Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 34
34 Ljósmæðrablaðið - júní 2012
breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra.
Einnig var talsvert rætt um atvinnuleysi
meðal ljósmæðra og áhyggjur af því að tapa
nýútskrifuðum ljósmæðrum í önnur störf
vegna þessa.
Noregur
Eins og áður fer mikill tími norska ljós-
mæðrafélagsins í gerð kjarasamninga þar
sem samið er beint um laun á hverri einustu
starfsstöð. Þetta er mjög krefjandi og
krefst mikils af trúnaðarmönnum og starfs-
mönnum félagsins sem annast þennan þátt
sameiginlega, en þetta hefur reynst afar vel
og telja ljósmæður að þessi samningaaðferð
hafi leitt til hærri launa meðal ljósmæðra en
ella hefði verið.
Þar sem trúnaðarmenn eru mjög mikil-
vægir í gerð kjarasamninga og meðferð og
úrlausn ágreiningsefna, hefur félagið lagt
áherslu á námskeið fyrir þá í samningagerð
og meðferð ágreiningsmála. Slík námskeið
eru haldin í 2 heila daga einu sinni á ári
hið minnsta og að auki er haldin ráðstefna
þar sem aðeins er fjallað um málefni
er varða störf þeirra. Formenn lands-
hlutadeilda og tengiliðir ljósmæðra í sveitar-
félögum (ljósmæður eru starfsmenn þeirra í
meðgönguvernd til dæmis) taka einnig þátt
í þessum námskeiðum og ráðstefnum ásamt
stjórn félagsins.
Ljósmæður vinna nú meira í hlutavinnu
en áður og eru tvær megin ástæður fyrir því;
a) ljósmæður fá ekki fulla stöðu þó þær óski
þess og b) ljósmæður treysta sér ekki til þess
að vinna meira starfshlutfall vegna mikils
vinnu-og vaktaálags. Um 70% ljósmæðra
sem starfa á fæðingardeildum eru í hluta-
starfi og 87% ljósmæðra í heilsugæslu.
Ljósmæður sýna einkarekstri mikinn
áhuga og aðstoðar Ljósmæðrafélagið
þær eftir föngum við ýmis atriði því
viðkomandi. Þessi rekstur er fyrst og fremst
í meðgönguvernd og við heimafæðingar.
Verið er að vinna faglegar leiðbeiningar um
heimafæðingar.
Opinber stefnumörkun um þjónustu ljós-
mæðra var áfram í brennidepli á árinu og
sjónum einkum beint að verkefnum sem
miða að því að fækka veikindadögum
meðal barnshafandi kvenna, tryggja fylgd
ljósmóður með konu í fæðingu á fæðingar-
staði sem eru í meira en 1 ½ klst ferðafjar-
lægð, tryggja að konan hafi sömu ljósmóður
meðan hún er í aktívri fæðingu, heilbrigði
unglinga, námsstöður fyrir nýútskrifaðar
ljósmæður og beita sér fyrir lagabreytingum
til að tryggja að sveitarfélögin ráði ljós-
mæður til starfa, en misbrestur hefur verið
á því.
Einnig er unnið að gæðakröfum fyrir
fæðingaþjónustu og munu þær ekki
eingöngu taka mið af fæðingafjölda
á hverjum stað heldur einnig gæðum
þjónustunnar. Þrískipting þjónustunnar
verður áfram, það er kvennadeildir,
fæðingadeildir og fæðingastofur
(födestuer). Ekki er gert ráð fyrir að
svokallaðar ,,styrktar fæðingastofur“ (ljós-
mæðrastýrðar einingar þar sem möguleiki
er á að skurðlæknir geri bráðakeisara-
skurð) verði starfræktar áfram. Sjá nánar:
http://www.helsedirektoratet.no/publika-
sjoner/et-trygt-fodetilbud-kvalitetskrav-
til-fodselsomsorgen/Publikasjoner/
et-trygt-fodetilbud-kvalitetskrav-til-
fodselsomsorgen.pdf og á http://www.
helsedirektoratet.no/folkehelse/gravid/
retningslinjer/Sider/default.aspx
Töluverð umræða hefur verið um
menntunarmál ljósmæðra og verður rætt um
það síðar.
Svíþjóð
Á næstu 10 árum munu um 30% allra
ljósmæðra í landinu fara á eftirlaun og er
það áhyggjuefni sérstaklega vegna þess
að ekki eru útskrifaðar nema um 200 ljós-
mæður árlega.
Fósturskimanir og fósturgreiningar eru
enn í umræðu meðal ljósmæðra og finnst
þeim áhyggjuefni að af 18 sveitarfélögum
(landsting) voru aðeins sjö sem buðu upp á
snemm-fósturskimun (ómskoðun og blóð-
próf). Aldursmörk fyrir þátttöku voru einnig
mismunandi, eða frá 33 til 35 ára.
Tölvunámskeið um úrlestur CTG rita er
nú tilbúið og gengur vel að innleiða það.
Starfsvettvangur ljósmæðra í Svíþjóð er
breiður og starfa langflestar við barneignar-
þjónustu. Ljósmæður starfa einnig við
unglingamóttökur um allt land og við
umönnun kvenna sem eru á kvennadeildum.
Ráðgjöf vegna breytingaskeiðs, kynheil-
brigðis almennt, þvagleka og ófrjósemi
er stór þáttur í starfi þeirra sem og starf
við skimun vegna leghálskrabbameins og
fóstureyðinga. Víða í landinu sjá ljósmæður
um fóstureyðingar sem gerðar eru með
lyfjum.
Rúmlega 100 sænskar ljósmæður hafa
lokið doktorsnámi og er rannsóknarvirkni
mikil. Verið er að innleiða meðgönguverndar
skráningu og er það ljósmóðir sem heldur
utan um það verkefni á landsvísu.
Ljósmæðrafélagið er í góðu samstarfi
við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið
og fleiri fagfélög um ýmis sértæk verkefni
eins og til dæmis þjónustu við pappírslausa
flóttamenn (án skilríkja og ríkisfangs).
Árið einkenndist þó ekki síður af ýmsum
uppákomun, undirbúningi stórrar ráðstefnu
og útgáfu bókar vegna 125 ára afmælis
félagsins og 300 ára afmæli ljósmæðra-
menntunar í Svíþjóð.
Önnur mál
Í fundarboði komu fram eftirfarandi
óskir hvers félags um sérstaka umfjöllun
ákveðinna atriða:
Svíþjóð óskaði eftir umfjöllun um á hvern
hátt öll löndin gætu staðið að því að taka
upp mál sem varða öll löndin og nefndu sem
dæmi um það:
• Hvað er líkt og ólíkt varðandi starfsum-
hverfi ljósmæðra.
• Starfa ljósmæður við kvensjúkdóma og á
hvern hátt?
• Lyfjaávísanir og ráðgjöf vegna
getnaðarvarna og uppsetningar lykkju.