Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 31
31Ljósmæðrablaðið - júní 2012 sómasamlega að þessum aðgerðum. Þrátt fyrir mikil samskipti LMFÍ í samráði við lögmann BHM við viðkomandi stofnun og yfirmann hennar varð sáttaleiðin ekki fær. Leitaði LMFÍ því til utanaðkomandi lögfræðinga á lögfræðistofunni Mandat að fengnu áliti lögfræðings BHM. Stjórnin var sammála um að standa vörð um rétt- indi ljósmæðra því eins og segir í lögum félagsins í 2. gr. er markmið félagsins að gæta hagsmuna og réttinda ljósmæðra varðandi starf þeirra og kjör. Dómsmál eru kostnaðarsöm og mun kostnaður við þessi dómsmál verða tekinn úr varasjóði félagsins. Dóms í máli ljósmæðranna er að vænta í vor/sumar 2012. Naflaskoðun LMFÍ Á aðalfundi 2009 var ákveðið að stofna fjóra hópa til að skoða innviði félagsins lagahóp, faghóp, kjarahóp og hóp til að skoða starfsreglur innan félagsins. Lifandi stéttarfélag í stöðugri þróun þarf reglulega að leita inn á við. Skoða hverju má breyta og hvað má laga til að gera starfsemina enn betri. Það var tilgangurinn með vinnu hópanna. Haldnir voru tveir félagsfundir til að ræða niðurstöður þeirra, einn fyrir jól og annar eftir áramót. Faghópur og kjarahópur skiluðu áliti sínu fyrir áramót og tillögur þeirra voru ræddar á félagsfundi 30. nóvember sem og tillögur hinna hópanna. Haldinn var annar félagsfundur eftir áramót þar sem stjórn og áhugasamir félagsmenn komu saman til að ræða breytingu á lögum og starfsreglum LMFÍ. Mikil vinna fór í að yfirfara lög félagsins og þungi þeirra vinnu lá hjá lagahópnum. Stjórnin tók svo að sér að lesa yfir drögin að lögunum og gera lagfæringar. Síðast en ekki síst fór lögfræðingur BHM, Erna Guðmunds- dóttir, yfir drögin og kom með gagnlegar ábendingar. Drögin að þeim lögum eru sett fram hér á þessum aðalfundi. Drög að verklagi eða starfsreglum innan félagsins hefur verklagshópurinn skilað en töluverða vinnu á eftir að inna af hendi svo að handbók félagsins geti litið dagsins ljós. Þar er að mörgu að huga í vaxandi félagi og mikilvægt að vanda vel til verka. Þrátt fyrir misjafna sýn á hlutina er nauðsynlegt að sameiginleg niðurstaða fáist sem er farsæl og sanngjörn fyrir allar ljósmæður sem koma að vinnu fyrir félagið. Sú vinna heldur áfram í stjórn félagsins á næsta starfsári. Þakkir Að öllum öðrum ólöstuðum vil ég þakka þeim Ólafíu Guðmundsdóttur, Steinunni Blöndal og Söru Björk Hauks- dóttur í lagahópnum. Eins Ástþóru Krist- insdóttur, Helgu Sigurðardóttur og Elínu Hjartardóttur í hópnum um starfshætti félagsins. Helga Sigurðardóttir fór úr stjórn á vormánuðum til annarra starfa og vil ég þakka henni fyrir vel unnin störf. Einnig vil ég þakka Jónínu Birgisdóttur, sem einnig hvarf til annarra starfa, fyrir góð störf í þágu félagsins bæði í stjórn og sem formaður kjaranefndar. Anna Sigríður Vernharðsdóttir hætti 1. maí sl. sem vefstjóri ljosmodir.is. Hún og ljósusystur hennar áttu hugmyndina að síðunni og gáfu félaginu síðuna á sínum tíma. Vefsíðan ljosmodir.is hefur svo sannarlega vaxið og dafnað í hennar umsjón og vil ég þakka Önnu Siggu mikið brautryðjendastarf. Vefurinn er mikilvægt tæki til að láta rödd ljósmæðra heyrast í samfélaginu. Hugmyndin er að auglýsa eftir nýjum vefstjóra sem myndi vefstýra bæði heimasíðu félagsins sem og ljos- modir.is. Einnig mun Brynja Helgadóttir ljós- móðir hætta á skrifstofu félagsins og vil ég sérstaklega þakka henni fyrir gott samstarf. Í nýju lögunum segir að Fylgjan, handbók ljósmæðra, verði undir handraða og stjórn ritnefndar Ljósmæðrafélagsins en það er nýtt hlutverk sem sú nefnd tekur að sér. Vil ég nota tækifærið og þakka Elínborgu Jónsdóttur ritstjóra innilega fyrir einlægan áhuga á vexti Fylgjunnar öll þessi ár. Eins og oft er á aðalfundum verða breytingar í nefndum og stjórn. Vil ég þakka Guðrúnu Gunnlaugsdóttur fráfarandi varaformanni og Jenný Ingu Eiðsdóttur fráfarandi varagjaldkera fyrir lærdómsríka og skemmtilega nærveru þetta síðasta ár. Fyrir hönd stjórnar LMFÍ, Esther Ósk Ármannsdóttir formaður Ásta Hlín, Jóhanna og Inga Sigga. Matur er aldrei langt undan þegar ljósmæður hittast.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.