Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 33
ÉG KANN BARA AÐ VERA HEIÐARLEG OG ÉG ÁKVAÐ BARA AÐ LÁTA EKKI EIN- HVERJA KARLA ÚR VIÐ- SKIPTALÍFINU SMÁNA MIG. ÞVÍ ÞANNIG ER ÞAÐ, ÁKVEÐNAR OG KRAFT- MIKLAR KONUR ERU SMÁNAÐAR FYRIR AÐ SÝNA FESTU. kannski beint á Netflix. Kannski er það vegna þess að við erum að bera okkur saman við aðra á Facebook og höldum að við þurfum að bjóða upp á gæsalifur eða álíka. Sem er fjarstæða. Ég á frábæra minningu um matarboð hjá góðri vinkonu minni sem bauð upp á fiskibollur í bleikri sósu og Frónkex í eftirrétt og við elskuðum það! Ég gerði breytingar á eigin lífi. Ég fór verulega út fyrir þæginda- rammann og ákvað að fara að æfa Beyoncé-dans í Kramhúsinu með gamalli vinkonu. Ég græddi ekki einungis betri heilsu heldur tengdi ég upp á nýtt við vinkonu mína sem ég hafði ekki haft mikil samskipti við síðustu mánuði.“ Sveigjanleikinn ómetanlegur Helga byrjaði ferilinn á næturfrétta- vöktum á RÚV árið 2004 og vann þar á bæði fréttastofum útvarps og sjónvarps. Hún starfaði í sjö ár á Stöð 2 sem fréttamaður og dagskrár- gerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi. Þar framleiddi hún þætti sem njóta vinsælda enn þann dag í dag, um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst sakamál. Hún starfaði í fréttaskýr- ingarþættinum Kastljósi á RÚV frá árinu 2014. „Þegar maður starfar sjálfstætt þá þarf maður að hafa fyrir því að rækta félagsleg tengsl. Að eiga góða vinnufélaga er vanmetið og ég er mikil félagsvera. Ég sakna þess að hitta fólkið í bransanum. Á RÚV starfar svo ofboðslega skapandi og gott fólk. En sveigjanleikinn sem ég fæ og frelsið við að vinna sjálfstætt er ómetanlegt, “ segir Helga. Forsendubrestur Fyrir rúmu ári ákvað hún að skipta um starfsvettvang og tók spenn- andi atvinnutilboði frá Birtíngi um að verða yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs. Hún átti þó eftir að staldra stutt við hjá fyrirtækinu. „Ég fékk þetta góða boð um að verða yfirritstjóri útgáfufélagsins og þáði það. Ég sagði upp góðri stöðu á RÚV og sá fyrir mér mikil tæki- færi og skemmtilega áskorun. Mér var ágætlega tekið en ég skynjaði samt ólgu. Það var búið að vara mig við því að á vinnustaðnum væru of margir sem ynnu undir miklu álagi og á of lágum launum. Á Birtíngi starfaði magnað fólk sem gæfi út ótrúlega flott blöð en fengi ekki að njóta þess. Ég kom inn af krafti og með skýra sýn. Eftir 8 daga í starfi var mér tilkynnt að það yrðu breyt- ingar á rekstri. Ég yrði ekki lengur yfirritstjóri heldur ætti eingöngu að sinna starfi ritstjóra Mannlífs. Ég átti að vera svokallaður skrifandi rit- stjóri. Þetta var allt annað starf en ég var ráðin til og ég var búin að segja upp starfi sem ég naut farsældar í. Ég mótmælti þessu harkalega. Þetta var samningsbrot og algjör forsendu- brestur. Þessar hugmyndir voru dregnar til baka og sagt við mig að af þessu yrði ekki, a.m.k. ekki strax en ég fann strax þarna að andrúms- loftið var breytt.“ Traustið var farið Helga sá sig knúna til að senda út yfirlýsingu á Facebook um starfslok sín á Birtíngi. „Ég var drifin áfram af ástríðu og trúði því að ég gæti gert góða hluti. Það var huggun að fá fal- legar kveðjur frá starfsfólki Birtíngs. En þetta hafði veruleg áhrif á mig. Eftir fundinn þar sem stjórnendur tilkynntu mér einhliða að hlutverk mitt yrði breytt þá fann ég að traust- ið var farið. Viku fyrir útgáfu fyrsta og eina tölublaðs sem ég stýrði af Mannlífi þá hættu þeir að tala við mig. Þá vissi ég að þetta væri bara orðið gott.“ Helga hefur eingöngu starfað á tveimur fjölmiðlum á sínum 15 ára ferli að frátöldum Birtíngi. „Ég hef aldrei kynnst viðlíka framkomu og varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég átti í frábæru samstarfi við yfir- menn mína á RÚV og á Stöð 2 naut ég sjálfstæðis. Ég þekki til dæmis ekki Jón Ásgeir, ég tala bara fyrir mig en það voru aldrei nokkur afskipti af mínum störfum þar. Ég tek mig hátíðlega sem blaðamann, ég gef bara engan afslátt og þannig verður það áfram. Ég kann bara að vera heiðarleg og ég ákvað bara að láta ekki einhverja karla úr viðskiptalíf- inu smána mig. Því þannig er það, ákveðnar og kraftmiklar konur eru smánaðar fyrir að sýna festu,“ segir Helga. Dýrmæt reynsla Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott og Helga segist hafa öðlast dýrmæta reynslu. „Það góða í þessu öllu saman er að þarna gafst mér andrými til að stofna mitt eigið fyrirtæki. Nokkru síðar var ég kölluð á fund hjá Símanum og með þeim hef ég átt í frábæru og faglegu sam- starfi. Þeir eru að gera góða hluti og eru framsýnir, ég get vel hugsað mér að starfa meira fyrir þá. Ég hef aldr- ei áður verið sjálfstæður atvinnu- rekandi og sá ekki þennan mögu- leika. Ég er ótrúlega ánægð. Það er fyrir öllu að starfa með góðu fólki. Ég er fjölmiðlakona, ég verð það alltaf. Ég er alltaf að leita að sögum og þetta er bara ævistarfið. Hver veit hvort ég fari aftur í fast starf? Ég ætla bara að sjá til. Ég á mér nefni- lega fleiri drauma. Ég el nú draum um að skrifa, er bæði með glæpa- sögu fyrir sjónvarp og barnabók í maganum. Ég ætla aðeins að virkja það og kanna hvert það leiðir mig. En einmitt núna á heilsan og langlífi hug minn allan. Ég er að fara af stað með hlaðvörpin og heimasíðu sem heldur utan um efnið ef ég fæ styrki og stuðning til þess,“ segir Helga. M O R G U N F U N D U R I S A V I A F A R Þ E G A S P Á K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R 2 0 1 9 Isavia boðar til morgunfundar þann 29. janúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30. Á fundinum verður farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 kynnt og rætt um mikilvægi flugvallarins, flugrekstrar og öflugs samstarfs í íslensku efnahagslífi. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. Skráning fer fram á www.isavia.is/morgunfundur Dagskrá — Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, setur fundinn F A R Þ E G A S P Á 2 0 1 9 — Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli S T E R K A R I S A M A N — Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu F Y R I R S P U R N I R Ú R S A L Fundarstjóri er Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia. S K R Á N I N G I S AV I A . I S/ M O R G U N F U N D U R H I LT O N R E Y K J AV Í K N O R D I C A 2 9 . J A N Ú A R K L . 8 . 3 0 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 5 -B A 6 0 2 2 2 5 -B 9 2 4 2 2 2 5 -B 7 E 8 2 2 2 5 -B 6 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.