga í takt við nemendurna, þroska þeirra og þann heim sem þeir lifa og búa í. Þar er mikið ógert. Það vantar endurmenntun handa kennurum, rannsóknir á bókmenntavali og því hvar hægt er að hitta nemendur fyrir í spennandi umræðu um bók- menntatexta og skapandi vinnu í texta og tungumáli. Lesendur skapa merkingu ef þeir fá færi á því.“ Stöndum okkur illa í jaðar­ tilvikum Hvað er mest sláandi í niðurstöðum ykkar? „Við stöndum okkur illa í því að kenna þeim sem koma inn í skólann með annað tungumál en íslensku. Þar vantar fleira fólk og meiri fjár- muni. Við stöndum okkur líka illa gagnvart nemendum sem eru íslenskir að ætt og uppruna en hafa búið sitt málþroskaskeið útlöndum. Það er enginn stuðningur fyrir þennan hóp, hann er ekki einu sinni skilgreindur, einstaklingar innan hans eiga bara að standa sig. Í jaðar- tilvikum af þessu tagi stöndum við okkur illa. Svo þarf auðvitað að taka umræðu um snjalltækin. Þau þurfa að vera á íslensku. Nemendur hætta að bera virðingu fyrir íslenskunni ef hún er ekki hluti af þeim heimi sem er þeim svo mikilvægur. Snjalltækin krefjast athygli nemenda og það er vaxandi vandamál hve háð þeim unga fólkið er. Við þurfum að fylgjast betur með því sem gerist í grunnskólum og framhaldsskólum. Þar vantar miklu meiri rannsóknir. Það er misjafnt hvernig unnið er, en margir kenn- arar vinna mjög vel. Menntamála- yfirvöld setja skólunum hins vegar óljós markmið. Það er erfitt fyrir kennara að fara í gögn menntamála- ráðuneytisins og spyrja: Hvernig á ég að vinna? Þeir fá ekki þau svör sem þeir þyrftu að fá. Þetta er mikil- vægt að skoða og ræða.“ Nauðsynlegt að ganga í takt við unga fólkið sjö manna rannsóknarhópur gerði fyrstu rannsóknina á íslenskukennslu þar sem íslenskan sem náms- grein er í sviðsljósi. Vaxandi kynslóðabil í máli nemenda og kennara. stöndum okkur illa í jaðartilvikum. Við þurfum að fylgjast betur með því sem gerist í grunnskólum og framhaldsskólum, segir Kristján Jóhann. Fréttablaðið/anton brinK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r72 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C E -F 9 8 0 2 1 C E -F 8 4 4 2 1 C E -F 7 0 8 2 1 C E -F 5 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.