Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 4
Veður Norðan 3-8 í dag, en 8-13 með austurströndinni. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig. SJÁ SÍÐU 46 Gjörningur í Mengi Ljósmyndari Fréttablaðsins fylgdist náið með þegar Konulandslag, nýjasti gjörningur Önnu Kolfinnu Kuran, var sýnt í Mengi á Óðinsgötu í gær. Í samstarfi við fjölda listakvenna sem tóku þátt í flutningi gjörningsins gerði Anna Kolfinna tilraun til að taka yfir Mengi í gærkvöldi og fyllti það með konum sem sköpuðu sér sitt eigið landslag innan um veggi rýmisins, að því er sagði í viðburðarlýsingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNMÁL Fjárframlög ríkisins til stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi verða alls 744 milljónir á yfirstandandi ári. Rétt til slíkra greiðslna eiga flokkar sem hljóta minnst einn þingmann kjörinn eða fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Skiptast fjármunirnir hlutfalls- lega eftir atkvæðamagni flokkanna í alþingiskosningunum 2017. Þann- ig fær Sjálfstæðisflokkurinn mest eða rúmar 178 milljónir króna, Vinstri græn fá rúmar 123 milljónir, Samfylkingin fær rúma 91 milljón, Miðflokkurinn rúmar 83 milljónir, Framsóknarflokkurinn rúmar 82 milljónir, Píratar rúmar 72 milljónir, Flokkur fólksins rúmar 57 milljónir og Viðreisn tæpar 56 milljónir. Úthlutunin er gerð á grundvelli laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsinga- skyldu þeirra. Meðal markmiða lag- anna er að „tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála“. – sar 744 milljónir til flokkanna Greiðslurnar eru ákvarðaðar í fjárlögum hvers árs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 595 1000 Lignano Beint flug í allt sumar Ítalía Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra Verð frá kr. 130.595 Ve rð á ma nn m .v. 3. jú ní á H ote l L a P er go la NÝTT 2019 LÚXEMBORG Allar almenningssam- göngur í Lúxemborg verða gjald- frjálsar frá og með 1. mars á næsta ári. Undantekning er þó ef menn vilja ferðast á fyrsta farrými í lest. Nú þegar eru almenningssam- göngur fyrir þá sem eru yngri en 20 ára endurgjaldslausar. Markmiðið með frímiðum í almenningssamgöngur er að minnka biðraðir í umferðinni. Hver íbúi Lúxemborgar bíður að meðal- tali 35,18 klukkustundir í umferð- inni á einu ári. – ibs Frítt í strætó í Lúxemborg Minnka á biðraðir í Lúxemborg. HEILBRIGÐISMÁL Veikindi nokkurra barna í Fossvogsskóla í vetur eru af foreldrunum rakin til myglu í skóla- byggingunni. Verkfræðistofan Mann- vit sem tók sýni í haust sagði raka- skemmdir í húsnæðinu einhverjar en ekki miklar. Eftir að fimm ryksýni og eitt efnis- sýni voru tekin í Fossvogsskóla 20. og 21. september og niðurstöður rann- sóknar lágu fyrir var ráðist í alþrif á húsnæðinu í desember samkvæmt ráðleggingum frá umhverfis- og skipulagssviði og skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkurborgar. Einn nemandi mun hafa verið mjög mikið frá vegna veikinda sem myglunni er kennt um og fleiri börn munu hafa fundið til verulegra óþæginda og verið slöpp. Blaðamaður náði ekki tali af Aðal- björgu Ingadóttur, skólastjóra Foss- vogsskóla, í gær en í tölvupósti henn- ar til foreldra fyrir viku er farið yfir stöðuna. Foreldri barns sem sýnt hafi einkenni sem rekja megi til lélegra loftgæða ásamt foreldri annars barns í skólanum gagnrýni túlkun Mann- vits á greiningu Náttúrufræðistofn- unar Íslands á sýnunum og sömu- leiðis aðgerðirnar í kjölfarið. Telji þeir að í sýnunum sé að finna merki um að húsnæðið sé ekki laust við rakaskemmdir og myglu. „Foreldri barnsins telur að Mann- vit mistúlki niðurstöður NÍ og að sýnin sem tekin voru gefi ekki raun- sanna mynd af loftgæðum í húsnæð- inu,“ segir í pósti skólastjórans sem boðar nýja úttekt í öllum skólanum. „Skólaráð er vel upplýst um alla málavöxtu og lítur málið alvar- legum augum,“ skrifar Aðalbjörg foreldrunum. „Skólaráð væntir þess að fá svör sem allra fyrst um að fyrir- hugaðar mælingar á loftgæðum sem gera á á næstunni verði gerðar með ítarlegum hætti þannig að þær gefi raunsanna mynd af loftgæðum í skólahúsnæðinu svo að ekki leiki vafi á því hvort um rakaskemmdir eða myglu er að ræða.“ Fréttablaðið vildi í gær fá að mynda inni í Foss- vogsskóla, meðal annars á kaffistofu kennara þar sem rakablettir eru í loftklæðningu. Ljósmyndari hitti þá fyrir Aðalbjörgu skólastjóra sem leyfði ekki myndatökur á meðan málið væri enn í skoðun. Nýtt vinnulag vegna raka- skemmda var kynnt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á þriðjudag. Bókaði áheyrnarfull- trúi framkvæmdastjóra frístunda- miðstöðva að þeir fögnuðu því að verklagsreglur vegna myglu verði að veruleika. Skort hafi á mat, eftir- fylgni og framkvæmd hjá borginni í þessum efnum. „Í dag er húsnæði þriggja frístunda- miðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frí- stundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamið- stöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frí- stundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir,“ bókaði áheyrnarfulltrúinn. gar@frettabladid.is Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skóla- stjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. Ekki fékkst leyfi til að mynda innandyra í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Skólaráð er vel upplýst um alla málavexti og lítur málið alvarlegum augum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -8 4 1 0 2 2 2 5 -8 2 D 4 2 2 2 5 -8 1 9 8 2 2 2 5 -8 0 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.