Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 8
Eva gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Eva Magnúsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Mosfellsbæ 8. febrúar. Eva er formaður fræðslunefndar Mosfells- bæjar og hefur setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Hún er jafnframt varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn. Eva sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbygg- ingu og stækkun deildarinnar. Eva er forstöðumaður hjá Mílu ehf. þar sem hún hefur starfað og setið í framkvæmdastjórn sl. 7 ár. Áður gegndi hún stöðu forstöðumanns almannatengsla Símans og var upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Eva er með MBA í viðskiptafræði og stjórnun auk BS gráðu í þjóð- háttafræði og háskólapróf í hagnýtri fjölmiðlun. Hún er gift Finni Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, 16 og 19 ára gamlar. Karen Anna sækist eftir 7. sæti Karen Anna Sævarsdóttir gefur kost á sér í 7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ 8. febrúar. Karen Anna er nemi á þriðja ári við Menntaskólann við Sund. Hún er einnig fimleikaþjálfari hjá Fimleikadeild Aftureldingar. Karen Anna hefur verið í fimleika- deild Aftureld- ingar frá árinu 2006 sem iðkandi og þjálfari. Hún hefur einnig unnið hjá Mosfellsbæ á hverju sumri frá árinu 2009. „Ég óska eftir stuðningi Mosfellinga í 7. sætið til þess að taka þátt í uppbyggingu og vera rödd unga fólksins í bænum okkar. Ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum til uppbyggingar öflugs íþrótta- og félagsstarfs í bæjarfélag- inu sem er nauðsynlegt fyrir börn og unglinga sem eru framtíð okkar Mosfellsbæjar.“ - Vígsla Framhaldsskólans í Mosfellsbæ8 Dóra Lind stefnir á 4. sæti í prófkjöri Dóra Lind Pálmarsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Dóra Lind er 29 ára gömul og hefur búið í Mosfellsbæ frá 16 ára aldri. „Mér líkar mjög vel að búa í Mosfellsbæ og ég ætla mér að stofna fjölskyldu hér með mínum sambýlismanni, honum Maríusi Þór Haraldssyni.“ Dóra Lind starfar hjá Eflu verkfræði- stofu á byggingarsviði. „Ástæður þess að ég valdi Mosfells- bæ sem mína framtíðarbúsetu eru þær að hér er vingjarnlegt umhverfi, stutt í alla þjónustu, stutt í fallegu náttúruna sem umlykur Mosfellsbæ og síðast en ekki síst þá býr hér vingjarnlegt og skemmtilegt fólk. Ég trúi því að það sé hægt að nýta mína krafta í að gera Mosfellsbæ að enn öflugra samfélagi en það er nú þegar og þess vegna óska ég eftir stuðningi Mosfellinga í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.“ Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mos- fellsbæ var vígt föstudaginn 24. janúar að viðstöddu fjölmenni. Með því lýkur tæplega sex ára vegferð frá því að samkomulag um stofnun skólans var undirritað þann 19. febrúar árið 2008 af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Skólinn hóf starfsemi haustið 2009, framkvæmdir við húsið hófust í júní 2012 og hófst kennsla í húsinu nú í janúar. Skólinn tekur um 400-500 nemendur Vígsluathöfnin var einstaklega glæsileg og þar var boðið upp á tónlistaratriði að hætti Mosfellinga. Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar tók á móti gestum, nemendur í tónlistardeild Listaskólans léku og hljóm- sveitin Kaleo spilaði nokkur lög. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari bauð gesti velkomna, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hélt ávarp ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmanni og Haraldi Sverrissyni bæjar- stjóra. Pétur Guðmundsson forstjóri Eykt- ar afhenti að lokum Guðbjörgu formlega lyklavöld að húsinu. Stærð byggingarinnar er um 4100 m2 og tekur hún um 400-500 nemendur. Húsinu er skipt í sex kennsluklasa eftir námsgreinum eða námsgreinaflokkum og í hverjum klasa eru stór rými, lítil, opin og lokuð. Stundum er allur hópurinn saman í kennslustofunni en skiptist líka niður í minni hópa sem dreifast um klasann. Húsið er einstaklega glæsilegt og samræmist vel umhverfinu og áherslum skólans sem eru á umhverfi og auðlindir. Mun hafa mikil áhrif á samfélagið Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, sagði við þetta tilefni að það hafi verið heillaskref að stofna skólann og að staða hans ætti eftir að styrkjast verulega um ókomin ár. „Skól- inn mun styðja vel við skólasamfélagið sem fyrir er og efla unga fólkið okkar til góðra verka. Tilkoma bæði svona glæsilegs húss og ennfremur þess stóra hóps af fólki sem kemur til með að starfa hér við kennslu og nám, í hjarta bæjarins, mun hafa mikil áhrif á það samfélag sem við búum“. Mosfellsbær stendur að byggingu skólans ásamt ríkinu og leggur til 40% stofnkostn- aðar. Framkvæmdasýsla ríkisins sá um eftirlit með framkvæmdunum fyrir hönd mennta– og menningarmálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar. Aðalverktaki hússins er Eykt ehf. a2f arkitektar – arkitekta– og samræmingarhönnun, Birkir Einarsson – landslagshönnun, Bryndís Bolladóttir – listskreyting, Drekafluga – lýsingarhönnun, Efla – hljóðhönnun, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar – rafmagnshönnun, Verkís – burðarþols- og lagnahönnun, umhverfisvottun, VSI öryggishönnun og ráðgjöf - brunahönnun. Hönnun Fimmtudaginn 6. febrúar verður opið hús í skólanum kl. 16-19. Opið Hús 6. febrúar Skólinn hóf starfsemi í Brúarlandi 2009 • Lyklar að nýja húsnæðinu afhentir við athöfn Framhaldsskólinn flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði skólameistarinn tekur við lyklunum úr höndum forstjóra eyktar M yn di r/ H ilm ar ánægð með ný húsakynni M yn di r/ a2 f a rk ite kt ar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.