Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 10
SAMKEPPNI Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hyggst nota peninginn úr sjóðnum, en sem stendur er ekki til króna með gati í sjóðnum, til að endurgreiða neyðar- lán frá ríkissjóði. ÍSP sótti um framlag úr sjóðnum í október vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði áranna 2013-17. Beiðni félagsins byggðist á skýrslu Copenhagen Economics frá síðasta vori um alþjónustubyrði ÍSP. Verk- kaupi skýrslunnar var ÍSP. PFS svaraði ÍSP í nóvember en í svarbréfinu kom fram að stofnunin hygðist vísa frá hluta beiðninnar þar sem félagið hefði nú þegar fengið þá hluta bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Hvað kostnað af erlend- um sendingum varðar sagði PFS að ÍSP hefði ekki haldið þeirri ástæðu á lofti fyrr en nýlega. Þá kemur fram í frumvarpi til nýrra póstlaga að sá kostnaður hafi ekki verið talinn til alþjónustubyrðar erlendis. ÍSP var veittur frestur til andmæla til upp- hafs árs en sá frestur var nýverið framlengdur til mánaðarloka. Í bréfi FA eru tilgreindar fjórar röksemdir fyrir því að vísa beri umsókninni frá. Í fyrsta lagi séu ekki uppfyllt skilyrði fyrir efnismeðferð beiðninnar þar sem hún sé aftur- virk. Umsóknir í sjóðinn skuli berast fyrir næstkomandi ár en umsókn ÍSP sé aftur á móti afturvirk. Í öðru lagi er af hálfu FA vikið að því, sem áður hefur komið fram í ákvörðunum PFS, að ÍSP hafi nú þegar fengið alþjónustubyrði sína bætta í gegnum gjaldskrá einkarétt- ar. Þá er bent á að tap ÍSP af sam- keppnisrekstri megi rekja til þeirrar ákvörðunar félagsins að velta ekki kostnaði af erlendum sendingum út í verðið til neytandans. Að endingu er bent á að verði sjóðurinn virkj- aður þurfi samkeppnisaðilar ÍSP, og ÍSP sjálfur, að greiða í sjóðinn og væru því að „standa straum af tap- rekstri á samkeppnishlið ÍSP“. „Við áttum okkur ekki alveg á því hví það tekur svona langan tíma að afgreiða þetta. Á sama hátt skiljum við ekki hví Samkeppniseftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við mjög augljós brot ÍSP á sátt við eftirlitið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Að mati Ólafs sé aðeins nauðsyn- legt að vera læs til að sjá að ekki sé grundvöllur fyrir umsókn ÍSP í jöfn- unarsjóðinn í því lagaumhverfi sem er í gildi. „Þetta er eitthvert pólitískt leikrit sett upp til að telja fólki trú um að félagið geti endurgreitt lánið. Það er alveg horft fram hjá því að sjóður- inn er tómur og ÍSP er lögum sam- kvæmt of seint að sækja um fram- lagið. Samt er þessum möguleika teflt fram við almenning og fjárlaga- nefnd Alþingis,“ segir Ólafur. Verði fallist á umsókn ÍSP úr sjóðnum gæti sú staða komið upp að ríkið þyrfti að leggja fé í sjóðinn. Þá fjármuni myndi félagið síðan nota til að endurgreiða ríkinu. „Ef það gerist verður þetta leikrit orðið að farsa,“ segir Ólafur. joli@frettabladid.is Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda telur engin lagaskilyrði fyrir hendi til að taka umsókn Íslandspósts um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu til meðferðar. Um pólitískt leikrit sé að ræða til að telja fólki trú um að félagið geti endurgreitt neyðarlán. ORKUMÁL Í nýrri skýrslu raforku- hóps Orkuspárnefndar eru dregnar fram þrjár sviðsmyndir um raforku- notkun 2018-2050. Er þetta í