Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 11
11Ljósmæðrablaðið - desember 2011 þó hægt að útiloka að ómældir og illmælan- legir áhrifaþættir í hinum sjálfvalda hópi heimafæðingarkvenna, á borð við trú kvenna á eigin getu til að fæða, vilja þeirra til að fæða án inngripa og stöðug yfirseta ljósmóður sem konan þekkir, hafi haft áhrif á útkomuna (Janssen o.fl., 2009; Lindgren o.fl., 2008). Annar veikleiki rannsóknarinnar liggur í eðli gagnanna. Skráning í mæðraskrá er að mörgu leyti ósamræmd og illa stöðluð. Mikilvægar áhrifabreytur sem gefa til kynna félagslega stöðu eru ekki skráðar og því ekki hægt að taka tillit til þeirra. Rafræn fæðingarskráning tekur einungis til hluta þeirra gagna sem skáð eru í mæðraskrá. Bætt fyrirkomulag skráningar er nauðsynleg forsenda vandaðra rannsókna í framtíðinni. Úrtök forrannsóknar eru lítil og því erfitt að alhæfa út frá niðurstöðum hennar. Þó er áhugavert að marktækur munur hafi yfir höfuð komið fram, sérstaklega í ljósi þess hve einsleitir hóparnir eru varðandi áhrifsbreytur og heilsufar. Um niðurstöður rannsóknar Marktækur munur kom fram á tíðni inngripa, sem er í samræmi við niðurstöður erlendra rann- sókna. Munur á tíðni mænurótardeyfinga gæti að hluta til skýrst af ólíku hugarfari. Konur sem velja heimafæðingu vita að deyfingin er ekki í boði og hafa einsett sér að vera án hennar. Gera má ráð fyrir að viðhorf kvenna sem hófu fæðingu á Landspítala sé ekki jafn einsleitt. Margar þeirra kusu frá upphafi að fæða á Fæðingargangi, sem sinnir áhættufæðingum og býður upp á mænurótardeyfingu. Konurnar uppfylltu þó allar skilyrði Hreiðursins um lágt áhættumat, en þar er mænurótardeyfing ekki valkostur. Munur á tíðni heilsufarsvandamála er ekki marktækur milli hópa. Engu að síður er hann verulegur þar sem meira en tvöfalt fleiri konur eiga við heilsufarsvanda að stríða eftir sjúkra- húsfæðingu. Þar hafa mest að segja keisara- skurðir og alvarlegar blæðingar. Vert væri að skoða tengsl alvarlegra blæðinga við notkun hríðaörvandi lyfja sem er þekktur áhættuþáttur (Lindsay, 2004). Há tíðni keisaraskurða kemur á óvart þar sem um heilbrigðar konur er að ræða. Þrjár frum- byrjur af tólf í sjúkrahúsfæðingahópi fæddu með keisaraskurði og er tíðnin því 25%. Samkvæmt nýjustu skýrslu Fæðingarskráningarinnar er keisaratíðni hjá sambærilegum hópi ekki nema 9,3% (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur I. Pálsson, 2010). Tilviljun virðist hafa valdið þessu, og því ólíklegt að munurinn verði jafn mikill í stærri rannsóknarhópi. Apgarstig barna í heimafæðingarhópi voru marktækt betri en eftir sjúkrahús- fæðingu, nokkuð sem ekki hefur komið fram í erlendum rannsóknum. Því vaknar sú spurning hvort hið huglæga mat á Apgar- stigum sé áreiðanlegt eða hvort munur á matsaðferðum einstakra ljósmæðra geti komið fram með þessum hætti. Ekkert barn í þessari rannsókn lést í eða eftir fæðingu, en umræða um heimafæðingar hefur Tafla 2: Samanburður á útkomubreytum fæðingar Tafla 4: Samanburður á útkomubreytum barns Heima Sjúkrahús P Fæðingarmáti 0,10 Eðlileg fæðing 38 34 Töng/sogklukka 1 2 Keisaraskurður 0 3 Flutningur 7 8 0,77 Bráður flutningur 0 1 0,50 Ástæða flutnings 0,38 Verkjastilling 2 4 Annað 5 4 Tímasetning flutn. 05:08 03:00 0,18 Tafla 3: Samanburður á útkomubreytum móður Heima Sjúkrahús P Spangarrifa Heil spöng 15 17 1° rifa 7 12 2° rifa 15 9 3° rifa 2 1 ˂3° rifa 37 38 0,50 Spangarklipping 3 4 0,50 Rifa í leggöngum 0 2 0,25 Rifa á leghálsi 0 0 - Blæðing 0,371 0,496 0,19 Blæðing ˂800ml 38 33 Blæðing ≥800ml 1 6 0,05 Oxytocinörvun 3 11 0,02 Mænurótardeyfing 4 12 0,03 Blóðgjöf 0 1 0,50 Heilsufarsvandamál 4 9 0,13 löngum snúist um hvort þær ógni lífi ófæddra barna. Því miður hefur umræðan í auknum mæli einkennst af fagpólitískum áherslum frekar en vönduðum fræðilegum vinnubrögðum. Sumarið 2010 komst í hámæli meta-analýsa þar sem fram kom marktækt hærri tíðni nýburadauða í fyrir- fram ákveðnum heimafæðingum (Wax, Lucas, Lamont, Pinette, Cartin og Blackstone, 2010). Samstundis kom fram gagnrýni úr ýmsum áttum á aðferðafræði og áherslur í framsetningu (Hayden, 2011; Michal, Janssen, Vedam, Hutton og de Jonge, 2011). Sem dæmi má nefna að skilgreining meta- analýsunnar á burðarmálsdauða samræmdist smærri rannsóknum sem innihéldu meðal annars heimafæðingar hjá konum í áhættuhópum og konum sem fæddu heima án aðstoðar, en útilokaði hina stóru hollensku rannsókn de Jonge og félaga (2009) sem sýndi engan mun á tíðni burðarmálsdauða hjá hraustum konum. Í kjölfar slíkrar gagnrýni gáfu samtök bandarískra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (ACOG) út endurskoðað nefndarálit um rétt kvenna til að velja heimafæðingu að fenginni vandaðri Heima Sjúkrahús P Apgar1 8,13 7,90 0,20 Apgar5 9,64 9,28 0,04 Apgar5 ˂7 0 1 0,50 Apgar5 ˂9 1 7 0,03 Endurlífgun 0 0 - Vökudeildarinnlögn 1 0 0,50 Heilsufarsvandamál 6 5 0,75 Burðarmálsdauði 0 0 -

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.