Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 32
er búið að fletja þetta út,“ segir
Helga sem segist örugglega myndu
hafa upplifað kulnun í starfi ef hún
hefði ekki gætt að heilsunni.
„Það voru átta umsjónarmenn
í Kastljósi, svo urðu þeir tveir, ég
og Baldvin Þór Bergsson. Það var
mikið álag þó það hefði líka verið
gaman og ég hefði átt í mjög góðu
samstarfið við Baldvin, við studd
um við bakið hvort á öðru, það var
ómetanlegt. Það hjálpaði líka að
ég var hætt að borða sykur, drakk
ekki áfengi og lifði eins heilsusam
legu lífi og ég gat. Ég hafði reyndar
ekki tíma til að hreyfa mig jafn
mikið og ég vildi, ég var á þessum
tíma einstæð móðir í rúmlega tvö
ár og fannst ég aldrei hafa tíma til
þess en maður verður að setja þetta
í forgang, bara að labba með börnin
í skólann er dýrmæt hreyfing inn í
daginn.
Hrynjum niður eins og flugur
Álagið í þessum geira er eins og
víða í samfélaginu ómannlegt.
Störf okkar hafa ekki breyst, þau
eru bara á færri höndum. Þetta er
eitt af umfjöllunarefnum mínum
og er brýnt. Því hvað er breytt?
Hvers vegna er alvarleg streita og
kulnun eins og faraldur. Við erum
að hrynja niður eins og flugur. Við
lögðum öll mikið á okkur í hruninu.
Tókum á okkur miklar launalækk
anir en bættum við okkur álagi.
Hér erum við tíu árum síðar og
afleiðingarnar eru ljósar. Það er eitt
hvað að á vinnumarkaði og það þarf
að takast á við það. Ég rýndi í starf
Starfsendurhæfingarsjóðsins Virk
sem hefur mikla innsýn inn í það
af hverju við erum svona aðfram
komin. Svo virðist sem mörkin á
milli vinnu og einkalífs séu að mást
út,“ segir Helga.
Eru lausnir í sjónmáli? Hvað finnst
þér að fólk ætti að gera?
„Fólk verður að skilja að einka
líf og vinnu og hvílast. Það er lykil
atriði. Stéttarfélögin eru að velta
upp mörgum leiðum í þessu efni,
eitt var meðal annars nefnt við mig
og það er að skoða þegar fólk lýkur
vinnudeginum að það sé lokað á
tölvupóstinn og hann sé ekki hægt
að opna fyrr en nýr vinnudagur
hefst. Ég skil ekki hvað fær vinnu
veitendur til þess að senda vinnu
tengda tölvupósta til starfsfólks
sína langt fram eftir á kvöldin,“ segir
Helga. „Ég á bágt með streitu, þegar
ég er undir álagi þá finn ég hvernig
það tætir upp í mér. Adrenalínið
fer á flug. Við erum alltaf sítengd á
samfélagsmiðlunum líka. Mér finnst
rétt að taka streitumiklu líferni eins
og hverri annarri neyslu. Eins og að
borða sykur og drekka áfengi,“ segir
Helga.
Glímir við kvilla vegna streitu
Helga segir að þó að hún sé með
vituð um mikilvægi andlegra þátta
þegar kemur að andlegri heilsu
þá hafi í fyrstu vafist fyrir henni
hvernig hún ætti að fjalla um þá.
„Það er oft gert mjög lítið úr vægi
þess andlega á heilsuna. Núvitund
og hugleiðslu, slökunina. Ég fékk til
mín fólk til að ræða um þessa þætti
á mannamáli. Ég gerði æfingar í
núvitund og átti bara fullt í fangi
með þær. Ég er þannig að stundum
magna ég upp streitu innra með mér
svo að púlsinn er kominn upp í 120
slög! Streitan er minn helsti óvinur
og ég glímdi við ýmsa kvilla vegna
hennar, gegndarlausar sýkingar og
margt fleira. Fyrsta æfingin mín
fólst í að vera á staðnum og ég varð
fljótt pirruð og sagði hei, ég er alveg
á staðnum en ég er bara með fimm
tíu verkefni á dagskrá,“ segir Helga
og hlær. „Ég lærði að ná betri tökum
á núvitund og að yfir daginn getur
dugað fólki að gera nokkrar ein
faldar æfingar. Bara það að fara í
sturtu og einbeita sér að því að njóta
þess að láta heitt vatnið renna á sig.
Já, ég veit, það er einhver dulúð yfir
þessu og fólk heldur kannski að
þetta sé kjaftæði. En langt því frá,
það er mikilvægt að veita heilanum
hvíld. Og til dæmis að liggja aðeins
lengur í rúminu og taka daginn inn
í staðinn fyrir að stökkva fram úr
rúminu. Þetta gæti gjörbreytt deg
inum,“ segir Helga og bætir við að
hún sé langt frá því fullnuma. „Ég var
til dæmis með útvarpsviðtal sem ég
var að fara í á heilanum í sturtunni í
morgun. Átti fullt í fangi með þetta,“
segir hún.
Helga segist einnig glíma við
hugar farið. „Ég er svo samviskusöm,
mér finnst ég alltaf vera að svíkjast
um. Bragi þurfti oft að hughreysta
mig og minna mig á ýmislegt. Þetta
eru bara sjónvarpsþættir á Íslandi,
slakaðu á, sagði hann stundum.
Ég tek lítil skref. Aðrir ættu líka að
reyna það, til dæmis í eina mínútu
á dag. Maður þarf að æfa sig í þessu.“
Einmanaleikinn er eyðileggjandi
Það sem Helgu fannst einna for
vitnilegast í þáttagerðinni voru
mikil áhrif einmanaleika á heilsuna.
„Þetta sló mig. Einmanaleiki veldur
líkamlegum einkennum, til dæmis
bólgum í líkamanum svo ekki sé
talað um geðræn einkenni, segir
Helga. „Við erum nálæg í fjarlægð.
Erum til taks fyrir vini okkar á sam
félagsmiðlum en ekki í raun og veru.
Vinur minn handleggsbrotnaði fyrir
nokkru. Það voru allir í sambandi
við hann og sendu honum bataóskir
og hlýjar kveðjur. Hann sagði mér
seinna að það hefði enginn komið í
heimsókn. Ég er búinn að vera einn
hér í þrjár vikur, sagði hann. Og
þetta er rétt, það er eitthvað breytt.
Samveran er minni og ég held að
það geti haft neikvæð áhrif á heils
una og lífslíkur. Kannski erum við
svona óheppin en það er örsjaldan
sem manni er boðið í matarboð
og ég er ekki viss um af hverju það
stafar. Kannski er það vegna þess að
við höfum ekki tíma. Maður kemur
örmagna heim og þá bíða heim
ilisstörfin og börnin. Maður þarf að
baða, gefa að borða og hjálpa til við
heimavinnu. Svo þegar börnin eru
farin að sofa, hvað gerir þú? Ferð
„Einmanaleiki veldur líkamlegum einkennum, til dæmis bólgum í líkamanum,“ segir Helga. „Við erum nálæg í fjarlægð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ÞAÐ VAR HUGGUN AÐ FÁ
FALLEGAR KVEÐJUR FRÁ
STARFSFÓLKI BIRTÍNGS.
EN ÞETTA HAFÐI VERULEG
ÁHRIF Á MIG.
↣
2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
5
-7
5
4
0
2
2
2
5
-7
4
0
4
2
2
2
5
-7
2
C
8
2
2
2
5
-7
1
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K