Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 2
Útsala - Útsala - Útsala Þarftu að kaupa eða selja bíl? 100bilar.is og isband.is • Þverholt 6, Mosfellsbæ Vottorð fyrir burðarVirkismælingar www.isfugl.is MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 20. febrúar Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Ritstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar) Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Sunna Ósk Logadóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Á föstudaginn var stór dagur í Mosfellsbæ. Nýtt skólahúsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var formlega vígt. Skólinn er því fluttur úr elsta skólahúsnæði bæj- arins, Brúarlandi, í það nýjasta. Nýja byggingin er glæsileg í alla staði og verður mikil bæjarprýði. Í skólanum í dag eru um 270 nemendur en eiga að geta orðið allt að 500. Ég efast ekki um að það muni fjölga hratt í skólanum á næstunni. Nú er bara að vona að hundruð ung- menna eigi eftir að glæða miðbæinn lífi og efla þjónustu á svæðinu. Þá á húsnæði skólans eflaust eftir að nýtast vel til ýmissa tónleika og menningarviðburða. Skólahljóm- sveitin og Kaleo spiluðu við vígsluna og var góður rómur gerður af hljómburði í húsinu. Þann 6. febrúar kl. 16-19 verður opið hús þar sem gestir geta skoðað þessa nýjustu byggingu í bæjarfélaginu. Til hamingju Mosfellingar með glæsilegan skóla. Glæsileg skólabygging Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 HLÍÐARTÚN: Enn er það Sigurður Hreiðar sem segir frá mannvirkj- um í Lagafell Camp við lok heimsstyrjaldar og nú frá fjölskyldu sinni en hún bjó um tíma í baðhúsi hersins: Baðhús hersins var tveir nokkuð stórir geimar, annar básaður niður í hæfilega sturtustærð og eitt herbergi með steinsteyptri voldugri þró, einkabaðkeri fyrir yfirmenn. Þarna settust foreldrar mínir að með okkur tvö yngri systkinin meðan verið var að koma upp húsum á Hulduhólum. Pabbi braut burtu básana og steypti upp í flóra á milli þeirra. Eldhús gerðu foreldrar mínir úr offísérabaðklefanum, pabbi setti lok á hjörum yfir baðþróna og hún reyndist hin besta kæligeymsla. Upphitun var kolaeldavél í eldhúsklefanum en kolaofn í íverurýminu. Kol þraut aldrei þá mánuði sem við urðum að dugast við þetta. Við krakkarnir vorum bara send út með fötur og hæfilegar skóflur og við skröpuðum upp botnana af kolabingjunum sem lágu á vissum stöðum þar sem herinn hafði geymt eldsneyti. Framan við þessar tvær vistarverur var bíslag. Þar var inngangur í herlegheitin, afdrep fyrir útiskó og útiföt og heimilistík- ina. Seinna eignaðist Lórens Lórens, ráðsmaður á Skála- túni og síðar mjólkurbílstjóri í Mosfellssveit, þetta hús, nefndi Melgerði og betrumbætti á marga lund. Eftir hann fleiri eigendur, nú síðast Svanur Hafsteinsson, sem hefur gert húsið að augnayndi. Yst til vinstri á eldri myndinni sést á eld- húsið sem minnst var á í síðasta blaði. Þar fyrir utan: Með tilliti til þess hneykslis sem nú geisar um heiminn að tvö klósett séu sett hlið við hlið í sama rými fyrir íþróttafólk í Sostjí má kannski geta þess að efst hægra megin á eldri myndinni sér veglegasta kamar braggahverfisins. Þar voru 5 setur hlið við hlið hvorum megin og ekki skilrúm á milli. HéÐAN og þAÐAN

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.