Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 31
31Ljósmæðrablaðið - desember 2011 „Mikilvægt að klíníkin og rann- sóknarstarfið gangi hönd í hönd“ Viðtal við Elisabeth Hals Á Landspítala var ákveðið að hrinda af stað gæðaverkefni með það að markmiði að fækka 3.og 4. gráðu spangarrifum. Elisabeth Hals ljósmóðir kom hingað til lands, frá Noregi, í lok október til að koma verkefninu af stað. Okkur í ritnefndinni langaði til að fræðast aðeins um hana og hennar störf og tók hún vel í það að koma í viðtal, settist hún niður með Ástu Hlín Ólafsdóttur ljósmóður í Hreiðrinu. Viltu byrja á að segja mér aðeins af sjálfri þér? Ég bý í Lillehammer sem er lítill bær um 200 km fyrir norðan Ósló. En ég er frá Lier, sem er bær milli Drammen og Ósló. Ég á mann og þrjú uppkomin börn. Sú yngsta, sem er 19 ára, býr ennþá heima. Strákarnir mínir búa í Ósló og Þrándheimi. Lillehammer er mikill vetraríþróttabær, það er töluverður snjór þar á veturna. Við förum mikið á gönguskíði yfir vetrartímann og sumrin snúast um útivist og gönguferðir. Svæðið í kringum Lillehammer er einstakt útivistar- svæði. Það er bara 10 mínútna akstur til Hafjell þar sem er stórt skíðasvæði sem var eitt af svæðunum sem var notað á vetrar Ólympíuleikunum 1994. Ég hef starfað sem ljósmóðir síðan 1987. Ég kláraði ljósmóðurfræðina í Bergen það ár og tók seinna árið í ljósmóðurfræðinni í Arendal. Ég man að ég var eini neminn og fékk 106 fæðingar þar. Það voru mikil forrétt- indi að vera eini neminn og fá öll tækifærin. Ég byrjaði að vinna í Gjøvik, var þar í tvö ár, en hef verið í Lillehammer síðan. Þar er meðalstórt sjúkrahús sem er svæðissjúkrahús fyrir austurlandið (regionsykehus for helse øst). Það eru fimm slík sjúkrahús í Noregi. Við erum með vökudeild sem tekur á móti fyrirburum niður að viku 28. Þau börn sem fæðast fyrir viku 28 eru send til Ullevål. Það eru um 1200 fæðingar á ári í Lillehammer. Þetta er lítið sjúkrahús, en það eru mörg sjúkrahús á þessu svæði. Síðustu sex árin hef ég gegnt stöðu sem hefur með starfsþróun ljósmóðra að gera (fagutviklingsjordmor). Ég vinn fulla vinnu, og rúmlega það, bæði í klíník og við starfsþróun. Fyrir þremur árum var ég á ABC deildinni á Ullevål (deild með náttúrulegar/ eðlilegar fæðingar) í 6 mánuði. Mig langaði að kynnast starfinu á þessháttar deild. Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á verndun spangar? Ég hafði ekki meiri áhuga á því en annað starfsfólk á deildinni áður en við í Lillehammer vorum spurð hvort við vildum vera með í þessari rannsókn um verndun spangar, það var árið 2006. Ég var ekki viss í byrjun hvort þetta væri nokkuð sniðugt, ég var frekar efins í upphafi, hugsaði hvort það væri yfir höfuð rétt að gera þetta. En við vorum alveg tilbúin að prófa þetta. Við horfðum á tölfræðina okkar og sáum að við urðum að gera eitthvað. Árið 2003 höfðum við hátt hlutfall af stórum rifum. Ég var ekkert áhugasamari en hinir á þessum tíma en tók svo meira og meira þátt í átakinu þar sem ég gegndi stöðu sem sneri að starfþróun. Í gegnum þá stöðu kom það svo í minn hlut að hafa yfirumsjón með þessu breytta vinnulagi. Ég var líka tengiliður okkar sjúkrahúss í verkefninu. Ég varð svo sífellt áhugasamari