Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 26
26 Ljósmæðrablaðið - desember 2011 þessi aðferð muni fá meiri athygli eftir því sem tímar líða. Hverjir eru starfshættir á fæðingardeildum á Íslandi? Leyfum við barninu að „leita að brjóstinu“? Gefum við barninu tíma að finna brjóstvörtuna á sínum hraða, liggjandi á maganum á bringu móðurinnar strax eftir fæðinguna? Mín tilfinning er sú að þetta sé ekki almennt gert en kannski af einstöku ljós- mæðrum. Það er bara tilfinning ljósmóður sem nýlokið hefur námi og fengið klíníska þjálfun á 4 fæðingardeildum en hjá þó nokkuð mörgum ljósmæðrum. Ég velti því fyrir mér af hverju við erum ekki komnar lengra með þessa þekkingu á hæfileika nýburans þar sem 24 ár eru síðan þetta var fyrst birt (Widström o.fl., 1987). Viss atriði geta hindrað okkur í því að láta barnið um fyrstu brjóstagjöfina. Það getur verið að þörf okkar til að hjálpa barninu að gera þetta „rétt“ sé ríkjandi. Leiðbeiningar, til margra ára, um brjóstagjöf hafa verið á þá leið að halda þurfi á barninu í vissum stellingum til að tryggt verði að það taki brjóstið „rétt“. Í því felast jafnframt þau skilaboð að barninu sé ekki treystandi til þess að gera þetta svo viðunandi sé (Glover, 2007). Sannleikurinn er sá að þetta er alls ekki auðvelt í framkvæmd því það þarf að undirbúa foreldrana og þá sérstaklega mæðurnar og við sem ljósmæður þurfum að læra að treysta barninu - alveg. Við þurfum að gefa okkur tíma til að læra að treysta og prófa okkur áfram. Erfitt er að halda að sér höndum sem er þó það mikilvægasta en einnig getur margt truflað þessa dásamlegu stund. Einhverri ljósmóður gæti fundist að drífa þurfi barnið á brjóst sem fyrst af því einhversstaðrar stendur að best sé að barn taki brjóst innan hálftíma eða nota þarf fæðingar- stofuna fljótlega og/eða aðstæður úti á landi hvetja okkur til að vera búnar með alla papp- írsvinnu ef inn kæmi önnur kona í fæðingu. Í síðastnefnda tilvikinu þarf að aðskilja móður og barn meðan vigtað er og mælt sem truflar „leitina að brjóstinu“. Fæðing í heimahúsi bíður upp á ákjósanlegustu aðstæðurnar fyrir leitina að brjóstinu (Odent, 2003). Hvað varðar líffræðilegt uppeldi er það heillandi ný kenning sem enn er að hreiðra um sig í vitsmunum okkar. Kenning sem skýrir frá líffræðilegu sjónarhorni hvernig barnið getur sjálft borið ábyrgð á brjóstagjöfinni sinni fyrstu þrjá dagana ef það er á réttum stað. Hvernig það getur náð til sín nægri broddmjólk, eins oft og það þarfnast þar til mjólkurmyndun hefst (Colson, 2010). Mér þætti gaman að heyra frá ljósmæðrum varðandi reynsluna af því að treysta nýfæddu barninu til að leita að og finna brjóstið strax eftir fæðinguna. Ef áhugi er fyrir því á fæðingardeildum að taka upp „leitina að brjóstinu“ eftir fæðingu er hægt að panta mynd- diska með leiðbeiningum fyrir fagfólk á þessari vefslóð: http://www.healthychildren.cc/index. cfm?show=skin2skin Heimildaskrá: Bergman, N.(2005). Restoring the original paradigm for infant care. Sótt 11.september 2009 af http://www. kangaroomothercare.com/prevtalk01.htm. Cadwell, K., Turner-Maffei, C., O´Connor, B., Blair, B.C., Arnold, L.D.W. og Blair, E.M. (2006). Maternal and infant assessment for breastfeeding and human lactation: A guide for the practitioner (2.