Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 19
19Ljósmæðrablaðið - júní 2012 eins og allir þekkja. Takmarkið í heiminum samkvæmt WHO er að tíðni keisaraskurða fari ekki upp fyrir 15% (WHO, 2007). Því er nauðsynlegt að halda utan um og styðja við eðlilegar fæðingar og forðast óþarfa inngrip. Niðurstaða rannsóknanna virðast hafa þann samhljóm að konur sem eru í eðlilegu barneignaferli og hafa verið flokkaðar þannig ættu að fæða á fæðingarstað sem er í umsjá ljósmæðra. WHO hefur gefið það út að inngrip skulu grundvallast á gögnum sem sanna hvað sé best fyrir móður og barn sem undirstrikar stuðning við eðlilega fæðingu og lífeðlisfræðilegt ferli. Samt sem áður hefur keisaratíðni í Bandaríkjunum hækkað upp í 31,8%. Til þess að sporna við þessari stöðugri aukningu hefur WHO ráðlagt að auka rannsóknir sem auka líkur á og hafa áhrif á árangursríkri fæðingu um fæðingarveg sérstaklega hjá konum með fyrsta barn. Önnur lönd, og þar á meðal Bretland, hafa komið á stefnu til þess að bæta mæðraverndar- þjónustu og lækka keisaratíðni. Stofnun í Englandi (England´s National Institute of Clinical Excellence) hefur gefið út leiðbeiningar til þess að samræma verklag til þess að koma á gagnreyndri þekkingu (evidence-based practices) sem innheldur það að klínísk inngrip í fæðingu eigi ekki að bjóða upp á eða ráðleggja ef fæðingarferlið er eðlilegt og móður og barni líður vel (Kennedy, o.fl., 2010). Sameiginlegt með öllum þessum rann- sóknum er að nauðsynlegt er að lækka keisaratíðni í heiminum. Ég tel að með því að auka þátt ljósmæðra í eðlilegu ferli fæðingarinnar og að það sé í boði fyrir konur að fæða á ljósmæðrareknum einingum og heima, þá sé það liður í því að hvetja konur til þess að treysta líkama sínum til þess að fæða á eðlilegan hátt. Án inngripa eins og áhaldafæðinga, lyfja, belgjarofs, framköllun fæðinga með því að auka jákvæð inngrip eins og óhefðbundnar aðferðir, svo sem nálastungur, meðgöngujóga, Hypnobirth-námskeið, vatnsfæðinga, stuðning í fæðingu og hvatningu á meðgöngu. Allt eru þetta þættir sem ljósmæður geta sinnt ásamt því að flokka konur sem þurfa hátækninnar við og hafa faglegt nef til þess að greina þar á milli. Stöndum vörð um sjálfstæði ljós- mæðra Ljósmæður sinna konum í eðlilegu barneignaferli og eru sérfræðingar á því sviði. Það yrði synd ef horft er fram í tímann um 20–30 ár og búið væri að sjúkdómsvæða allar eðlilegar fæðingar og að ljósmæður væru aðstoðarmenn lækna og hefðu aðra stétt sem sæju um umönnunarþáttinn, þann þátt sem ljósmæður ættu að sjá um. Horfum til framtíðar, stöndum vörð utan um eðlilegar fæðingar og höldum áfram að sinna konum og fjölskyldum þeirra og taka á móti börnum þeirra víðs vegar um landið. Það er ekki faglegt að allar eðlilegar fæðingar færast inn á áhættustofnun. Stöndum vörð um sjálf- stæði ljósmæðra. Heimildaskrá Bernitz, S., Rolland, R., Blix, E., Jacobsen, M., Sjöborg, K. og Öian, P. (2011). Is the operative delivery rate in low-risk women depentent on the level of birth care? A randomised controlled trial. BJOG, 118(11), 1357–1364. Bick, D. E., Rycroft-Malone, J. og Fontenla, M. (2009). A case study evaluation of implementation of care pathway to support normal birth in one English birth centre: anticipated benefi ts and unintended consequences. BMC Pregnancy Childbirth. 9(47) doi: 10.1186/1471-2393-9- 47. Sótt 2. október 2011. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/ pmc/articles/PMC2761848/pdf/1471-2393-9-47.pdf Davis, D., Baddock, S., Pairman, S., Hunter, M., Benn, C., Wilson, D., Dixon, L. og Herbison, P. (2011). Planned place of birth in New-Zealand: Does it affect mode of birth and intervention rates among low-risk women? Birth, 38(2), 111–119. Hodnett, E.D., Gates, S., Hofmeyr, G.S. og Saksl, C. (2007). Continous support for women during childbirth ( Review). Cochrane Database Syst Rev. Sótt af netinu 4. október 2011 http://apps.who.int/rhl/reviews/langs/ CD003766.pdf Kennedy, H. P., Shaw-Battista, J. og Sandall, J. (2010). Normalizing birth in England: A qualitative study. J Midwifery Womens health 55, 262–269. Lagasafn (2007). Lög um heilbrigðisþjónustu nr.40 27.mars. Sótt 12. nóvember 2011 af http://www.althingi.is/lagas/ nuna/2007040.html Landlæknisembættið, 2007). Leiðbeiningar um val á fæðingarstað. Sótt 12. nóvember 2011 af http://www. landlaeknir.is/lisalib/getfi le.aspx?itemid=3304 Ljósmæðrafélag Íslands (2011). Hvað er ljósmóðir? Sam- þykkt af Alþjóðasamtökum ljósmæðra ICM á fundi í Brisbane, Ástralíu19. júlí, 2005. Sótt 16. nóvember 2011 af http://ljosmodir.origo.is/ljosmodir/hvad-er Overgaard, C., Møller, A. M., Fenger-Grøn, M., Knudsen, L. B. Og Sandall, J. (2011). Freestanding midwifery unit versus obstetric unit: a matched cohort study of outcomes in low-risk women. BMJ Open2011;2:e000262. Sótt af netinu 3. okt.2011 doi: http:10.1136/bmjopen-2011-000262 WHO (2007). Delivery settings and caesarean section rates in China. Bulletin of the World Health Organisation, 85(10), 733–820. Nýburi lengdarmældur

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.