Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 92
Eimur, sem er samstarfs-verkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og
aukinni nýsköpun í orkumálum á
Norðurlandi eystra, stóð á síðasta
ári fyrir hugmyndasamkeppni um
nýtingu jarðvarma í matvælafram-
leiðslu.
Samkeppnin var haldin undir
heitinu Gerum okkur mat úr
jarðhitanum, en auk Eims komu
Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
Matar auður Íslands og Íslensk
verðbréf að skipulagi hennar. Alls
bárust 20 tillögur í samkeppnina
um leiðir til að nýta jarðhita við
framleiðslu á matvælum og nær-
ingarefnum. Fjórar hugmyndir voru
valdar til úrslita og voru kynntar á
viðburði í Hofi síðasta sumar.
Dómnefndin valdi verkefnið
Rearing Insects on Geothermal
Energy – TULCIS – The Insect Farm
to Feed the Future sem bestu hug-
myndina en það voru Torsten Ull-
rich og Christin Irma Schröder sem
sendu hana inn. Hlutu þau tvær
milljónir króna í verðlaun.
Í öðru sæti var hugmyndin
Ræktun á heitsjávarrækju á Hjalt-
eyri við Eyjafjörð, sem Magnús Þ.
Bjarnason og Þorgerður Þorleifs-
dóttir sendu inn. Einnig komust í
úrslit Jóhanna María Sigmunds-
dóttir og Sigmundur Hagalín
Sigmundsson með hugmyndina
Fullnýting á íslenskri yl- og útirækt
með aðstoð jarðvarma, og Kristín
S. Gunnarsdóttir með Nýting nátt-
úruafurða í Öxarfirði.
Matur úr
jarðhita
Fulltrúar þeirra sem komust í úrslit.
MYND/SNÆBJÖRN SIGURÐARSON
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, ásamt nokkrum af aðildarfyrir-
tækjum, stendur fyrir rannsókn
á fyrirkomulagi hleðslu raf- og
tengil tvinnbíla á Íslandi. Með
aukinni rafbílavæðingu og orku-
skiptum í samgöngum þarf að
tryggja að innviðir raforkukerfis á
Íslandi séu undirbúnir fyrir aukið
álag sem fylgir í kjölfarið.
Niðurstöður rannsóknarinnar
munu gefa mikilvægar upplýsingar
um áhrif rafbíla á raforkukerfið,
hvernig fyrirkomulagi á hleðslu
þeirra er háttað og þar með á
ákvarðanir um uppbyggingu inn-
viða, svo rafbílaeigendur fái sem
besta þjónustu um leið og þeim
fjölgar.
Markmið rannsóknarinnar
er að afla vitneskju um hvar og
hvenær raf- og tengiltvinnbílar
eru hlaðnir í þeim tilgangi að geta
spáð fyrir um áhrif þessara bíla á
raforkukerfið. Niðurstöður rann-
sóknarinnar munu nýtast við að
spá fyrir um framtíðarnotkun og
álag á einstökum stöðum í raforku-
dreifikerfinu.
Tryggt er að þátttakendur komi
úr öllum hópum notenda. Niður-
stöður rannsóknarinnar verða
kynntar opinberlega. Rannsókn
sem þessi hefur ekki verið fram-
kvæmd hérlendis áður.
Rannsókn á hleðslu rafbíla
Niðurstöður rannsóknarinnar munu
gefa mikilvægar upplýsingar um
áhrif rafbíla á raforkukerfið.
Á vef Auðlindagarðsins er að finna skemmtilega mola um sögu jarðvarma á Reykja-
nesi. Þar segir til dæmis frá fyrstu
tilraunaborununum á jarðvarma-
svæðum sem gerðar voru árið
1755.
Eggert Ólafsson skáld og nátt-
úrufræðingur og Bjarni Pálsson
landlæknir voru brautryðjendur
í jarðhitarannsóknum. Þeir lögðu
upp í rannsóknarför um landið
árið 1752 og ferðuðust um landið í
ein sex ár.
Rannsóknir þeirra voru þær
merkustu sem gerðar höfðu verið
til þess tíma. Þeir lýstu meðal ann-
ars hverum, brennisteinsnámum
og ölkeldum víða um land.
Árið 1755 gerðu Eggert og Bjarni
tilraunaboranir við Laugarnesið í
Reykjavík í þeim tilgangi að kanna
jarðlög vegna brennisteinsvinnslu.
Ári seinna gerðu þeir aðra tilraun
til að bora eftir brennisteini í
Krýsuvík. Ekki varð þó af almennri
nýtingu jarðvarmans fyrr en
nokkru seinna.
Heimild: www.audlindagardurinn.is
Löng saga
jarðvarma
Jarðvarminn á Reykjanesi hefur lengi
verið nýttur.
8 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS
Getur þú hugsað þér
daglegt líf án rafmagns?
Í tæknivæddu samfélagi nútímans er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns, svo
samofið er það öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. RARIK rekur umfangsmesta
rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til um 90% af sveitum landsins og til 43 þéttbýliskjarna.
Lengd dreifikerfisins er um 9.000 km og þar af eru um 60% jarðstrengir.
www.rarik.is
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
5
-E
1
E
0
2
2
2
5
-E
0
A
4
2
2
2
5
-D
F
6
8
2
2
2
5
-D
E
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K