þegar ég sá niðurstöðurnar. Ég varð mjög fljótt sannfærð um að þetta virkaði. Hefur þú farið víða til að leiðbeina ljós- mæðrum? Nei, þetta er í fyrsta sinn sem ég fer erlendis til þess. Ég hef farið einu sinni til Gjøvik og svo hafa sjúkrahúsin í Lillehammer, Gjøvik og Elverum haft sameiginlega fundi. Það gæti orðið meira um það en svona breytingar taka tíma. Það hefur verið töluverð andstaða gegn þessu breytta vinnulagi í Noregi og er enn. Það hafa komið upp ákveðnar efasemdir og gagnrýni á rannsóknina, meðal annars að hún sé ekki byggð á tilviljanakenndu úrtaki. Og það er auðvitað veikleiki á rannsókninni en við byrjuðum með okkar rannsókn eftir að sjúkrahúsið í Fredrikstad birti sínar niður- stöður. Þær voru svo sláandi góðar að okkur fannst ekki siðferðilega stætt á því að taka tilviljanakennt úrtak og bjóða þannig bara sumum upp á meðferðina. Getur þú lýst prógramminu fyrir okkur? Hvernig gengur þjálfunin og fræðslan fyrir sig? Allar ljósmæður á deildinni hjá okkur fengu þjálfun í tengslum við rannsóknina. Nýjar ljósmæður sem eru ráðnar á deildina fara sjálfkrafa í gegnum fræðslu og þjálfun í þessum vinnubrögðum. Það er farið í gegnum þá þætti sem aðferðin byggir á og þær æfa sig með leiðbeinanda áður en þær fá að taka sjálfar á móti. Þetta er eitt af því sem er í vinnureglum fyrir nýtt starfsfólk á deildinni, gæðastýringunni er þannig háttað. En þetta var mikið átak þegar deildin fór í gegnum þetta á sínum tíma. Við höfðum finnska ljósmóður hjá okkur, svona eins og ég er núna hjá ykkur. Er þetta svipað prógramm hjá okkur? Er það svipað í framkvæmd? Já, meira og minna. Við gerum þetta kannski á aðeins ólíkan hátt, við erum ólíkar mann- eskjur. Ég verð hér alla virka daga í 4 vikur, bæði á Fæðingargangi og í Hreiðrinu. Ég tala við ljósmóðurina áður en kemur að fæðingu meðal annars um að hún undirbúi konuna undir að ég komi og verði með í fæðingunni og rifja upp grundvallaratriðin sem aðferðin gengur út á. Langoftast tekur ljósmóðirin á móti barninu og ég hef hendurnar mínar ofan á hennar eða leiðbeini mjög náið. Ég hef bein samskipti við ljósmóðurina sjálfa en konan heldur áfram að eiga samskipti við sína ljósmóður, ég vona að þetta trufli ekki of mikið. Ég reyni að fara varlega og láta lítið fyrir mér fara. En á sama tíma er það mikilvægt að viðkomandi fái nákvæmar og skýrar leiðbeiningar alveg frá byrjun. Margar ljósmæður fá ekki nema eitt tækifæri með mér og það verður að nýta það vel. Það er ekki einu sinni víst að ég nái að vera með öllum í fæðingu. Eftir fæðinguna tölum við svo saman um hvað gekk vel eða hvað mátti betur fara. Svo fer ég einn dag til Akureyrar, þeir höfðu samband og vildu fá tækifæri til að læra handtökin. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? Ég verð að segja að þetta er mjög tilbúinn hópur, bæði ljósmæður og læknar. Það er augljóslega búið að undirbúa þetta vel, allir eru mjög áhugasamir og vilja hafa mig með í fæðingu og það er ekkert sjálfsagt. Við í Lillehammer vorum meira á varðbergi þegar þetta var innleitt hjá okkur, vorum svolítið efins svo að ég var undir það búin að það yrði svipað hér. Það hefur örugg-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.