Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 24
Hjalta Úrsus Árnason þarf vart að kynna enda löngu orðinn lands-þekktur fyrir aflraunir sínar um allan heim. Hann er kominn af miklum hraustmennum sem kölluðu ekki allt ömmu sína og var ungur sendur í sveit þar sem hann lærði að vinna. Hjalti hefur lagt fyrir sig ýmsar íþrótta- greinar eins og karate, handbolta, fót- bolta og júdó en í dag sinnir hann af lífi og sál viðskiptavinum sínum í líkams- ræktunarstöðinni Eldingu. „Ég bjó fyrstu árin mín í 101 Reykjavík, síðan lá leiðin í Fellsmúlann og þaðan flutti fjölskyldan í Árbæinn. Ég gekk í Ár- bæjarskóla og spilaði hand- og fótbolta með Fylki. Á þessum tíma var mikill rígur á milli hverfa sem skiptist í efra og neðra hverfi. Ég og vinur minn, Þorsteinn Bald- ursson, stofnuðum klíku sem við kölluð- um Arabana og vorum við vel vopnum búnir. Aðal orrusturnar fóru fram annað hvort í fiskitrönunum í Seláshverfinu eða í Árbæjarskóla sem þá var í byggingu. Við stefndum á heimsyfirráð allavega í hverf- inu,” segir Hjalti og glottir þegar hann rifjar þetta upp. Árið 1975 eða þegar Bruce Lee myndin Í klóm drekans var sem vinsælust byrjaði ég í karate og endaði ferilinn á brúnu belti.” Fjölskyldan Hjalti Úrsus Árnason er fæddur í Reykja- vík 18. febrúar 1963. Foreldar hans eru Katrín Kristjánsdóttir frá Felli í Biskups- tungum og Árni Guðmundsson málara- meistari frá Látrum. Hjalti er elstur fjögurra systkina en þau eru Þórhallur, Sigurbjörg, Guðbjartur og Kristján. Eiginkona Hjalta er Halla Svanhvít Heimisdóttir íþrótta-og lýðheilsufræðing- ur. Börn þeirra eru Brynja Hlíf og Skarp- héðinn. Hjalti á tvo syni frá fyrra hjóna- bandi, þá Árna Gils og Greip. Gekk niðurbrotinn út úr versluninni „Ég fermdist í Árbæjarkirkju á Árbæj- arsafninu árið 1976. Ég man að þegar ég var kallaður upp að altari þá skipti eng- um togum að þegar ég stóð upp þá rak ég höfuðið í þverbitann í loftinu vegna hæðar minnar og það var mikið hlegið í kirkjunni. Skömmu seinna var ég aftur minntur á að ég væri ekki alveg eins í útliti og allir aðr- ir. Hljómsveitin Slade sló í gegn á þessum tíma og allar stórstjörnur klæddust háhæl- uðum og uppreimuðum stígvélum. Ég ætl- aði að skella mér á eintak í Karnabæ, byrj- aði að reima og þegar ég var búin að renna upp einn sentimetra þá var alveg ljóst að ég var ekki að fara neitt lengra en það. Ég gekk niðurbrotinn maður út úr versluninni og var lengi að jafna mig á því að ég gæti ekki notið sömu lífsgæða og aðrir.” Lærði að vinna í sveitinni „Ég fór í sveit á sumrin til móðursystra minna að Felli í Biskupstungum og að Hvít- árholti í Hrunamannahreppi. Þar hjálpaði maður til við heyskapinn og öll venjuleg bústörf. Um þrettán ára aldur gerðist ég vinnumaður hjá Haraldi í Einholti. Í sveit- inni lærði ég að vinna og maður styrktist við hverja raun. Við fjölskyldan fluttum úr Árbænum í Mosfellsbæ árið 1977. Eftir skólagöngu í Varmárskóla lá leiðin í Menntaskólann við Sund. Ég færði mig þaðan yfir í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist