Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 92
Eimur, sem er samstarfs-verkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra, stóð á síðasta ári fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu jarðvarma í matvælafram- leiðslu. Samkeppnin var haldin undir heitinu Gerum okkur mat úr jarðhitanum, en auk Eims komu Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matar auður Íslands og Íslensk verðbréf að skipulagi hennar. Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og nær- ingarefnum. Fjórar hugmyndir voru valdar til úrslita og voru kynntar á viðburði í Hofi síðasta sumar. Dómnefndin valdi verkefnið Rearing Insects on Geothermal Energy – TULCIS – The Insect Farm to Feed the Future sem bestu hug- myndina en það voru Torsten Ull- rich og Christin Irma Schröder sem sendu hana inn. Hlutu þau tvær milljónir króna í verðlaun. Í öðru sæti var hugmyndin Ræktun á heitsjávarrækju á Hjalt- eyri við Eyjafjörð, sem Magnús Þ. Bjarnason og Þorgerður Þorleifs- dóttir sendu inn. Einnig komust í úrslit Jóhanna María Sigmunds- dóttir og Sigmundur Hagalín Sigmundsson með hugmyndina Fullnýting á íslenskri yl- og útirækt með aðstoð jarðvarma, og Kristín S. Gunnarsdóttir með Nýting nátt- úruafurða í Öxarfirði. Matur úr jarðhita Fulltrúar þeirra sem komust í úrslit. MYND/SNÆBJÖRN SIGURÐARSON Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, ásamt nokkrum af aðildarfyrir- tækjum, stendur fyrir rannsókn á fyrirkomulagi hleðslu raf- og tengil tvinnbíla á Íslandi. Með aukinni rafbílavæðingu og orku- skiptum í samgöngum þarf að tryggja að innviðir raforkukerfis á Íslandi séu undirbúnir fyrir aukið álag sem fylgir í kjölfarið. Niðurstöður rannsóknarinnar munu gefa mikilvægar upplýsingar um áhrif rafbíla á raforkukerfið, hvernig fyrirkomulagi á hleðslu þeirra er háttað og þar með á ákvarðanir um uppbyggingu inn- viða, svo rafbílaeigendur fái sem besta þjónustu um leið og þeim fjölgar. Markmið rannsóknarinnar er að afla vitneskju um hvar og hvenær raf- og tengiltvinnbílar eru hlaðnir í þeim tilgangi að geta spáð fyrir um áhrif þessara bíla á raforkukerfið. Niðurstöður rann- sóknarinnar munu nýtast við að spá fyrir um framtíðarnotkun og álag á einstökum stöðum í raforku- dreifikerfinu. Tryggt er að þátttakendur komi úr öllum hópum notenda. Niður- stöður rannsóknarinnar verða kynntar opinberlega. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið fram- kvæmd hérlendis áður. Rannsókn á hleðslu rafbíla Niðurstöður rannsóknarinnar munu gefa mikilvægar upplýsingar um áhrif rafbíla á raforkukerfið. Á vef Auðlindagarðsins er að finna skemmtilega mola um sögu jarðvarma á Reykja- nesi. Þar segir til dæmis frá fyrstu tilraunaborununum á jarðvarma- svæðum sem gerðar voru árið 1755. Eggert Ólafsson skáld og nátt- úrufræðingur og Bjarni Pálsson landlæknir voru brautryðjendur í jarðhitarannsóknum. Þeir lögðu upp í rannsóknarför um landið árið 1752 og ferðuðust um landið í ein sex ár. Rannsóknir þeirra voru þær merkustu sem gerðar höfðu verið til þess tíma. Þeir lýstu meðal ann- ars hverum, brennisteinsnámum og ölkeldum víða um land. Árið 1755 gerðu Eggert og Bjarni tilraunaboranir við Laugarnesið í Reykjavík í þeim tilgangi að kanna jarðlög vegna brennisteinsvinnslu. Ári seinna gerðu þeir aðra tilraun til að bora eftir brennisteini í Krýsuvík. Ekki varð þó af almennri nýtingu jarðvarmans fyrr en nokkru seinna. Heimild: www.audlindagardurinn.is  Löng saga jarðvarma Jarðvarminn á Reykjanesi hefur lengi verið nýttur. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Í tæknivæddu samfélagi nútímans er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns, svo samofið er það öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. RARIK rekur umfangsmesta rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til um 90% af sveitum landsins og til 43 þéttbýliskjarna. Lengd dreifikerfisins er um 9.000 km og þar af eru um 60% jarðstrengir. www.rarik.is 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 5 -E 1 E 0 2 2 2 5 -E 0 A 4 2 2 2 5 -D F 6 8 2 2 2 5 -D E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.