Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 15
15Ljósmæðrablaðið - júní 2012 (2010) kom fram að rúmlega hefur veruleg áhrif á þyngdaraukningu móður og einnig hugsanlega á fæðingarþyngd barnsins. Þyngdaraukning á meðgöngu var minni hjá þeim konum sem voru á rúmlegu auk þess sem nokkrar rannsóknir sýndu fram á auknar líkur á vaxtarskerðingu hjá barninu. Tomasi og Johnson (2001) skoðuðu áhrif rúmlegu á meðgöngu á líðan fjölskyldunnar. Þátt- takendur voru 89 konur sem voru á rúmlegu á meðgöngunni annaðhvort á sjúkrahúsi eða heima. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar upplifði fjölskyldan mikinn kvíða varðandi heilsu móðurinnar og ófædda barnsins. Auk þess fylgdu rúmlegunni fjár- hagslegar áhyggjur þar sem fjölskyldan þurfti yfirleitt að minnka við sig vinnu. Sá stuðningur sem fjölskyldunni var mikil- vægastur var tilfinningalegur stuðningur en mikil hjálp getur verið í því að bjóða til dæmis upp á viðtal við sálfræðing eða félags- ráðgjafa á meðgöngunni fyrir konur í hótandi fyrirburafæðingu. Hatch, Levin, Shu og Susser (1998) skoðuðu áhrif hreyfingar á hættu á fæðingu fyrir tímann en niðurstöður þeirra sýndu ekki fram á tengsl milli mikillar þjálfunar á meðgöngu og fæðingu fyrir tímann. Svipaðar niðurstöður komu fram í rannsókn Evenson, Siega-Riz, Savitz, Leiferman og Thorp (2002) en þar kom fram minni hætta á fæðingu fyrir tímann ef konan var í mikilli þjálfun á meðgöngu. Áhættuþættir og orsakir fyrirburafæðingar Ástæður fyrirvaralausrar fæðingar fyrir tímann eru að mestu óþekktar en helstu þættir sem nefndir hafa verið sem áhættuþættir eru fyrri saga um fæðingu fyrir tímann, fjölbura- meðganga, svartur kynþáttur, sýking, streita, lágt BMI, blóðþurrð í fylgju og líffræðilegir þættir varðandi leg og legháls (Gilbert, 2011; Medfortho.fl., 2009; Goldenberg, Culhane, Iams og Romero, 2008; Lindsay, 2004). Sýking Sýking getur aukið líkur á fæðingu fyrir tímann en talið er að sýking í legi valdi um 25% til 40% allra fæðinga fyrir tímann. Inneitur baktería getur örvað losun á pros- taglandini en prostaglandin mýkir og styttir leghálsinn. Sýking getur verið milli vefja móður og fósturbelgja, milli belgja fósturs, í fylgju, í legvatni, í naflastreng eða hjá fóstrinu sjálfu (Gilbert, 2011; Goldenberg o.fl., 2008; Franklin, 2000). Vanhæfni í leghálsi Leghálsinn er aðallega samsettur úr bandvef sem heldur leghálsinum sterkum og kemur í veg fyrir breytingu á honum á meðgöngu. Eðlileg lengd á leghálsinum miðað við meðgöngulengd er 35 til 40 mm við 14 til 22 vikna meðgöngu, 35 mm við 24 til 28 vikna meðgöngu og 30 mm að lengd eftir 32 vikna meðgöngu (Gilbert, 2011). Sónarskoðun til að mæla lengd legháls er talin nákvæm aðferð til að meta konur sem eiga á hættu að fæða fyrir tímann samkvæmt Lindsay (2004). Legháls sem er styttri en 15 mm milli 22 til 24 viku gefur til kynna aukna hættu á fyrirburafæðingu (Gilbert, 2011). Rannsókn Iams og fleiri (1996) sýndi einnig fram á að aukin hætta var á fæðingu fyrir tímann eftir því sem leghálsinn var styttri. Áhrif prógesteróns meðferðar um leggöng á fyrirvaralausa fæðingu fyrir tímann voru skoðuð í breskri rannsókn. Rannsóknin fór fram frá september 2003 til maí 2006. Allar konur sem gengu með einbura eða tvíbura og fóru í reglubundna sónarskoðun við 20 til 25 vikna meðgöngu var boðið upp á leggangasónar til að meta lengd leghálsins. Mæld var leghálslengd með leggangasónar við 20 til 25 vikna meðgöngu hjá 24.620 konum. Hjá 413 konum eða 1,7% var leghálsinn 15 mm að lengd eða styttri. Af þeim 413 konum sem voru með stuttan legháls samþykktu 250 konur að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendum var raðað tilviljanakennt í tvo hópa, annar hópurinn fékk 200 mg af prógesteróni um leggöng en hinn lyfleysu á hverju kvöldi frá 24. viku til 34. viku meðgöngu. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýndu að sjálfkrafa sótt fyrir 34. vikna meðgöngu var sjaldgæfari hjá hópnum sem fékk prógesterón um leggöng en þeim sem fékk lyfleysu, sjálfkrafa sótt fyrir 34. vikna meðgöngu var 19,2% hjá hópnum sem fékk prógesterón meðferð samanborið við 34,4% hjá hópnum sem fékk lyfleysu. