Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 89
Hin nýja gas- og
jarðgerðar-
stöð SORPU í
Álfsnesi verður
afar fullkomin
og glæsileg í
umhverfinu.
Hér má sjá
nokkrar myndir
af útlitinu sem
arkitektastofan
Batteríið hann-
aði.
Fullkomin endurvinnslustöð
SORPU rís í Álfsnesi
Ný fullkomin gas- og jarðgerðarstöð SORPU á Álfsnesi verður tekin í notkun í febrúar 2020.
Stöðin er afar fullkomin og mun gjörbreyta vinnsluferli í SORPU enda eina stöðin sinnar
tegundar á landinu. Með tilkomu hennar verður 95% endurnýting á úrgangi frá heimilum.
sem eldsneyti á ökutæki frá árinu
2000. Eldsneytið metan fékk
Svansvottun árið 2016 og er eina
umhverfisvottaða eldsneytið á
Íslandi. Framleiðslan mun aukast
mikið með tilkomu nýju verk-
smiðjunnar.
Jarðvegsbætir úr lífrænum
úrgangi verður öflugur liðsauki við
uppgræðslu landsins og hjálpar til
við bindingu kolefnis í gróðri.
SORPA er byggðasamlag í eigu
sveitarfélaganna sex á höfuð-
borgarsvæðinu, það eru Reykja-
vík, Hafnarfjörður, Kópavogur,
Seltjarnarnes, Mosfellsbær og
Garðabær en þau leggja til fjármagn
í bygginguna á Álfsnesi. Einnig er
verkefnið að hluta til fjármagnað af
rekstri SORPU auk þess sem Lána-
sjóður sveitarfélaga og Íslandsbanki
lána til framkvæmdarinnar.
Allur blandaður
úrgangur fer í
urðun í dag en því verð-
ur hætt þegar nýja stöð-
in verður tekin í notkun.
Nýja byggingin á Álfsnesi er glæsilegt mannvirki og mun valda byltingu í endurvinnslu hér á landi.
Gas- og jarðgerðarstöð SORPU á Álfsnesi á Kjalar-nesi er 12.800 fermetrar.
Með tilkomu hennar hækkar
endurnýtingarhlutfall SORPU
verulega. Björn H. Halldórsson,
framkvæmdastjóri SORPU, segir
að nýja stöðin muni taka á móti
öllum blönduðum heimilisúrgangi
á höfuðborgarsvæðinu. „Úr þessum
úrgangi verður unnið metan og
jarðvegsbætir (molta). Allur bland-
aður úrgangur fer í urðun í dag en
því verður hætt þegar nýja stöðin
verður tekin í notkun. Við stefnum
á að endurnýting heimila verði yfir
95% með tilkomu þessarar stöðvar.
Það má segja að það verði alger
bylting,“ segir Björn og bætir við
að efnið sé forunnið í Gufunesi.
„Þar verður allt plast tekið frá auk
málma. Sömuleiðis ætlum við að
fara í átak til að fá íbúa til að flokka
betur fatnað, gler, spilliefni og raf-
tæki því þessi efni eiga illa heima í
þessari vinnslu,“ útskýrir hann.
Björn segir að þegar búið sé að
flokka úrganginn verði hann fluttur
í Álfsnes þar sem hann verður
blandaður stoðefnum sem er garða-
úrgangur. „Þegar efnið hefur farið
í gegnum alla vinnsluna og búið
að búa til metanið fer restin aftur
gegnum vinnslu þar sem plast og
málmar verða frekar flokkaðir frá.
Þar með verður jarðvegsbætirinn
tilbúinn til notkunar.“
Það er Ístak hf. sem sér um bygg-
inguna í Álfsnesi en vinnslan sjálf
hefur ekki verið til hér á landi áður.
Tæknilausnin sjálf kemur frá fyrir-
tækinu Aikan í Danmörku.
Framleiðsla á metani og jarð-
vegsbæti mun draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda og er
mikilvægt skref í að uppfylla loft-
lagsmarkmið Íslands. „Með nýju
byggingunni verður til verksmiðja
sem býr metanið til en það er síðan
hægt að nýta sem ökutækjaelds-
neyti. Jarðvegsbætinn, sem einnig
verður til í verksmiðjunni, má nýta
til landgræðslu. Einnig verður til
kolsýra en við höfum ekki enn
ákveðið hvað verður gert við hana,“
segir Björn.
SORPA hefur framleitt metan
Björn H. Halldórsson, framkvæmda-
stjóri SORPU.
KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 ORKA ÍSLANDS
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
5
-F
A
9
0
2
2
2
5
-F
9
5
4
2
2
2
5
-F
8
1
8
2
2
2
5
-F
6
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K