Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 40
Orkuskipti í sam-
göngum eru sam-
bærileg þeim orkuskipt-
unum sem urðu með
innleiðingu hitaveitunn-
ar á sínum tíma.
Vera
Einarsdóttir
vera@frettabladid.is
Rafvæðing bílaflotans felur ekki aðeins í sér loftslagsávinning. Aukin nýting
innlendra endurnýjanlegra orkugjafa hefur fjárhagsávinning í för með sér.
Aðgerðaáætlun í loftslags-málum 2018-2030 var kynnt síðastliðið haust en mark-
mið hennar er að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda og stuðla
að aukinni kolefnisbindingu
þannig að Ísland geti staðið við
markmið Parísarsamningsins til
2030 og markmið ríkisstjórnar-
innar um kolefnishlutleysi árið
2040. Áætlunin samanstendur af
34 aðgerðum á ýmsum sviðum en
megináherslurnar eru á orku-
skipti í samgöngum, með sérstakri
áherslu á rafvæðingu í vega-
samgöngum og átak í kolefnis-
bindingu þar sem skógrækt og
landgræðsla gegna lykilhlutverki.
Um 60 prósent af olíunotkun
hér á landi tengjast vegasam-
göngum en olíunotkun er stærsti
hluti þeirrar losunar sem er á
ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Til
að standa við þær skuldbindingar
sem Ísland hefur undirgengist
með Parísarsáttmálanum er því
nauðsynlegt skipta olíu út fyrir
umhverfisvæna orkugjafa. Orku-
skipti í samgöngum eru sambæri-
leg þeim orkuskiptum sem urðu
með innleiðingu hitaveitunnar á
sínum tíma. Hætt var að brenna
mengandi og innfluttum orku-
gjöfum og innlend, endurnýjanleg
orka nýtt í staðinn. Verkefnið í dag
er af sama meiði og markmiðið að
vera á meðal fyrstu ríkja heims til
að ná fram fullum orkuskiptum,
það er bæði í húshitun og vega-
samgöngum.
Eftirfarandi aðgerðir veiga-
mestar þegar kemur að orku-
skiptum í samgöngum:
n Verulega verður aukið við
fjárfestingar og innviði vegna
rafvæðingar í samgöngum en
ríkisstjórnin áætlar að verja 1,5
milljörðum króna á næstu fimm
árum til uppbyggingar inn-
viða fyrir rafbíla og rafvæðingu
hafna.
n Hvatar til að fjárfesta í öku-
tækjum sem losa lítinn koltví-
sýring verða efldir. Ívilnunum
fyrir rafbíla og aðra visthæfa
bíla verður viðhaldið og nýjum
ívilnunum komið á vegna
almenningsvagna, dráttarvéla og
fleiri þyngri ökutækja og vegna
kaupa og útleigu á ökutækjum í
atvinnurekstrarskyni.
n Kolefnisgjald verður áfram
hækkað og almenningssam-
göngur styrktar í samræmi við
samgönguáætlun. Fylgt verður
fordæmi nágrannaríkja líkt og
Noregs, Frakklands og Bret-
lands og mörkuð sú stefna að
nýskráning bíla sem eingöngu
ganga fyrir jarðefnaeldsneyti
verði ólögmæt. Miðað er við árið
2030.
n Gætt verður sérstaklega að
hugsanlegum undanþágum t.d.
á stöðum þar sem erfitt kann að
vera að nota aðra bíla en þá sem
ganga fyrir bensíni og dísil.
Íslendingar standa betur að vígi
þegar kemur að nýtingu endur-
nýjanlegra orkugjafa en margar
aðrar þjóðir en með því að nýta
í stórauknum mæli okkar eigin
endurnýjanlegu orkuauðlindir í
stað innflutts eldsneytis mun efna-
hagslegt sjálfstæði landsins styrkj-
ast. Aðgerðaáætlunin felur því
ekki aðeins í sér loftslagsávinning.
Samkvæmt útreikningum Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands
borgar rafvæðing bílaflotans sig
til lengri tíma út frá hreinum fjár-
hagssjónarmiðum.
Heimild: stjornarradid.is
Ísland er í fararbroddi í átt
að fullum orkuskiptum
Orkuskipti í sam-
göngum eru sam-
bærileg þeim
orkuskiptum
sem urðu með
innleiðingu hita-
veitunnar á sínum
tíma. Markmið
stjórnvalda er
að Ísland verði á
meðal fyrstu ríkja
heims til að ná
fullum orkuskipt-
um, það er bæði í
húshitun og vega-
samgöngum.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir þýðingarmikið að
koma á fót kauphöll raforkunnar sem muni hafa fjölbreytt jákvæð áhrif í
framtíðinni. MYND/STEFÁN
Ef maður horfir á raforku-kerfið þá er það raunveru-lega forsenda fyrir nútíma-
lifnaðarháttum að hafa aðgang
að öruggu og traustu rafmagni á
hagkvæman hátt,“ segir Guð-
mundur og bætir við: „Ef raf-
magnið bregst í dag þá stoppar
allt, að ég tali nú ekki um í fram-
tíðinni þegar tæknin leikur enn
þá stærra hlutverk. Þess vegna
er svo mikilvægt að hafa öf luga
innviði og til að svo megi vera
þurfum við að styrkja raforku-
kerfið.“
Hann segir raforkumarkað og
þjóðaröryggi tengjast sterkum
böndum. „Hægt er að tala um
öryggi til lengri tíma og skemmri.