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram hjá hópunum og enginn munur var á aukaverkunum milli hópanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að meðferð með prógesteróni frá 24 vikna til 34 vikna meðgöngu minnkar líkur á sjálfkrafa sótt fyrir 34 vikna meðgöngu hjá þeim konum sem eru með stuttan legháls (Fonseca, Celik, Parra, Singh og Nicolaides, 2007). Áhrif keiluskurðar á meðgöngu og fæðingu voru skoðuð í finnskri rannsókn. Skoðuð voru gögn frá 25.827 konum á aldrinum 15 til 49 ára sem höfðu farið í keiluskurð á árunum 1986 til 2003. Útkoma fæðingar hjá þessum hóp frá árinu 1987 til ársins 2004 var skoðuð í samanburði við fæðingar hjá konum á sama tímabili sem ekki höfðu farið í keilu- skurð. Tíðni fyrirburafæðinga var skoðuð, léttburafæðinga og burðarmálsdauða. Niður- stöðurnar sýndu aukna hættu á fæðingu fyrir tímann eftir keiluskurð, áhættan jókst sérstaklega á fæðingu mikið fyrir tímann eða við 28 til 31 vikna meðgöngu og fyrir 28 vikna meðgöngu (Jakobsson, Gissler, Sainio, Paavonen og Tapper, 2007). Streita Streita getur valdið losun og myndun ákveðinna próteina og hormóna sem örva framleiðslu prostaglandins og valda aukningu á oxytocin og prostaglandin viðtökum og eykur þannig líkur á að fæðing fari af stað fyrir tímann (Gilbert, 2011). Cooper og fleiri (1996) skoðuðu hvort tengsl væru á milli bágrar sálfélagslegrar stöðu og fæðingar fyrir tímann, vaxtar- skerðingar og lágrar fæðingarþyngdar. Kvíði, streita, sjálfsálit, völd og þunglyndi var metið hjá 2.593 barnshafandi konum við 25 til 29 vikna meðgöngu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru aðeins marktæk tengsl milli streitu og fyrirvaralausrar fæðingar fyrir tímann og lágrar fæðingarþyngdar. Streita veldur losun á katekólaminum en katekólamin valda æðasamdrætti og þar af leiðandi getur orðið skortur á súrefnis- flæði til fóstursins. Skert blóðflæði til fylgju getur valdið losun á corticotrophin-releasing hormone (CRH) sem getur orsakað fæðingu fyrir tímann (Cooper o.fl., 1996; Gilbert, 2011). Mjög mikilvægt er að fræða barns- hafandi konur um áhrif streitu á meðgöngu, ræða um tengsl streitu við fæðingu fyrir tímann og um aðferðir sem hægt er að nota til að minnka streitu. SAMANTEKT Hér að framan var sagt frá frumbyrju í hótandi fyrirburafæðingu, í fræðilegri umfjöllun var greining og meðferð við hótandi fyrirburafæðingu og helstu áhættuþættir skoðaðir. Mig langaði að skoða hvort það væri eitthvað í sögu Gunnu sem yki hættuna á fæðingu fyrir tímann. Hún hafði miklar áhyggjur af heilsu ófædds barns síns og velti því mikið fyrir sér hvort hún hefði gert eitthvað til að koma fæðingunni af stað. Hún sagðist hafa verið undir miklu álagi í einhvern tíma og hafði áhyggjur af því að hún hefði farið of mikið í ræktina. Gunna fór í keiluskurð árið 2006 en samkvæmt rannsóknum eru tengsl á milli keiluskurðar og fæðingar fyrir tímann (Jakobsson o.fl., 2007). Tekið var vaginal strok hjá Gunnu þegar hún lagðist inn og kom í ljós að hún var með GBS-sýkingu. Sýking getur aukið líkur á fæðingu fyrir tímann en talið er að sýking í legi valdi um 25% til 40% allra fyrirburafæðinga (Goldenberg o.fl., 2008). Gunna þorði lítið að hreyfa sig á meðan hún var inniliggjandi á 22A, hún var mjög hrædd um að koma fæðingunni af stað. Hún gekk á salernið en sagðist varla þora að fara í sturtu. Eftir gott samtal við ljósmóður og fæðingarlækni sem útskýrði mikilvægi þess að hafa jafnvægi milli hreyfingar og hvíldar leið Gunnu betur. Talað var um þá áhættuþætti sem fylgdu algjörri rúmlegu eins og til dæmis blóðtappa og að mikilvægt væri að hlusta á líkamann. Áður fyrr var rúmlega helsta meðferðin til að koma í veg fyrir fæðingu fyrir tímann en síðustu ár hefur verið aukin umræða um neikvæðar aukaverkanir rúmlegu á andlega og líkamlega heilsu móður (Maloni, 2010; Lindsay, 2004; Tomasi og Johnson, 2001). Gunna var mjög upptekin af því að finna ástæðu þess að fæðingin fór af stað svona mikið fyrir tímann, hún hafði verið mikið í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.