Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 44
Ég var við það að fara undir hnífinn þegar ég prófaði að fara í Vacusport-tankinn til Huldu og allt fór að ganga til baka. Eftir tvö skipti létti allt á bakinu og ég varð allur léttari á mér. Það vantar mikið upp á tilfinninga- læsi okkar flestra og þarf að huga að því til jafns við hugarfar og hegðun. Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Svava Rós Guðmundsdóttir, knattspyrnukona í Breiða-bliki, hefur glímt við meiðsli af og til á þessu ári. „Ég meiddist á ökkla í byrjun júlí þegar mikilvæg- ur leikur var fram undan í ágúst en þá þóttu litlar líkur á að ég gæti spilað hann,“ segir Svava sem heyrt hafði af Weyergans-meðferðunum hjá Heilsu & fegrunarstofu Huldu og ákvað að láta reyna á skjótari bata. „Eftir tvö skipti var ég strax orðin miklu betri í ökklanum, gat beitt honum vel og endaði með að spila leikinn. Endurheimt eftir leiki er mikil eftir meðferðir hjá Huldu og nú er ég ekkert slæm í líkamanum eftir leiki.“ Svava fékk einnig slæmt tak aftan í rassvöðva sem leiddi aftur í læri við gang. „Eftir aðeins eitt skipti í tækinu hjá Huldu var ég orðin góð. Ég mæli eindregið með þessum meðferðum því árangurinn er undraverður.“ Hjálpaði verulega Þegar Steindór Hálfdánarson leitaði fyrst í meðferð hjá Heilsu- og fegrunarstofu Huldu var hann illa haldinn af brjósklosi í baki sem leiddi verki niður í fætur hans og gerðu honum óhægt um gang. „Ég var við það að fara undir hnífinn þegar ég prófaði að fara í Vacu- sport-tankinn til Huldu og allt fór að ganga til baka. Eftir tvö skipti létti allt á bakinu og ég varð allur léttari á mér,“ segir Steindór sem í kjölfarið slapp við að fara undir hnífinn. „Þessi meðferð hjálpaði mér verulega; verkirnir minnkuðu til mikilla muna, hreyfigetan jókst og allt varð miklu liðugra, betra og þægilegra. Laus við göngugrindina Gísli Geirsson hafði glímt við heilsubrest þegar hann sá auglýs- ingu frá Huldu og ákvað að prófa meðferðir í sogæðastígvélum og Vacusport-tækinu. „Ég fór í aðgerð síðastliðið haust vegna þess að fjórir neðstu hryggjarliðirnir lágu svo þétt saman að þeir klemmdu taug niður í hægri fótinn og gerðu mig hálf máttlausan í fætinum. Batinn var hægur og læknirinn sagði taka langan tíma að þjálfast upp og um áramótin var ég nánast kominn í hjólastól,“ segir Gísli sem vegna skorts á blóðflæði var líka kaldur á fætinum. „Ég var ekki búinn að fara nema einu sinni í sogæðastígvélin og Vacusport- tækið að mér fór að líða betur í fótunum og nú er ég alltaf heitur á fótum. Ég er líka farinn að geta keyrt aftur, er laus við göngugrind- ina og get farið allra minna ferða fótgangandi þótt ég hafi stafinn með til öryggis út af jafnvæginu,“ segir Gísli sem glímt hefur við svimaköst vegna kristalssteina- loss í höfði. „En eftir meðferð í nýjum súrefnishjálmi með ljósum er ég laus við svimann, auk þess sem hrúður við gagnaugað er horfið. Þennan góða árangur get ég þakkað meðferðum hjá Huldu sem eru einkar notalegar og endurnær- andi á meðan á stendur.“ Heilsu- og fegrunarstofa Huldu er í Borgartúni 3. Þeir sem kaupa tíu tíma kort fá 10% afslátt út febrúar Sími 557 4575 og 772 4575. Náðu undraverðum árangri Eftir örfá skipti í Weyergans-sogæðameðferð næst nánast yfirnáttúrulegur bati sem byggir á heilsuvegferð geimfara. Fólk hefur náð ótrúlegum árangri í bata eftir að hafa farið í meðferð. Hulda Ósk Eysteinsdóttir á Heilsu- & fegrunarstofu er sérmenntuð í meðferðum Weyergans High Care-tækjanna frá Weyergans í Þýskalandi. Hulda segir gefandi að upplifa skjótan bata og aukna vellíðan