Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 15
15Ljósmæðrablaðið - desember 2011 hvað þetta varðar en einungis um 30-49% barna eru eingöngu á brjósti við 4 eða 5 mánaða aldurs og um 4-14% til 6 mánaða aldurs (Geir Gunnlaugsson, 2005; Inga Þórsdóttir, Ása Vala Þórisdóttir og Gestur I. Pálsson, 2008; Kolbrún Jónsdóttir og Geir Gunnlaugsson, 2001). Í ljósi þessa er því mikilvægt að meta hvernig best má styðja við bakið á mæðrum sem geta og vilja hafa börn sín á brjósti. Í þeim tilgangi að varpa ljósi á þekk- ingarþróun um sjálfsöryggi við brjóstagjöf verður styttri útgáfa af mælitæki Dennis SF-BSES tekin sérstaklega til skoðunar þar sem kynntur verður hugmyndafræðilegur bakgrunnur þess og kerfisbundið rýnt í rannsóknir sem prófað hafa mælitækið á hinum ýmsu tungumálum víðs vegar um heim. Að lokum verður komið inn á hagnýtt gildi þekkingar og hlutverk ljós- mæðra við að efla sjálfsöryggi mæðra eða trú þeirra á eigin getu til að hafa börnin á brjósti. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR OG HUGMYNDAFRÆÐI SJÁLFSÖRYGGISKVARÐANS BSES-SF Dennis (1999) þróaði mælitæki til að meta sjálfsöryggi kvenna við brjóstagjöf (Breastfeeding Self-Efficacy Scale (BSES)) þar sem hún studdist við hugmyndafræði og námskenningu Albert Bandura, auk þekkingar um brjóstagjöf. Hún byggði einnig mælitækið á eigindlegri viðtals- rannsókn við mæður auk þess að hún leitaði eftir samvinnu fagaðila til að meta innihaldsréttmæti mælitækisins. Hún þróaði bæði lengri og styttri útgáfu af mælitækinu. Lengra mælitækið inniheldur 33 fullyrðingar (BSES) en styttri útgáfan 14 fullyrðingar (BSES-SF). Eins og Bandura hefur lagt til þá höfða þær allar á jákvæðan hátt til sjálfsöryggis við brjóstagjöf og eru svarmöguleikarnir á 5 punkta Likert kvarða (1 merkir alls ekki sjálfsörugg og 5 merkir mjög sjálfsörugg). Samanlagður stigafjöldi getur verið á bilinu 33-165 fyrir lengri útgáfuna en 14-70 fyrir þá styttri og eftir því sem stigin eru fleiri því sjálfsöruggari er konan við brjóstagjöfina. Eins og Bandura skilgreinir fjóra megin- þætti sem hafa áhrif á sannfæringarmátt einstaklinga á eigin getu (self efficacy expectancy), þá bendir Dennis á mikilvægi þess að vinna út frá þessum þáttum í þeim tilgangi að styrkja sjálfsöryggi kvenna við brjóstagjöf: Fyrri persónulegur árangur eða afrek sem höfða meðal annars til fyrri reynslu (Performance accomplishment). Þó margar rannsóknir hafi sýnt fram á að fjölbyrjur séu sjálfsöruggari en frum- byrjur hefur einnig komið í ljós að eðli reynslunnar skiptir máli. Góð reynsla ýtir undir þróun sjálfsöryggis á meðan neikvæð eða erfið reynsla dregur frekar úr örygginu (Oriá, Ximenes, Ameida, Glick og Dennis, 2009). Æskilegt er talið að hjálpa konum strax á meðgöngu að byggja upp sjálfsöryggi gagnvart brjóstagjöfinni og fylgja stuðningnum síðan markvisst eftir í kjölfar fæðingar. Ef fyrri reynsla var neikvæð eða erfið er æskilegt að skoða hvort mistúlkun á einhverjum þáttum hefur dregið úr öryggi konunnar og hjálpa henni til að vinna úr neikvæðum hugsunum, tilfinningum, kvíða og ótta gagnvart næstu brjóstagjöf (Bowels, 2011; Laantera, Pietila, Ekstöm og Pölkki, 2011). Fyrir sjálfsöryggi konunnar skiptir síðan máli að brjóstagjöfin fari vel af stað og því er stuðningur og góð leiðsögn sérlega mikilvæg strax eftir fæðingu og fyrstu vikuna heima. Ef konan hefur reynslu af árangursríkri brjóstagjöf styrkir það væntanlega sjálfsöryggi hennar við upphaf brjóstagjafar næsta barns (Blyth o.fl., 2002; Dennis, 1999, 2006; McQueen o.fl., 2011). Aðstæður við brjóstagjöfina geta verið mismunandi og mikilvægt að kortleggja og greina undirliggjandi vanda og hugsanlegar ástæður fyrir því að konur skynja sig óöruggar við brjóstagjöfina. Áhrifaþættirnir geta til dæmis verið vandamál við brjóstagjafatækni, truflandi þættir í umhverfi og einstaklings- bundin þörf fyrir aðstoð og leiðsögn við brjóstagjöfina. Með því að leiðbeina konunum á árangursríkan hátt við upphaf brjóstagjafar þá stuðla