úr tölvudeild og vann eftir það nokkur ár hjá Landssíman- um.” Lét drauminn rætast „Um nítján ára aldurinn þá hvatti Jón Páll Sigmarsson vinur minn mig til að koma og prufa kraftlyftingar í Jakabóli sem var ein fyrsta líkamsræktarstöðin á Íslandi. Á fyrstu æfingunni minni tók ég 220 kg í rétt- stöðulyftu og ákvað fljótlega upp úr því að ég ætlaði að lyfta 1000 kg fyrstur Íslendinga og það tókst. Ég hugsaði stórt og lét draum minn rætast. Ég passaði mig á að láta ekki aðra segja mér hvar mín eigin mörk lægju. Ég spyr Hjalta hvaðan Úrsus nafnið komi? „Ég þótti nokkuð seigur þegar ég byrjaði að lyfta og mér var líkt við traktor, í fyrstu var það Zetor en endaði í Úrsus því þeir voru meira auglýstir á þessu tíma. Ég hef bara haft gaman af þessu uppátæki hjá vinum mínum og þegar allt kemur til alls þá hefur þetta líklega bara hjálpað mér.” Hápunkturinn á ferlinum „Við Jón Páll urðum æfingafélagar frá ár- inu 1983 og ferðuðumst saman um heim- inn og kepptum í aflraunum.“ Ég spyr Hjalta hver sé hápunkturinn á ferlinum? „Það var á heimsmeistaramótinu í aflraunum í Montreal í Kanada þar sem ég sigraði fyr- ir framan tuttugu þúsund áhorfendur, það var ógleymanleg stund.” Keppendur mættu í skotapilsum „Við Andrés Guðmundsson eigandi Skólahreystis stóðum fyrir Hálandaleik- unum á Íslandi á árunum 1996-2002. Leikarnir byggjast á ævifornum skoskum kastgreinum. Keppendur mæta til leiks í skotapilsum og keppa í staura- og lóða- kasti yfir rá. Hálandaleikarnir í Skotlandi eru næstvinsælasta íþróttin þar í landi á eftir knattspyrnu. Við Andrés ásamt myndatökumanninum Steingrími Þórðarsyni framleiddum yfir hundrað þætti af aflraunatengdu efni und- ir vörumerkinu Hálandaleikarnir - Krafta- sport. Ég hef verið viðloðandi framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir RÚV, Stöð2 Sport, Sýn, ÍNN, Travel Channel og Transworld.” Sló aðsóknarmet á Íslandi „Jón Páll vinur minn lést 16. janúar 1993. Hann var dáður og dýrkaður af íslensku þjóðinni sem heillaðist af framkomu hans. Árið 2006 framleiddi ég heimildarmynd um hann, Þetta er ekkert mál, sem sló öll að- sóknarmet á Íslandi.“ Hvernig fékkstu hugmynd- ina af þessari kvikmynd? „Ég þekkti sögu hans mjög vel og vissi að það væri til gríðarlegt magn af flottu myndefni sem aldrei hafði sést á Íslandi. Ég fann áhugann á sögunni bæði hér heima og erlendis. Mynd- in tók þrjú ár í vinnslu og var tilnefnd til Eddu verðlaun- anna.” Stofnuðu Eldingu „Árið 2008 stofnuðum við Halla Eldingu Líkamsrækt sem við höfum rekið í sex ár að Varmá. Við erum með frá- bæra aðstöðu fyrir íþróttafólk eins og til dæmis ólympískar lyftingar, kraftlyftingar og ketilbjöllur og einnig er góð aðstaða fyrir almenning. Við höfum lagt áherslu á að hjálpa fólki sem hefur verið utangátta í skólakerfinu og utan íþróttahreyfingar- innar vegna ýmissa aðstæðna. Þetta fólk hefur komið inn á eigin forsendum og staðið sig mjög vel. Við erum að innleiða cross training (crossfit) og stefnum að því að stækka við okkur til að mæta kröfum Mosfellinga.” Icelandic fitness and health Expo „Við Halla höfum haldið þrisvar íþrótta- hátíð sem ber nafnið Icelandic fitness and health Expo. Við fengum til landins heims- frægar stjörnur úr krafta-og líkamsræktar- heiminum eins og Jay Cutler og Monicu Brant. Halla stóð fyrir lýðheilsuráðstefnu á hátíðinni sem féll í góðan jarðveg.