annað sinn sem hópurinn tekur saman slíkar sviðsmyndir sem viðbót við árlega spá nefndarinnar. Fyrsta sviðsmyndin er „Hægar framfarir“ en þar er gert ráð fyrir minni hagvexti en í raforkuspá. Þá er lögð minni áhersla á umhverfis- mál og orkuskipti. Sýnir myndin árlegan vöxt almennrar raforku- notkunar upp á 0,9 prósent en sam- kvæmt Raforkuspá er árlegur vöxtur 1,7 prósent. Árið 2050 yrði almenn notkun 5.450 gígavattsstundir sem er 35 prósenta aukning. Önnur sviðsmyndin er „Græn framtíð“ þar sem gert er ráð fyrir meiri hagvexti, aukinni áherslu á umhverfismál og hraðari orkuskipt- um heldur en í Raforkuspá. Þannig yrði árlegur vöxtur almennrar raf- orkunotkunar 2,2 prósent og myndi notkunin tvöfaldast á spátímanum og verða um 8.400 gígavattsstundir árið 2050. Þriðja sviðsmyndin er „Aukin stórnotkun“ og byggir á forsendum Raforkuspár en gerir að auki ráð fyrir aukinni stórnotkun raforku. Er þar byggt á þeirri forsendu að þróun stórnotkunar verði áfram lík og hún var á tímabilinu 2008-2020. Miðað við það yrði sameiginleg orkuþörf almenna markaðarins og stórnot- enda 33.400 gígavattsstundir árið 2050. – sar Þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun Orkuspárnefnd hefur birt sviðsmyndir sínar um raforkunotkun. Ef það gerist verður þetta leikrit orðið að farsa. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu­ rekenda Innritun fatlaðra nemenda á starfs- brautir í framhaldsskólum 2019 Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram dagana 1. – 28. febrúar 2019. Allar leiðbeiningar varðandi innritunarferlið er að finna í bréfi til nemenda og forráðamanna þeirra sem afhent verða í grunnskólum landsins. Bréfin og leiðbeiningar má einnig finna á menntagatt.is. Listi yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir er að finna á menntagatt.is, en upplýsingar um brautirnar sjálfar er að finna á vefsíðum viðkomandi framhaldsskóla og hjá fors- varsfólki brautanna. Nánari upplýsingar um rafræna innritun á starfsbrautir veitir Guðný Ásta Snorradóttir hjá Menntamálastofnun í síma 514 7500 eða í gegnum tölvupóstinn innritun@mms.is. PHILIPS HUE COLOR E27 SNJALLPERUSETT • Tengistöð, dimmir og 3x E27 RGB perur • Stjórnað með dimmi, snjallsíma, spjaldtölvu eða snjallúri HUEE27STARTP 24.995 snjallvæddu heimilið HEILBRIGÐISMÁL Byggðarráð Rangár- þings ytra segir að breytt fyrirkomu- lag sjúkraflutninga í Rangárþing hafi skýrst að nokkru leyti á fundi með forstjóra og hluta framkvæmda- stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suður- lands um miðjan mánuðinn. „Annars vegar þá kynnti forstjór- inn þar fyrir sveitarstjórn að þessar bakvaktir sem setja skal inn frá og með 1. febrúar verða mannaðar með sama fólki og sinnir staðbundnum vöktum nú. Þannig segja þau að sjúkraflutningamenn verði staðsettir í aðstöðu HSU á Hellu hvort sem þeir eru á staðbundnum vöktum eða bak- vöktum,“ segir í minnisblaði sem ráðið sendi forstjóra HSU til „að fá það staðfest að það sem þar kemur fram sé rétt eftir haft.“ – gar Verða á bakvakt á vinnustöðinni Frá Hellu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólafur segir að um pólitískt leikrit sé að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -A 6 A 0 2 2 2 5 -A 5 6 4 2 2 2 5 -A 4 2 8 2 2 2 5 -A 2 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.