útgáfa). Sudbury, MA: Jones and Bartlett publishers. Colson, S. (2010). An Introduction to Biological Nurturing: New angles on breastfeeding. Amarillo, TX: Hale publis- hing, L.P. Colson, S. (2005). Maternal breastfeeding positions: Have we got it right? (2). The Practising Midwife, 8(11), 29-32. Colson, S. (2007)a. Biological Nurturing (1): A non- prescriptive recipe for breastfeeding. The Practising Midwife, 10(9), 42-48. Colson, S. (2007)b. Biological Nurturing (2): The physiology of lactation revisited. The Practising Midwife, 10(10), 14-19. Colson, S.D., Meek, J.H. og Hawdon, J.M. (2008). Optimal positions for the release of primitive neonatal reflexes stimulating breastfeeding. Early Human Development, 84, 441-449. Erlandsson, K., Dsilna, A., Fagerberg, I. og Christensson, K. (2007). Skin-to-skin care with the father after cesarean birth and its effect on newborn crying and prefeeding behavior. Birth, 34(2), 105-113. Gaskin, I.M. (2009). Ina May´s guide to breastfeeding. USA: Bantam Books. Glover, R. (2007). Árangursrík brjóstagjöf (Björk Tryggvadóttir, Ingibjörg Baldursdóttir og Jóna Margrét Jónsdóttir þýddu). Sótt á netið 15.maí 2011 af http://www. heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3152 Ingram, J., Johnson, D., & Greenwood, R. (2002). Breastfeeding in Bristol: Teaching good positioning, and support from fathers and families. Midwifery, 18(2), 87-101. Matthiesen, A.S., Ransjö-Arvidson, A.B., Nissen, E. og Uvnäs-Moberg, K. (2001). Postpartum maternal oxytocin release by newborns: Effects of infant hand massage and sucking. Birth, 28(1), 13-19. Moore, E.R., Anderson, G.C. og Bergman, N. (2007). Early skin-to-skin contact for mothers and their healthy newborn infants. Cochrane Databases systematic review 3, 439-440. Odent, M. (2003). Birth and breastfeeding: Rediscovering the needs of women during pregnancy and childbirth. East sussex: Clairview books. Ransjö-Arvidson, A.B., Matthiesen, A.S., Lilja, G., Nissen, E., Widström, A.M. og Uvnäs-Moberg, K. (2001). Maternal analgesia during labor disturbs newborn behavior: Effects on breastfeeding, temperature, and crying. Birth, 28(1), 5-11. Righard, L. og Alade, M.O. (1990). Effect of delivery room routines on success of first breast-feed. The Lancet, 336, 1105-1107. Watson-Genna, C. (2010). Facilitating autonomous infant hand use during breastfeeding. Clinical lactation, 1, 15-20. Widström, A.-M., Lilja,G., Aaltomaa-Michalias, P. Dahllöf, A., Lintula, M. og Nissen, E. (2011). Newborn behavior to locate the breast when skin-to-skin: a possible method for enabling early self-regulation. Acta Pædiatrica, 100(1), 79-85. Widström, A.-M., Ransjö-Arvidsson, A.B., Christensson, K., Mattiesen, A.-S., Winberg, J. og Uvnäs-Moberg, K. (1987). Gastric suction in healthy newborn infants: Effects of circulation and developing feeding behavior. Acta Pædiatrica, 76(4), 566-572. Ástríður Anna Sæmundsdóttir fæddist á Einarsstöðum í Reykjadal, S-Þing. 25. júní 1922. Útskrif- aðist frá LMFÍ 30. september 1945. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, 16. desember 2010. Katrín Loftsdóttir fæddist á bænum Bakka í Austur-Landeyjum 25. janúar 1917. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1942. Hún lést 12. júní 2011. Kristín Guðbjörg Ingimundardóttir fæddist í Gerði á Barðaströnd 8. apríl 1919. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1946. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði, 14. júní 2011. Auðbjörg Hannesdóttir fæddist 7. ágúst 1930 í Efstabæ í Skorradal Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1957. Hún lést á Landspítala Fossvogi, 27. júlí 2011. Sigurrós Laufey Líkafrónsdóttir Hrafnfjörð fæddist á Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum 23. júní 1921. Útskrif- aðist frá LMFÍ 30. september 1951. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund, 8. ágúst 2011. Jóhanna Friðmey Líkafrónsdóttir Hrafnfjörð fæddist 29. nóvember 1925 á Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1947. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, 15. ágúst 2011. Þórunn Árnadóttir fæddist á Akureyri 11. júní 1941. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. sept- ember 1964. Hún lést á lungnadeild Landspítala í Fossvogi, 20. september 2011. Ljósmæður kvaddar MINNING Blessuð sé minning þeirra.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.