“ Ég spyr Hjalta að lokum hvort hann hafi óbilandi trú á öllu sem hann gerir. „Já, lífs- mottó mitt er, don’t stop believing,” segir Hjalti og hlær, með þeim orðum kveðjumst við. - Mosfellingurinn Hjalti Úrsus Árnason24 Halla, Skarphéðinn, Brynja Hlíf og Hjalti MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni. Ég gekk niðurbrotinn maður út úr versluninni og var lengi að jafna mig á því að ég gæti ekki notið sömu lífsgæða og aðrir. Draumaborgin? Montreal í Canada. Hvaða freistingu stenst þú ekki? Sunday ís á McDonald’s með karamellusósu og hnetum. Hvað getur þú alls ekki verið án? Fyrir utan fjölskylduna þá myndi ég segja, Macbook-pro 17 og iPhone. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Skógurinn milli Álafoss og Reykjalundar, hann á eftir að fá nafn. Hvaða árstíð er best? Vorið í sól og sumaryl. Hvað kaupir þú alltaf þó að þú eigir nóg af því? Lauk. Uppáhaldsveitingastaður? Þrír Frakkar, þar finnur þú plokkfisk sem ekki er hægt að gera heima. Hvað myndir þú taka með þér á eyði- eyju? Leatherman hníf, kíki og eldfæri. HIN HLIÐIN Hefur keppt í afl­raunum um allan heim Hjalti Úrsus Árnason framkvæmdastjóri Eldingar og athafna- maður hvetur alla til að hugsa stórt og láta drauma sína rætast. jón páll og hjalti úrsus árni gils og greipur hjalti og þórhallur með mömmu Hárstofan Sprey Háholt 14 - s. 517 667 7 WWW.ALAFOSS.IS Á L A F O S S Verslun, Álafossvegi 2 3 a MÚRVERK - FLÍSALAG NIR - ALMENN VIÐHA LDSVINNA f FAGMENNSKA Í FYRIR RÚMI www.malbika.is - sími 864-1220 bingimalari@gmail.c om málningarþjónusta Alhliða RauðakRosshúsið ÞveRholti 7 Opið þriðjudaga o g fimmtudaga kl. 1 0 -15 og miðvikud aga kl. 13 -16. Fjölbreytt dagskrá, örnámskeið, kynnin gar, skiptifatamarkaður, aðstoð við atvinnu leit og fleira. Alltaf heitt á könn unni. Allir velkomn ir. Atvinnuleitendur s érstaklega hvattir til að koma. Upplýsingar á www. raudikrossinn.is/mo so og í síma 564 603 5 Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 21.30 Helgar: 08.00 - 19.00 Varmárlaug Virkir dagar: kl. 06.3 0-21.00. Helgar: kl. 09.00-18 .00 Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru! Fáið tilboð, kenni allan daginn Annast einnig ökumat og upprifjun fyrir eldri borgara Lárus Wöhler löggiltur ökukennari Er með mótor- hjólahermi, frábært fyrir byrjendur ÖKuKennsla lárusar gsm 777-5200 - aKamos@simnet.is Þverholti 3 - Sími: 5 66-6612 FÓTAAÐGERÐAST OFA MOSFELLSBÆJAR pi zz ur þ rá ðl au st n et k al du r a f k ra na c re be s bo lti nn í be in ni k affi ri sa sk já r s am lo ku r sa m lo ku r l as ag ne h ei tt sú kk ul að i cr eb es p iz zu r ka ffi ri sa sk já r s am lo ku r la sa gn e he