skjólstæðinganna. MYND/EYÞÓR Tíu leiðarvísar að farsælu lífi heitir erindi markþjálfans Ragnhildar Vigfúsdóttur sem hún flytur í Endurmenntun Háskóla Íslands miðvikudaginn 30. janúar næstkomandi. Þar mun hún segja frá rannsóknum Dr. Brené Brown á því sem einkennir fólk sem lifir farsælu lífi en erindið er meðal annars byggt á metsölu- bók hennar The Gifts of Imper- fections. „Ég mun fjalla um um kenningar Dr. Brené Brown á því hvernig við getum lifað heilshugar, af öllu hjarta. Kjarninn er að við þurfum að færa okkur frá afstöðunni „hvað mun fólk hugsa?“ yfir í „ég er ófull- komin og ég er nóg“. Brené Brown er félagsráðgjafi og rannsókna- prófessor við Háskólann í Hou- ston í Texas. Hún hefur að sögn Ragnhildar helgað sig rannsóknum á hugrekki, skömm, berskjöldun og samkennd. Hún hefur skrifað fimm metsölubækur og hannað námsefni byggt á nokkrum þeirra. Þá hefur hún þjálfað, eða látið þjálfa, fólk til að kenna það. Markmiðið er að efla hugrekki í heiminum. Megininntak bókar hennar The Gifts of Imperfections er að fullkomnunaráráttan heftir okkur mannfólkið og ættum við heldur að fagna ófullkomleikanum og gjöfum hans. „Við erum gegnsýrð af skorti en svarið við honum er ekki allsnægtir – heldur nóg. Ég er ófullkomin og það er í lagi.“ En er nóg að hafa rétta hugar- farið til að snúa gæfunni sér í vil? „Ein af myndlíkingum Brené er þrífætti kollurinn. Til að hann haldi jafnvægi verða allir stólfæt- urnir að vera jafnir; tilfinningar, hugsun og hegðun. Það er ekki nóg að hreyfa sig og rembast við að hugsa jákvætt ef undirliggjandi neikvæðar tilfinningar, eins og skömm, spýtast upp á yfirborðið þegar síst skyldi. Það vantar mikið upp á tilfinningalæsi okkar flestra og þarf að huga að því til jafns við hugarfar og hegðun.“ Ragnhildur er sem fyrr segir markþjálfi. Hún heldur fyrirlestra og námskeið og veitir fyrir- tækjum og stofnunum ráðgjöf og fræðslu einkum varðandi vinnustaðamenningu og hvernig má gera teymi sterkari og betri. Hún er sömuleiðis með diplóma í jákvæðri sálfræði en það er í stuttu máli fræðigrein sem beinir athygli að jákvæðum þáttum mannlegrar tilveru. Ragnhildur hefur kynnst rannsóknum Dr. Brené Brown náið og er eini Íslendingurinn, enn sem komið er, sem hefur fengið þjálfun í að kenna námsefni byggt á þeim. „Erindið er liður í að koma hug- myndum Brown á framfæri og leggja þannig mitt af mörkum til að gera fólk hugrakkara.“ Ragn- hildur verður auk þess með námskeið á vegum Mundo næsta sumar þar sem fólki gefst kostur á að kafa dýpra í gjafir ófullkom- leikans og arka Jakobsveginn. „Þá verð ég með opið námskeið í HR í febrúar þar sem útgangspunktur- inn verður hvernig við getum orðið hugrakkari stjórnendur en það vill svo heppilega til að það er hægt að þjálfa fólk í hugrekki.“ Viðburðurinn á miðvikudag er haldinn á vegum Félags um jákvæða sálfræði en félagið stendur reglulega fyrir opnum fundum þar sem fjallað er um ýmislegt sem getur stuðlað að aukinni vellíðan og farsæld. Að þessu sinni er frítt inn á við- burðinn fyrir félagsmenn og aðra. Að fagna ófullkomleikanum Fullkomnunarátta er heftandi. Það sem einkennir þá sem lifa farsælu lífi er að þeir ná að sleppa tökum á henni og fagna ófullkomleikanum. Þetta er megininntak erindis sem mark- þjálfinn Ragnhildur Vigfúsdóttir heldur í næstu viku og byggir á kenningum Dr. Brené Brown. „Við erum gegnsýrð af skorti en svarið við honum er ekki allsnægtir – heldur nóg,” segir Ragn- hildur. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -E 1 E 0 2 2 2 5 -E 0 A 4 2 2 2 5 -D F 6 8 2 2 2 5 -D E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.