Dagsdaglega eða til skemmri
tíma þarf að tryggja að það
sé alltaf nægilegt framboð af
raforku til að mæta markaðnum.
Við þurfum að hafa f lutnings-
kerfi sem hindrar ekki f læðið
og svo þurfum við að hafa af l til
að mæta sveif lum sem kunna
að verða og þar spilar orku-
markaðurinn verulegt hlutverk.
Sama gildir um óveður og bilanir
í kerfinu. Svo þegar horft er á
hagsmuni þjóðarinnar í sam-
hengi við náttúruhamfarir eins
og eldgos þá skiptir miklu máli að
geta f lutt orku milli svæða til að
reyna að lágmarka tjón og hafa
þá góðar viðbragðsáætlanir til að
gera við eða hreinlega að stjórna
því hverjir fá aðgang að þessum
takmörkuðu auðlindum sem
yrðu við slíkar aðstæður.“
Til lengri tíma mun skilvirkur
raforkumarkaður gefa vísbend-
ingar til stjórnvalda, almenn-
ings og orkugeirans um hvort
það sé lítið framboð á raforku,
sem myndi þýða hærra verð. Slík
skilaboð frá markaði tengjast
langtímaraforkuöryggi sterkum
böndum. Hátt verð í kauphöll-
inni hvetur til fjárfestinga í
nýjum virkjunum og f lutnings-
kerfi. Með sama hætti leiðir lágt
verð til minni fjárfestinga en ella.
„Það er engin tilviljun að ef orku-
stefnur nágrannalanda okkar eru
skoðaðar, þá er skilvirkur mark-
aður með raforku efst á blaði í
orkuöryggiskaf la stefnunnar.“
Hann segir að líta megi á
Landsnet sem tengil. „Við
tengjum saman þá sem fram-
leiða orku og þá sem nota hana.
Við tengjum stærri notendur
beint og minni notendur gegnum
dreifikerfin. Okkar kerfi nær um
allt land og okkar hlutverk er að
tryggja örugga orkuf lutninga og
jafna aðgengi að rafmagni og raf-
kerfinu. Okkur er líka ætlað það
hlutverk að auðvelda orkuvið-
skipti og að tryggja öryggi íbúana
og atvinnulífsins.“
Meginverkefni Landsnets á
næstu árum eru tvíþætt að sögn
Guðmundar. „Að treysta betur
f lutningskerfið því það eru ann-
markar á því og við getum ekki
alls staðar tryggt nægjanlegt
öryggi. Og síðan að þróa með
einhverjum hætti og auka skil-
virkni markaðarins til að auka
samkeppni á raforkumarkaði og
þannig lækka orkukostnað fyrir
heimili og fyrirtæki.“
Hann segir heilmikla sam-
keppni um raforku á Íslandi í
dag. „ Við höfum skilgreint okkur
sem evrópskt raforkuf lutnings-
fyrirtæki og höfum tekið þátt í
evrópsku samstarfi með það að
markmiði að aðlaga viðskipta-
umhverfi hér að alþjóðlegu fyrir-
komulagi. Þetta er mikilvægt
fyrir samkeppnishæfni þjóðar-
innar því margir kaupendur raf-
orku eru alþjóðleg fyrirtæki sem
horfa bæði til verðs og viðskipta-
umhverfis þegar þau velja sér
stað til að vera á. Þá skiptir miklu
máli að vera með viðskiptaum-
hverfi sem er í takt við þær þjóðir
sem við erum í samkeppni við.“
Að lokum vill hann ítreka
mikilvægi samkeppnisviðskipta
með raforku. „Það gleymist oft í
umræðunni að skilvirk gagnsæ
samkeppnisviðskipti með raf-
orku leiða til betri nýtingar orku-
auðlindanna og þeirra innviða
sem við eigum. Ávinningurinn
er ekki einungis lægra orkuverð
því góð nýting mannvirkjanna
dregur úr fjárfestingum og
minnkar umhverfisáhrif.“
Tengsl milli
raforkumarkaðar
og þjóðaröryggis
Raforkukerfið skiptir miklu máli fyrir öryggi íbúa landsins
og til að tryggja skilvirkni er nauðsynlegt að koma á fót
heildsölumarkaði, eins konar kauphöll raforku að mati
Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
5
-F
A
9
0
2
2
2
5
-F
9
5
4
2
2
2
5
-F
8
1
8
2
2
2
5
-F
6
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K