itt sú kk ul að i b ol tin n í b ei nn i sa m lo ku r þ rá ðl au st n et k al du r a f k ra na pi zz ur þ rá ðl au st n et k al du r a f k ra na c re be s bo lti nn í be in ni k affi ri sa sk já r s am lo ku r sa m lo ku r l as ag ne h ei tt sú kk ul að i cr eb es p iz zu r ka ffi ri sa sk já r s am lo ku r la sa gn e he itt sú kk ul að i b ol tin n í b ei nn i sa m lo ku r þ rá ðl au st n et k al du r a f k ra na Góðir Menn ehf Rafverktakar GSM: 820-5900 • nýlagnir • viðgerði r • endurnýjun á raflög num • hönnun og uppsetn ing á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir Löggiltur rafverktaki LISTRÆN FAGMENNSKA ARTPRO www.artpro.is STAFRÆN PRENTUN Á NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI) STAFRÆN PRENTUN STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142 Notaðir TOYOTA varah lutirBílapartar ehf Sími: 587 7659 Grænumýri 3 | 270 M osfellsbæ www.bilapartar.is Sí i: 587 7659 subaru XV 4WD - árg . 2012 Þægileg og háþróuð kennslubifreið akstursmat og endu rtökupróf Ökukennsla gylfa guðjónssonar sími: 696 0042 Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan Líkami og sál Þverholti 11 - s. 5 66 6307 www.likamiogsal .is Verið hjartanlega velkomin! Kiwanishúsið í Mosf ellsbæ geysir.kiwanis.is SAlur til útleigu fyrir fundi og mannf agnaði Pantanir hjá Berglin di í síma 697-5328 e ða á kiwanishus.mo so@gmail.com Flott Verk ehf Tek að mér að massa bíla, djúphreinsa og bóna. Hreinsa ryðsva rf eftir bremsur og málningarúða af bílum . Hreinsa ryk úr lakki á nýsprautuðum bílum. Slípa ljós og plastgler sem er ris pað á bílum, mótorum og sleðum. Hringdu í síma 895-1 718 (Snæbjörn) til að panta tíma. Ég sko ða bílinn og geri verðtilboð. Ég vinn á bílasprautunarverk- stæði og hef margra ára reynslu í starfi. bón og mös sun ehf. Kærleikskveðjur frá sjúkraþjálfun mosfellsbæjar Kærleikurinn elskar a lla jafnt, sér það besta í öllum , umber öll mistök, fyr irgefur allt, og fellur aldrei úr gild i. Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar Skeljatanga 20 5668520 sjúkraþjálfun mosfellsbæjar Skeljatanga 20 s. 566 8520 Þverholti 2 • Mosfells bæ Sími: 586 8080 www.fastmos.is hafðu samband E .B A C K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasal i Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is 586 8080 Sími: Fastei asala Mosfel lsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www. fastmos.is 588 55 30 Háholt 14, 2. hæð Berg FASteIgnASA LA OpIð vIrkA dAgA F rá kL. 9-18 netFAng: Berg@B erg.IS WWW.Berg.IS Þegar góða veislu gjöra skal … KJÖTbúðin Grensásvegi 48 - Sím i 571 5511 - kjotbud in@kjotbudin.is Fyrirtæki sem auglýsa í mosFellingi ...stuðla að því að þú fáir blaðið frítt inn um lúguna á þriggja vikna fresti. MOSFELLINGUR Verð á auglýsingum í Mosfellingi hefur haldist óbreytt frá því blaðið kom út í fyrsta skipti, fyrir 11 árum. Þú getur skráð þig á póstlistann okkar ef þú vilt fá áminningu um skilafrest viku fyrir hvern útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.