ljósmæður að bættu sjálfsöryggi þeirra (Dennis, 1999). Áhrif er koma frá reynslu annarra/áhrif fyrirmynda eða staðgengla (Vicarious experiences). Reynsla annarra kvenna af brjóstagjöf getur haft áhrif á sjálfsöryggi við brjóstagjöf hvort sem um er að ræða myndefni eða lifandi fyrirmyndir. Þá getur erfið reynsla annarra dregið úr kjarki og sjálfsöryggi á sama hátt og jákvæð og árangursrík reynsla eflir sjálfsöryggið. Í rannsókn Moore og Coty (2006) kom í ljós að svokallaðar „horror“ sögur í hópi samstarfsfólks, vina og ættingja eða frásagnir af slæmri reynslu kvenna voru frekar algengar og drógu þær mjög úr kjarki og sjálfsöryggi kvennanna. Áhrif jákvæðra fyrirmynda eru talin vera sérstaklega hjálpleg þeim konum sem ekki hafa áður haft barn á brjóst. Eins og Bandura bendir á, hafa fyrirmyndir mismikil áhrif eftir því hve vel viðkomandi getur samsamað sig fyrirmyndinni og sett sig í spor hennar. (Bandura, 1994; Dennis, 1999). Einnig skiptir máli hve vel fyrir- myndinni tekst til eða ef um kennsluefni að ræða, hve vel staðið er að sýnikennslunni. Til dæmis þegar barn er lagt á brjóst getur reynst hjálplegt að sýna bæði góða og slæma tækni þannig að viðkomandi greini muninn þar á milli. Sem dæmi um áhrif fyrirmynda þá hafa rannsóknir sýnt að stuðningshópar mæðra sem reynslu hafa af brjóstagjöf gefa góða raun (Dennis, 1999, 2006; Dennis, Hodnett, Gallop og Chalmers, 2002). Sannfæringarkraftur annarra (Verbal persuasion) um getu konunnar til þess að hafa barnið á brjósti hefur jákvæð áhrif á sjálfsöryggi. Hér getur til dæmis verið um að ræða stuðning og hvatningu frá maka, brjóstaráðgjafa, hjálparmæðrum, ljósmóður, nánum vinkonum, vinum eða skyldmennum. Einnig getur það haft jákvæð áhrif á sjálfsöryggi ef konum er bent á það sem gengur vel og er árangursríkt við brjóstagjöfina fremur en að einblína eingöngu á vandamálin eða þætti sem draga úr sjálfsörygginu (Bowels, 2011; Dennis, 2006). Í rann- sókn Blyth og félaga (2004) kom í ljós að konur sem skynjuðu sig hafa fengið góðan stuðning við brjóstagjöfina voru marktækt líklegri til þess að hafa börnin á brjósti fyrstu vikuna samanborið við konur sem skynjuðu lítinn stuðning. Auk þess kom í ljós að konur sem voru eingöngu með börnin á brjósti sögðust hafa fengið marktækt meiri stuðning en þær konur sem gáfu aðra næringu með brjóstagjöf og þær sem nærðu börnin með pelagjöf. Á báðum tímabilunum hafði skynjað sjálfsöryggi konunnar við brjóstagjöf og ásetningur hennar á meðgöngu um tímalengd brjóstagjafar marktæk áhrif. Samfelld þjónusta sem skapar markvissan stuðning og fræðslu frá sömu ljósmóðurinni stuðlar að því að konur hafa börn sín frekar og lengur á brjósti (Porteous, Kaufma og Rush, 2000). Velta má því fyrir sér hvort sannfæringarkraftur og stuðningur ljósmóður við skynjað sjálfsöryggi mæðranna skili sér betur þegar þjónustan er samfelld og einstaklings- miðuð. Lífeðlisfræðilegt og tilfinningalegt ástand (Physiological and emotional responses). Það er vitað mál að líðan móður hvort sem er líkamleg eða tilfinn- ingaleg hefur áhrif á gang brjóstagjafar. Verkir, þreyta, streita, kvíði eða önnur vanlíðan getur til dæmis truflað eðlilega framleiðslu mjólkurlosunar hormónsins oxytocins með þeim afleiðingum að barnið fær ekki næga næringu, verður óvært og brjóstagjöfin gengur erfiðlega. Eins og Bandura bendir á, getur vanlíðan konunnar einnig haft neikvæð áhrif á sýn hennar á eigin getu til brjóstagjafar og dregið úr sjálfsöryggi við brjóstagjöf (Bowels, 2011; Dennis, 1999; Ystrom, Niegel, Klepp og Vollrath, 2008). Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á neikvæða fylgni á milli þunglyndiseinkenna mældum með EPDS kvarðanum og sjálfsöryggisstiga BSES (Dai og Dennis, 2003; Dennis, 2003; Dennis og McQueen, 2010; Zubaran o.fl., 2010). Í ljós hefur komið að þunglyndar konur hafa frekar tilhneigingu til að hætta fyrr með börn sín á brjósti eingöngu (Thome, Alder og Ramel, 2006) og

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.