Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 84
Á sýningunni sýnir Andri Snær 52 ólíkar skálar sem flestar eru úr íslenskum við sem fellur til við grisjun. Hér má sjá úrval af fjölbreyttum skálum hans.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
KONUR Í ATVINNULÍFINU
Blaðið er unnið í samtarfi við FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.
Blaðið verður gefið út þann 31. janúar eða sama dag og árleg viðurkenningarhátíð
FKA fer fram, þar sem þrjár glæsilegar konur fá sérstakar viðurkenningar fyrir að
hafa verið öðrum konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Daginn eftir munu
svo viðtöl við þessar glæsilegu konur birtast í Fréttablaðinu.
Öll fyrirtæki og stofnanir sem eru stolt af því að hafa jafnrétti kynjanna í hávegum
stendur til boða að taka þátt í þessu blaði með auglýsingu eða umfjöllun.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Jóhann Waage markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5656 / johannwaage@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum ferming rgjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningun i um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsing pláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Í síðustu viku var opnuð sýningin Skál á viku í húsnæði Handverks og hönnunar á Eiðistorgi á Sel-
tjarnarnesi. Þar sýnir Andri Snær
Þorvaldsson afrakstur síðasta árs
en þá renndi hann eina skál á viku,
samtals 52 skálar yfir árið. „Ég hef
aðeins fiktað við trérennsli undan-
farin ár en alltaf með löngum
hléum. Mig langaði að æfa mig
meira og ná upp betri lagni. Hug-
myndin að verkefninu kom upp
um mitt árið 2017 en í desember
sama ár fluttum við fjölskyldan
í stærra húsnæði og þá loksins
eignaðist ég bílskúr sem ég gat
innréttað sem vinnustofu. Tíma-
setningin gat ekki verið betri og
ég renndi fyrstu skálina 1. janúar
2018. Mér fannst góð hugmynd
að sameina svo allar skálarnar að
lokum og sýna þær saman, bera
þær saman og sjá þróunina.“
Hann segir skál vera mjög
teygjanlegt hugtak. Hún geti verið
nytjahlutur eða staðið ein og sér
sem listaverk. „Sumar hugmyndir
komu úr bókum eða af netvafri en
skemmtilegustu hugmyndirnar
koma þó oft með því að
handleika og skoða
efniviðinn sem ég
á hverju sinni. Ég
reyni að vinna
sem mest með
íslenskan við
sem fellur til við
grisjun. Íslenska
birkið er í miklu
uppáhaldi og
er algengasti
efniviðurinn í
skálunum. Inn-
lendi viðurinn
er þó ekki mjög
fjölbreyttur og
því nota ég líka
innfluttan harðvið
inn á milli.
Nytjahlutir og listaverk
Jólaskálin er úr
íslensku birki, með
handútskornum átt-
blaðarósum.
Fallegt íslenskt lerkið og börkurinn
sem minnir á hraun.
Prjónaskál úr íslensku birki sem
heldur hnyklinum á sínum stað.
Möndluskál úr hnotu var skemmtileg formtilraun.
Andri Snær Þor-
valdsson renndi
eina skál á viku í
fyrra. Afrakstur-
inn er til sýnis á
sýningunni Skál á
viku á Eiðistorgi.
Frábærar viðtökur
Andri Snær er er menntaður
grunn- og framhaldsskólakennari
og hefur unnið sem smíðakennari
í grunnskóla í tíu ár. „Það hentar
mér mjög vel að vinna með hönd-
unum í skapandi umhverfi. Ég er
líka með BA-gráðu í arkitektúr frá
Listaháskólanum og í framhalds-
skóla var ég á listnámsbraut.“
Viðtökurnar við sýningunni
hafa verið frábærar að hans
sögn. „Skál á viku er á Facebook
og Instagram og þar setti ég inn
myndir af skálum hverrar viku
jafnóðum. Það var fjölmenni á
opnun sýningarinnar og nú þegar
er meira en helmingur skálanna
seldur.“
Mikill tími fór í gerð skálanna
á síðasta ári og því er kærkomin
afslöppun á dagskránni til að
byrja með hjá honum. „Ég held þó
áfram að renna og hef líka tíma til
að einbeita mér að annars konar
smíðum sem ég hef áhuga á. Það
væri þó gaman að endurtaka
leikinn á næsta ári, hvort sem það
verða fleiri skálar eða eitthvað allt
annað.“
Sýningin mun standa til og með
8. febrúar. Sjá nánar á Facebook
(Skál á viku) og á Instagram (skala-
viku).
Andri Snær
Þorvaldsson.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
5
-D
3
1
0
2
2
2
5
-D
1
D
4
2
2
2
5
-D
0
9
8
2
2
2
5
-C
F
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K